Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 20
436 LÆKNAblaðið 2019/105
R A N N S Ó K N
Ætla má að reglugerðarbreytingin sem gerð var 21. desember
2007 hafi haft áhrif á þann hóp sem dvaldi á íslenskum hjúkr
unarheimilum frá og með árinu 2008,9 en áhrifin hafa ekki ver
ið rannsökuð. Þekking á þörfum og lifun þeirra sem flytja inn á
hjúkrunarheimili er nauðsynleg til að hægt sé að skipuleggja við
eigandi þjónustu.
Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort munur
væri á heilsufari og færni þeirra sem fluttu inn á íslensk hjúkr
unarheimili á árunum 20032007 annars vegar og 20082014 hins
vegar. Einnig að bera saman lifun íbúa á milli þessara tveggja
tímabila og kanna hvaða forspárgildi mismunandi heilsufars og
færnivísar hefðu fyrir lifun til eins og tveggja ára.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin er lýsandi, afturskyggn samanburðarrannsókn.
Gögn rannsóknarinnar eru niðurstöður matsgerða með mæli
tækinu „Gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldr
unarstofnunum“ útgáfu 2.0 (Minimum Data Set 2.0), sem er
gagnasöfnunarhluti matstækisins: „Raunverulegur aðbúnaður
íbúa“ (Resident Assessment Instrument; interRAI). Á Íslandi hef
ur þessi gagnasöfnunarhluti matstækisins verið kallaður „RAI
mælitæki“ og verður vísað til þess heitis hér. RAImælitækið felur
í sér samræmda skráningu og mat á heilsufari, færni og þörfum
íbúa á hjúkrunarheimilum. Frá árinu 1996 hafa íbúar á íslensk
um hjúkrunarheimilum verið metnir með RAImælitækinu og
frá árinu 2003 hefur það verið gert að minnsta kosti þrisvar á ári
og niðurstaða RAIþyngdarstuðuls notuð til að reikna greiðslur
til hjúkrunarheimila.11 RAImælitækið var fyrst og fremst hannað
sem klínískt mælitæki (350 breytur) í þeim tilgangi að bæta gæði
umönnunar á hjúkrunarheimilum. Það hefur þó einnig verið not
að við gagnasöfnun fyrir rannsóknir víða um heim og sýnt hefur
verið fram á réttmæti og áreiðanleika mælitækisins.12
Þverfaglegur hópur vinnur að gerð matsins á flestum hjúkr
unarheimilum á Íslandi, en hjúkrunarfræðingur sem hefur lært
á mælitækið hefur yfirumsjón með gerð matsins á hverjum stað.
Upplýsinga fyrir matið er aflað úr sjúkraskrá, með athugun á íbú
anum og viðtali við íbúa og ættingja hans, samkvæmt nákvæmri
leiðbeiningabók RAImælitækisins sem skilgreinir hvernig meta á
hvert atriði. Í þessari rannsókn eru notaðar valdar breytur úr RAI
mælitækinu auk útkomu úr eftirtöldum 6 heilsu og færnikvörð
um sem hannaðir hafa verið fyrir mælitækið.
