Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 50
466 LÆKNAblaðið 2019/105
„Við þurfum ekki alltaf að óttast dauð
ann,“ sagði prófessorinn Jörg Vögele,
prófessor í sögu við Heinrich Heine há
skólann í Düsseldorf á málþinginu. Hann
ásamt Torfa Tulinius, prófessor í íslensk
um miðaldafræðum við Háskóla Íslands,
dr. Jan Bondeson frá Læknaskólanum í
Cardiff og Sverri Guðjónssyni tónlistar
manni héldu erindi sín um dauðann.
„Hann getur verið vinalegur og séður
sem vinur,“ sagði Vögele og talaði um
dauðann í myndlist. Hann sýndi hvernig
gert hefur verið gys að dauðanum í mynd
um. Hann sé sýndur í baráttu, stríði og
sem vinur og mikilvægur í rokktónlist.
„Dauðinn og stúlkan er vinsælt við
fangsefni í tónlist,“ sagði hann og hvernig
dauðinn hefði verið hluti af dægurmenn
ingunni. Hann talaði um dauðadansinn og
um koss dauðans.
Þétt setið í salnum
Nær húsfyllir var og fólk afar áhugasamt
á þessum haustlega rigningarlaugardegi.
„Ég fór að skoða lýðfræði; hvers vegna
við verðum eldri, hver okkar verða eldri.
Kynjamuninn, aldursmuninn og félags
aðstæður,“ sagði Vögele við Læknablaðið
spurður um áhugann á efninu. Hann hafi
farið að skoða myndasafn háskólans þegar
hann kom til Düsseldorf og velt fyrir sér
listamönnunum og ástæðum þess hvers
vegna þeir urðu svona áhugasamir um
dauðann.
Bondeman fór yfir sögur af kvik
setningu og óttann við hana. Umræður
spunnust í lok erindisins og sagði Ólafur
Magnússon læknir og fyrrum borgarstjóri
frá því að þegar hann hafi verið læknir á
Norðurlandi hafi tvívegis gerst að eldri
konur hafi beðið um að tryggt væri að þær
væru dánar með því að skorið yrði á úln
liðsæðar. „Já, ég hef heyrt álíka sögur frá
Svíþjóð og læknir í Írlandi fékk álíka fyr
irspurn fyrir um áratug,“ svaraði Bonde
man, þetta hafi þótt sérstakt, sagði hann
en fór ekki nánar út í þá sálma.
Torfi Tulinius talaði um dauðann í
fornsögunum. „Dauðinn þyrmir engu sem
lifir, ekki einu sinni okkur sjálfum,“ sagði
hann og að við forðuðumst að hugsa um
hann lengst af. Hann væri fráleit hugmynd
hjá þeim ungu. „Óumflýjanleikinn verður
ekki flúinn,“ sagði hann. „Dauðinn var
hversdagslegri. Dauðinn var sýnilegri.“
Dauðinn ekki daglegt brauð
Óttar dró saman erindin í lok málþingsins
og sagði að dauðinn hefði færst frá því
að vera daglegt brauð og í návist fólks í
að vera inni á stofnunum þar sem eldra
fólk sé í miklum meirihluta. Fólk hafi
áður almennt dáið inni í baðstofu og allt
samfélagið orðið vitni að dauðastríðinu og
síðustu andarvörpunum.
„Síðan urðu allir þátttakendur í því
sem á eftir kemur. Líkið er borið út, það
stendur uppi, það er vakað yfir líkinu. Það
er safnað vatni sem er látið standa undir
kistunni, það er notað til lækninga síðan.
Það fer fram nábrenna, þar sem kveikt er
í eða brennt það sem er í bóli hins látna.
Allt er þetta hluti af daglegu lífi og allir
Ræddu og
sungu um
dauðann
Gunnar og Flosi uppáhalds í Njálu
Njáll er ekki í uppáhaldi hjá Torfa Tulinius, prófessors í íslenskum miðaldafræðum
við Háskóla Íslands. Ekki heldur Skarphéðinn, sem er að hans mati einum of mikill
aðdáandi dauða og dráps, og ekki er það Kári, sem er á valdi hefndarþorsta.
„Uppáhaldspersónur mínar eru Gunnar og Flosi,“ sagði Torfi. „Í þeim sýnir höf
undurinn betur en fyrir aðrar mikilvægar persónur í Njálu, virkni ástríðnanna. Með
öðrum orðum átök lífs og dauðahvatanna,“ sagði Torfi Tulinius í lok erindis síns
um dauðann í fornsögum í Þjóðminjasafninu.
„Dauðinn hefur breytt um svip,“ sagði Óttar Guðmundsson læknir og formaður Félags
áhugamanna um sögu læknisfræðinnar (FÁSL) eftir áhugaverðar framsögur á málþinginu
Um dauðans óvissa tíma í Þjóðminjasafninu laugardaginn 7. september.
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
F É L A G Á H U G A M A N N A U M S Ö G U L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R
Nánast húsfyllir var á
fundi Félags áhugamanna
um sögu læknisfræðinn-
ar. Myndir/gag