Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 28

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 28
444 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T var staðsett við Miklatorg. Með árunum hefur fjölgað þeim efnum sem mæld eru og bæst hafa við fleiri mælistöðvar. Talsverðar rann­ sóknir hafa verið gerðar á tengslum loftmengunar við heilsufar Ís­ lendinga og talið er æskilegt að fjölga þeim rannsóknum til muna. Almennt um loftmengun Loftmengun utandyra er öll mengun sem finna má í andrúmslofti undir berum himni en hún á sér ýmsar uppsprettur. Efnin eru því í hærri styrk en ætla mætti miðað við náttúrulegan styrk efnanna. Andrúmsloft utandyra á Íslandi er almennt hreint og lítt mengað, þótt töluverður munur geti verið á þéttbýli og dreifbýli og aðstæð­ um hverju sinni. Samkvæmt árlegri loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu árið 2018 metur stofnunin út frá styrk loftmengunar­ efna, lýðfræðilegum upplýsingum og niðurstöðum rannsókna á sambandi milli loftmengunar og heilsufarsbrests að allt að 60 ótímabær dauðsföll megi rekja til útsetningar svifryks á Íslandi á hverju ári.5 Einnig eru talin færri en 5 dauðsföll vegna útsetn­ ingar á köfnunarefnisdíoxíði og óson. Alþjóðaheilbrigðisstofnun­ in (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofn­ unarinnar er hægt að rekja allt að 7 milljónir dauðsfalla í heim­ inum á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki.6,7 Mikilvægt er koma í veg fyrir og helst að lágmarka loftmengun eins og mögulegt er hér á landi, jafnvel þó svo að hún sé minni hér en í öðrum Evrópuríkjum.5 Árið 2010 var samþykkt Parma­yfirlýsingin á fundi ráðherra umhverfis­ og heilbrigðismála Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum.8 Sama ár ákváðu heilbrigðis­ og umhverfis­ ráðherrar Íslands að láta safna upplýsingum um loftgæði og meta áhrif loftmengunar á heilsu fólks á Íslandi, einkum barna og ung­ menna en börn þola loftmengun verr en fullorðnir og eiga erf­ iðara með að koma sér undan henni. Einnig má nefna að íslensk stjórnvöld taka mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þar eru að minnsta kosti tvö markmið þar sem loftgæði koma við sögu.9 Hverjir eru helstu þættir loftmengunar á Íslandi? Loftmengunarefnin nefnd hér að neðan eru notuð sem umhverfis­ vísar á gæði andrúmsloftsins. Umhverfisvísir er skilgreindur af Umhverfisstofnun Evrópu sem mælikvarði, venjulega tölulegur, sem hægt er að nota til þess að lýsa og miðla flóknum umhverfis­ fyrirbærum á einfaldan hátt, þar með talið breytingum og þróun á ákveðnu tímabili, og hjálpa þannig við að varpa ljósi á ástand umhverfisins.10 Eftirfarandi efni eru helstu loftmengunarefni sem mæld eru á Íslandi en til viðbótar má nefna að lykt getur talist til loftmengunar þó hún sé ekki mæld að staðaldri. • Svifryk (PM10, PM2,5 eða PM1): Svifryk er íslenska þýðingin á enska hugtakinu particulate matter (PM). Þá er átt við alla loft­ borna mengun sem kemur fyrir sem vökvi eða í föstu formi. Sumt svifryk er smágerðar agnir sem svífa um í andrúmsloftinu og er flokkað eftir stærð agnanna. Þær sem eru minni en 10 μm (1 μm = 1 míkrómetri = 0,000001 m) í þvermál eru kallaðar PM10. PM2,5 eru agnir minni en 2,5 μm í þvermál og PM1 eru agnir minni en 1 μm í þvermál. Örfínt ryk (UFP; ultra-fine particles) er minna en 0,1 μm í þvermál. Til samanburðar má geta þess að mannshár er um 60 μm í þvermál. Agnir sem myndast við slit eða núning eru yfirleitt fremur grófar, til dæmis ryk sem myndast við slit á malbiki. Smágerðari agnir verða einna helst til við bruna, til dæmis sót, eða vegna þess að efni þéttast, til dæmis brennisteinn, köfnunarefnissambönd og lífræn efni. Svifryk sem er minna en 1 μm í þvermál helst svífandi í loftinu og berst með vindstraumum eins auðveldlega og gastegundir. • Köfnunarefnisoxíð (NOx): Köfnunarefnisoxíð (NOx) er sam­ heiti yfir köfnunarefnissamböndin NO2 (köfnunarefnisdíoxíð) og NO (köfnunarefnisoxíð). Köfnunarefnisoxíð getur hvarfast við ósón (O3) og breyst úr NO í NO2 samkvæmt formúlunni: NO + O3 → NO2 + O2. • Brennisteinsvetni (H2S): Litlaus gastegund með lykt sem flest­ ir Íslendingar þekkja sem „hveralykt“. Gasið er þyngra en and­ rúmsloft og safnast því saman við jörðu og í dældum/dölum. • Brennisteinsdíoxíð (SO2): Gastegund með ramma lykt. Efnið var eitt helsta loftmengunarefnið sem losnaði úr eldgosinu í Holuhrauni árin 2014 til 2015. • Óson (O3): Ljósblá gastegund sem lyktar líkt og klór. Við yf­ irborð Íslands er náttúrlegur styrkur O3 lágur samanborið við önnur Evrópuríki. Það er engin losun af mannavöldum á ósoni heldur er óson svokallað afleitt mengunarefni, það er það mynd­ ast í andrúmslofti þegar önnur mengunarefni eins og NOx og rokgjörn lífræn efnasambönd (volatile organic compounds, VOC) hvarfast saman. Hvarfið gengur hraðar við mikla sólgeislun og háan lofthita. Ósonmengun er því óveruleg hér á Íslandi en hún er vandamál í heitum sólríkum löndum. • Kolmónoxíð (CO): Lyktar­, bragð­ og litlaus gastegund sem er eitruð þar sem hún binst rauðum blóðkornum og hindrar upp­ töku súrefnis í blóði. Mynd 1. Jarðvegsfok í nágrenni Hagavatns. Ryk frá þessu svæði og fleiri uppblásturs- svæðum berst reglulega yfir þéttbýli víða um land. Ljósmynd: Ólafur Arnalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.