Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 44
460 LÆKNAblaðið 2019/105
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
„Nei, ég var ekki að útskrifast úr frönsku,
það var afi,“ segir sonarsonur og alnafni
Sigurðar Egils Þorvaldssonar skurðlæknis
þegar Læknablaðið hringir í hann í von um
að þar svari læknirinn sjálfur. „Bíddu, hér
er númerið hans afa.“
Sigurður Egill lét gamlan draum um
að efla frönskukunnáttu sína rætast þegar
hann skráði sig í frönskunám í Háskóla Ís
lands. Fyrir spjallið komum við okkur fyr
ir á yfirbyggðum svölunum á heimili hans
í vesturbæ Kópavogs. Þar hafa þau hjónin,
Jóna Þorleifsdóttir og Sigurður, komið sér
vel fyrir. Þau seldu einbýlið sitt og búa
nú í þriggja herbergja íbúð með útsýni
yfir Kópavoginn sjálfan og líknardeild
Landspítala. Hjá okkur Sigurði stendur
Ambroise Paré sjálfur í koparstyttuformi á
stólkolli en þessi faðir nútímaskurðlækn
inga í Frakklandi var viðfangsefni Sigurð
ar í lokaverkefninu.
Steyptur Paré á svölunum
„Styttan var gerð af manni sem hét David
d'Angers. Hann lærði í Róm hjá högg
myndasmið sem hét Canova og sérhæfði
sig í styttugerð úr marmara. Sá var sam
tímamaður Thorvaldsens,” segir Sigurður.
„Þegar ég sá þessa styttu á netinu, fyrst
þegar ég var að skoða umsagnir um Paré,
sá ég að það voru til kopareftirlíkingar af
styttunni sem er í Laval og var afhjúpuð
1840. Ég komst yfir þessa á eBay og hér er
hún,“ segir Sigurður sem valdi að skrifa
um þennan 16. aldar lækni sem varð sá
fyrsti sem hóf að binda fyrir æðar við
útlimamissi í stað þess að brenna fyrir og
hella olíu í sárið.
„Það vill oft verða þannig að því minna
sem maður veit um einhvern því meira
hefur verið um hann skrifað,“ segir Sig
urður um Paré en undir styttunni er enn
merkilegri safngripur, eða ljósrit af upp
runalegu eintaki af bók Ambroise Paré frá
16. öld. „Ég fékk hann á Amazon,“ segir
Sigurður sem sjálfur er nú eldri en franski
skurðlæknirinn varð.
„Paré fæddist 1510 og lést árið 1590.
Það er svolítið sérstakt að ná 80 ára aldri
á 16. öld,“ segir Sigurður sem er mikill
bókaunnandi. Eftir að þau hjónin tæmdu
einbýlishúsið og fluttu í íbúðina valdi
hann þær bækur úr safni sínu sem fylla
nú veggi skrifstofunnar hans. Aðrar fengu
óvæntan endi.
„Hinar setti ég allar í geymslu hjá
Geymslum og þær brunnu,“ segir Sigurð
ur og er sposkur á svip. „Mikið óskaplega
varð ég feginn. Ég vissi ekkert hvað ég átti
að gera við þær.“
Frönskuáhuginn hefur fylgt Sigurði
lengi eða allt frá því að hann var í Versl
unarskólanum. „Ég var á þeim tíma þegar
við vorum 6 ár í skólanum,“ segir hann.
„Það var á þeim tíma þegar Vilhjálmur
Þ. Gíslason skólastjóri var tiltölulega ný
fluttur af Grundarstígnum. Íbúð hans var
notuð fyrir nemendur,“ rifjar Sigurður
upp.
„Mig langaði strax að ná tökum á þessu
nýja máli sem við áttum að fá að læra.
Ég komst í samband við konu Viktors
Urbancic, Melittu, sem var austurrísk
að uppruna. Hún reyndist mér frábær
kennari. Á þremur vikum, áður en skólinn
byrjaði, var hún búin að koma mér inn
í franska málfræði og hugsun, hvernig
málið væri byggt upp,“ segir hann og náði
það góðum tökum á málinu að hann var
fenginn til að halda ræðu á frönsku við
skólaslit.
Frú Urbancic hafði svo samband og
hvatti hann til að fara á franskan bóndabæ
eftir Verslunarskólann og ná enn frekari
tökum á málinu. „Úr því varð að þegar
við fórum í stúdentaferðalag til Evrópu
að við vorum þrjú sem kvöddum hópinn
í Parísarborg. Ég fór á bóndabæ í Alsace
Lorraine. Kristrún Eymundsdóttir, sem
síðar varð menntaskólakennari í frönsku,
fór að passa börn í suðurhluta Frakklands
og Jón Ægir Ólafsson fór þar í skóla.“
Franskan alltaf áhugamálið
Franskan var
áhugamál og
læknisfræði
vinnan
Sigurður Egill Þorvaldsson lærði lýtalækningar og
starfaði við þær í Bandaríkjunum en sneri sér að
brjóstauppbyggingu þegar heim var komið. Hann
útskrifaðist í sumar með BA-gráðu í frönsku á 83.
aldursári sínu. „Ég er enn 82ja,“ áréttar Sigurður glettinn
og skrifaði um franskan föður nútímaskurðlækninga í
lokaverkefni sínu.