Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 40

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 40
456 LÆKNAblaðið 2019/105 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Ómeðvituð framkoma í garð kynjanna og munur er ekki eitthvað sem maður lagar og breytir yfir nótt. Mikilvægt er því að vera með augun opin og vera meðvituð. Við höldum gjarna að við séum komin lengra í jafnréttismálum en við erum í raun,“ segir Alma D. Möller landlæknir. Alma hefur spurt Læknafélag Íslands hvort búið sé að greina frekar gögnin úr skýrslu sem Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir vann fyrir félagið um líðan lækna og hvernig tekið hafi verið á málum eftir að niðurstöðurnar birtust. Þar kom meðal annars fram að fyrir rétt tæpu ári hafi 7% kvenlækna talið sig hafa orðið fyr­ ir kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegu áreiti. Þá töldu 47% kvennanna en 13% karla sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Niðurstaðan var kynnt á Læknadög­ um í Hörpu í upphafi árs og sagt var frá niðurstöðunum á ráðstefnu forsætis­ ráðherra, #MeToo ― Moving Forward, í Hörpu nú í september. Hún sýndi einnig að 67% lækna töldu sig undir of miklu álagi, að 65% töldu sig hafa fundið fyrir einkennum streitu síðustu 6 mánuði eða lengur og í þessum tilvikum mun fleiri konur en karlar. Hefur áhyggjur af ungu konunum „Ég myndi vilja sjá könnunina greinda betur,“ segir Alma. „Ég hef áhyggjur af ungum konum í heilbrigðisstéttum. Rannsóknir hafa sýnt að konur skila fleiri vinnustundum heima. Þá hefur maður áhyggjur af ungum kvenlæknum í þungri vinnu með þung heimili, hvernig þeim gangi að samræma vinnu og einkalíf. Það eru gerðar sífellt meiri kröfur í einkalífinu, ekki aðeins í vinnunni,“ segir hún. Spurð um þá niðurstöðu að af 35 launahæstu læknunum sem nefndir voru í Tekjublaði Frjálsrar verslunar væri ein kona, bendir hún á að niðurstöðurnar séu ekki áreiðanlegar, þar sem ekki sé hægt að meta forsendur útreikninganna og ekki ljóst hvernig raðist á listann, en hún telji eðlilegt að launamunur kven­ og karllækna verði skoðaður og að það verði gert innan hverrar stofnunar. „Eru þarna eðlilegar skýringar eins og meira vinnuframlag karla? Það gæti verið og er þá vert á að minna á að fjölmargar rannsóknir sýna að enn þann dag í dag skila konur fleiri vinnustundum innan heimilis. Ef fram kemur óútskýrður launa­ munur þarf svo sannarlega að taka á því,“ segir hún. Ólík staða á vinnumarkaði „Það er auðvitað ekki í verkahring land­ læknis að hafa skoðanir á launum en sem kona læt ég mig slíkt varða og get tjáð mig almennt, ekki síst eftir að hafa lagst yfir fræðin um kynjaðar skipulagsheildir í námi í opinberri stjórnsýslu í vetur sem leið. Það er nefnilega þannig að það er ennþá talsverður munur á stöðu kynjanna á vinnumarkaði þegar grannt er skoðað, þar liggja fjölmargar rannsóknir að baki,“ segir hún en Alma útskrifaðist í sumar með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu. „Í náminu opnuðust augu mín fyrir ýmsu sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir enda eru kynbundinn munur og staðalímyndir svo rótgrónar og ómeðvit­ aðar,“ segir hún, en binda megi vonir við að jafnlaunavottun bæti þar úr. „Minna má á í þessu sambandi að grunnlaun hjúkrunarfræðinga eru að mati Alma vill sjá markviss skref til jafnréttis í heilbrigðiskerfinu Landlæknir segir nám í opinberri stjórnsýslu hafa opnað augu sín fyrir ólíkri stöðu kynjanna. Skoða þurfi stöðu ungra kvenna í heilbrigðisstéttum í kjölfar #MeToo sagna og það álag sem læknar greini frá. Hún vill sjá markvissa greiningu á könnun um líðan lækna sem Læknafélagið lét vinna fyrir ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.