Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2019/105 435
R A N N S Ó K N
Inngangur
Eftir því sem hlutfall eldra fólks eykst á Íslandi má búast við breytt
um þörfum samfélagsins fyrir heilbrigðisþjónustu. Þegar heilsufar
og færni einstaklinga skerðist verulega getur sólarhringsþjónusta
á stofnun verið nauðsynleg. Íbúar hjúkrunarheimila lifa þannig
nær undantekningarlaust við verulegan heilsubrest1,2 og íslensk
hjúkrunarheimili eru þar engin undantekning.3
Samanburður á dvalartíma einstaklinga sem flytja inn á hjúkr
unarheimili (dvalartími fram að andláti) er flókinn vegna mismun
andi viðmiðunartíma sem notaður er í rannsóknum. Í rannsókn
Kelly og félaga (2010) á íbúum á bandarískum hjúkrunarheim
ilum (n=43.510) höfðu 53% íbúanna látist innan 6 mánaða,4 en í
nokkrum árum eldri bandarískri rannsókn voru 23% íbúa látin
eftir 6 mánuði.5 Í íslenskri rannsókn höfðu 28,8% látist innan árs
frá komu.6 Rannsókn frá Hong Kong (n=1860) sýndi að eftir 5 ár
voru 54,2% íbúa látin.1
Fjölmargir þættir hafa áhrif á lifun inni á hjúkrunarheimil
um. Rannsóknir hafa sýnt að spáþættir fyrir lifun inni á hjúkr
unarheimilum eru meðal annars kyn, aldur, heilabilun,7 færni
við athafnir daglegs lífs (ADL), stöðugleiki heilsu,1 hvaðan íbúi
kom (að heiman eða frá spítala), færni til félagslegrar þátttöku6 og
vannæring.2
Mat á færni og þörf fyrir þjónustu með svokölluðu vistunarmati,
eða færni og heilsumati eins og það kallast nú, hefur verið skilyrði
fyrir flutningi einstaklinga í hjúkrunar eða dvalarrými á Íslandi
frá árinu 1990.8 Í lok desember 2007 tók gildi reglugerð þar sem
sett voru mun strangari skilyrði fyrir flutningi á hjúkrunarheimili
en áður hafði verið.9 Fyrir þann tíma gátu stjórnir hjúkrunarheim
ila valið fólk inn á hjúkrunarheimilið, oft af löngum biðlistum, að
því skilyrði uppfylltu að viðkomandi ætti gilt vistunarmat. Þó var
Heilsa og lifun íbúa fyrir og eftir
setningu strangari skilyrða fyrir flutningi
á hjúkrunarheimili 2007
Ingibjörg Hjaltadóttir1,2 hjúkrunarfræðingur
Kjartan Ólafsson3 félagsfræðingur
Árún K. Sigurðardóttir4,5 hjúkrunarfræðingur
Ragnheiður Harpa Arnardóttir4,6,7 sjúkraþjálfari
1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2flæðisviði Landspítala, 3hug-
og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, 4heilbrigðisvísindasviði
Háskólans á Akureyri, 5deild mennta og vísinda á Sjúkrahúsinu á Akureyri,
6endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, 7lungna-, ofnæmis- og
svefnrannsóknasviði læknavísindadeildar Uppsalaháskóla, Svíþjóð.
Fyrirspurnum svarar Ingibjörg Hjaltadóttir, ingihj@hi.is
kveðið á um að þeir ættu að ganga fyrir sem beðið hefðu lengi og
væru metnir með mjög brýna eða brýna þörf. Einnig að þeir sem
dveldu á sjúkrahúsi hefðu sama aðgengi og aðrir sem væru í þörf
fyrir hjúkrunarrými.10 Með nýrri reglugerð varð það hins vegar
hlutverk vistunarmatsnefndar í viðeigandi heilbrigðisumdæmi að
velja þrjá einstaklinga sem töldust vera í mestri þörf með tilliti til
þess hvort stigafjöldi úr vistunarmati var hár, hvort viðkomandi
hefði legið lengur en 6 vikur á sjúkrahúsi eða beðið lengi í mikilli
þörf fyrir vistun.9 Þannig gátu hjúkrunarheimili nú aðeins valið
einn af þessum þremur einstaklingum þegar rými losnaði, en áður
gátu þau hugsanlega valið úr tugum nafna sem voru á biðlista.
Þessi breyting var gerð til að forgangsraða þeim einstaklingum
sem voru í mestri þörf fyrir vistun og þeim sem biðu á sjúkrahúsi,
en um leið takmarkaðist valfrelsi hjúkrunarheimilanna.
Á G R I P
INNGANGUR
Fjölmargir þættir hafa áhrif á þjónustuþörf og lifun íbúa hjúkrunarheim-
ila, meðal annars inntökuskilyrði fyrir flutningi á hjúkrunarheimili.
Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort munur væri á heilsufari,
lifun og forspárgildi mismunandi heilsufars- og færnivísa fyrir eins og
tveggja ára lifun þeirra sem fluttu inn á íslensk hjúkrunarheimili á árun-
um 2003-2007 annars vegar og 2008-2014 hins vegar.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Lýsandi, afturskyggn samanburðarrannsókn. Gögnin fengust úr
gagnagrunni á vegum Embættis landlæknis yfir allar interRAI-mats-
gerðir á íslenskum hjúkrunarheimilum frá 1. janúar 2003 til og með 31.
desember 2014 (N=8.487).
NIÐURSTÖÐUR
Marktækur munur var á heilsu og lifun nýrra íbúa hjúkrunarheimila fyrir
og eftir 31. desember 2007. Á seinna tímabilinu var meðalaldur 82,7
ár, en 82,1 ár á hinu fyrra og tíðni Alzheimer-sjúkdóms, blóðþurrðar-
sjúkdóms í hjarta, hjartabilunar, sykursýki og langvinnrar lungnateppu
jókst. Eins árs lifun lækkaði úr 73,4% í 66,5% eftir 1. janúar 2008 og
tveggja ára lifun úr 56,9% í 49,1%. Sterkustu áhættuþættirnir fyrir
dauðsfalli innan eins og tveggja ára frá komu á báðum tímabilum voru
sjúkdómsgreiningarnar hjartabilun og langvinn lungnateppa, auk fleiri
stiga á lífskvarðanum og langa ADL-kvarðanum.
ÁLYKTUN
Í kjölfar reglugerðarbreytingar 2007 voru þeir sem fluttu á hjúkr-
unarheimili eldri og veikari við komu og lifðu skemur eftir vistaskiptin
en þeir sem fluttu inn fyrir breytingu. Niðurstöðurnar benda til að
markmið reglugerðarbreytingarinnar, að forgangsraða þeim sem voru
veikastir, hafi því náðst. Því má telja líklegt að umönnunarþörf íbúa sé
önnur og meiri en áður.