Lífskvarðinn (Changes in Health, Endstage disease and Signs
and Symptomsscale, CHESS scale), gefur til kynna hversu stöð
ugt heilsufar einstaklingsins er. Lægsta gildið er 0 og gefur til
kynna að heilsufarið sé stöðugt en hæsta gildið 5 að heilsufar sé
óstöðugt, hætta sé á andláti, sjúkrahússinnlögn og miklu álagi á
umönnunaraðila. Rannsóknir hafa staðfest að kvarðinn hefur for
spárgildi fyrir andláti.6,12
Verkjakvarðinn (Pain Scale), hefur lægsta gildi 0 sem merk
ir að einstaklingurinn hefur enga verki en hæsta gildið 3 að um
mjög mikla og óbærilega verki sé að ræða. Rannsóknir benda til
að kvarðinn sé áreiðanlegur til að meta verki hjá íbúum á hjúkr
unarheimilum.13
Þunglyndiskvarðinn (Depression Rating Scale, DRS scale), hefur
gildi frá 0 til 14. Gildið 0 gefur til kynna að einstaklingurinn hafi
engin einkenni þunglyndis. Gildi 3 bendir til vægs þunglyndis og
gildi 14 að um mjög alvarlegt þunglyndi sé að ræða.14 Bent hefur
verið á mjög gott næmi og viðunandi sérhæfni kvarðans en jafn
framt að þörf sé á frekari rannsóknum á kvarðanum.14
Vitræni kvarðinn (Cognitive Performance Scale, CPS scale), hefur
gildi 06. Gildið 0 þýðir að einstaklingurinn hefur óskerta vitræna
getu en síðan stigversnandi vitræna getu með hækkandi gildum
og gildi 6 gefur til kynna mjög mikla vitræna skerðingu. Sýnt hef
ur verið fram á ágæta fylgni þessa kvarða við MMSE (MiniMental
State Examination) við mat á vitrænni getu.15
Langi ADL kvarðinn (ADL long scale), hefur gildi á bilinu 0 til
28. Hækkandi gildi bendir til versnandi færni einstaklingsins í
athöfnum daglegs lífs (ADL). Rannsóknir hafa bent til að kvarðinn
hafi ágætt næmi til að mæla breytingar á færni.12
Virknikvarðinn (Index of Social Engagement, ISE scale), gefur til
kynna meiri virkni eftir því sem talan er hærri og hefur gildi frá
Tafla I. Samanburður á aldri, kyni, líkamsþyngdarstuðli og tíðni valinna sjúk-
dómsgreininga á milli tímabilanna 2003-2007 og 2008-2014. Meðaltal og
staðalfrávik fyrir aldur og líkamsþyngdarstuðul, en fjöldi og hlutfall (%) fyrir allt
annað.
2003-2007
n=1832
2008-2014
n=3397
p-gildi*
Aldur í árum 82,1 ± 7,7 82,7 ± 8,7 <0,0001
Líkamsþyngdarstuðull 24,0 ± 6,0 24,2 ± 5,7 0,3
Konur 1070 (58,4) 1980 (58,3) 0,9
SJÚKDÓMSGREININGAR
Blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta 471 (25,7) 1046 (30,8) <0,0001
Hjartabilun 336 (18,3) 756 (22,3) 0,0009
Sykursýki 219 (12,0) 509 (15,0) 0,0025
Langvinn lungnateppa 215 (11,7) 504 (14,8) 0,002
Alzheimer-sjúkdómur 437 (23,9) 1005 (29,6) <0,0001
Önnur elliglöp 583 (31,8) 1165 (34,3) 0,07
Astmi 107 (5,8) 208 (6,1) 0,7
Helftarlömun 133 (7,3) 221 (6,5) 0,3
Kvíði 599 (33,0) 1185 (34,9) 0,1
Þunglyndi 683 (37,3) 1211 (35,7) 0,2
*t-próf óháðra úrtaka fyrir aldur og líkamsþyngdarstuðul, kí-kvaðratpróf fyrir tíðni
sjúkdómsgreininga.
Tafla II. Samanburður á útkomu heilsu- og færnikvarðanna 6 milli tímabilanna
2003-2007 og 2008-2014. Meðaltal og staðalfrávik.
2003-2007
n=1832
2008-2014
n=3397
p-gildi*
Lífskvarði 1,51 ± 1,35 1,87 ± 1,40 <0,0001
Þunglyndiskvarði 1,85 ± 2,33 2,26 ± 2,67 <0,0001
Vitrænn kvarði 2,58 ± 1,79 3,0 ± 1,74 <0,0001
Verkjakvarði 1,18 ± 0,97 1,12 ± 0,98 0,046
Langur ADL-kvarði 11,6 ± 8,33 15,37 ± 8,25 <0,0001
Virknikvarði 2,39 ± 2,03 2,54 ± 1,97 0,009
*t-próf óháðra úrtaka. ADL: athafnir daglegs lífs.