Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 30

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 30
446 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T æðasjúkdóma12,14 og svifryksmengun á sama tíma eykur þessi áhrif enn meira. Langvarandi útsetning á NO2 hefur verið tengd við hærri dánartíðni vegna heilablóðfalla.11,13 Kolmónoxíð (CO) Innöndun kolmónoxíðs veldur truflun á bindingu súrefnis við blóðrauða og þar með öndun frumna. Þetta getur minnkað súr­ efnisflutning til hjartans og verið skaðlegt fyrir sjúklinga með kransæðasjúkdóma. Ekki hafa fundist tengsl við gáttatif.31 Óson Óson er litarlaus lofttegund sem hefur áhrif á öndunarfæri. Út­ setning fyrir óson hefur verið tengd við astma, berkjubólgu, hjarta­ og æðasjúkdóma og einnig ótímabær dauðsföll.25,32 Uppsprettur loftmengunar Í töflu I má sjá uppruna helstu mengunarvalda andrúmslofts á Íslandi. Sum þessara efna eru í lágum styrk í andrúmsloftinu, eða koma frá náttúrulegum uppsprettum, en önnur efni eiga rætur sín­ ar að rekja til mannlegra athafna. Helsta uppspretta loftmengunar í þéttbýli eru samgöngur. Við bruna jarðefnaeldsneytis, til dæmis bensíns og dísilolíu, myndast fjöldi loftmengunarefna á borð við NO, CO og SO2. Einnig myndast örfínt svifryk (PM2,5 og minna) auk grófari agna (PM10 og stærra). Fínustu agnirnar eru sótagnir. Við slit eða núning gatna myndast fremur grófar agnir sem safn­ ast mikið saman á götur og við vegbrúnir. Aðrar uppsprettur eru náttúrulegar, svo sem eldgos, jarðvegsrof og uppgufun frá hvera­ svæðum. Eldgos hafa verið ein helsta uppspretta svifryks og SO2 síðustu ár en helsta efnið sem losnar á hverasvæðum og frá jarð­ varmavirkjunum er H2S. Að auki getur styrkur loftmengandi efna hér á landi hækkað tímabundið vegna loftmengunarefna sem ber­ ast langar leiðir, svo sem frá Evrópu eða Bandaríkjunum. Náttúrulegar uppsprettur Jarðvegsfok Á Íslandi eru stærstu eyðimerkursvæði í Evrópu og jarðvegsfok frá þeim svæðum er ein af uppsprettum loftmengunar á Íslandi. Alls eru rúmlega 20% landsins skilgreind sem eyðimerkursvæði. Stóran hluta sandfoks má þó rekja til afmarkaðra svæða, svokall­ aðra strókasvæða. Virkustu strókasvæðin eru Dyngjusandur, um­ hverfi Hagavatns (sjá mynd 1), Landeyjasandur og Skeiðarársand­ ur.33 Fólk sem býr nálægt þessum svæðum er meira útsett fyrir svifryksmengun af völdum jarðvegsfoks en fólk sem býr á höf­ uðborgarsvæðinu. Jarðvegsfok frá þessum svæðum getur þó við ákveðnar veðuraðstæður borist langar leiðir. Það gerist til dæmis reglulega að sandfok frá Landeyjasandi berist yfir höfuðborgar­ svæðið. Dæmi um það má sjá á mynd 2. Eldgos Eldgos valda loftmengun með gjóskufalli og útstreymi kvikugasa.3 Gjóska er samheiti á lausum gosefnum sem berast frá gosopi í lofti. Eitt þeirra er aska sem er efni smærra en 2 mm. Bráð áhrif ösku á heilsufar manna eru vel þekkt. Gosaska getur valdið einkenn­ um frá efri öndunarfærum eins og nefrennsli og ertingu í nefi. Þá koma einnig fram særindi í hálsi og hósti. Þeir sem eru með Mynd 5. Kort af suðvesturhorni Íslands sem sýnir nánar staðsetningu loftgæða- mælistöðva í mars 2019. Mynd 4. Íslandskort með staðsetningu loftgæðamælistöðva. Kortin bæði má sjá á slóðinni loftgaedi.is og nýjustu mælingar uppfærast á klukkutíma fresti. Tafla I. Uppruni helstu loftmengunarefna sem mæld eru á Íslandi ásamt veðurfarsaðstæðum sem ýta undir hærri styrk efnanna. Loftmengunarefni Uppruni Brennisteinsdíoxíð SO2 Iðnaður, útblástur bíla og skipa og eldgos Brennisteinsvetni H2S Jarðvarmavirkjanir, náttúruleg útgufun á hverasvæðum Köfnunarefnisoxíð NOx Útblástur bíla, skipa og annarra véla Kolmónoxíð CO Útblástur bíla og stóriðja Óson O3 Náttúrlegur styrkur við yfirborð jarðar og O3 sem hefur borist langar leiðir frá öðrum löndum Svifryk Slit gatna, útblástur bíla, byggingarframkvæmdir, flugeldar, brennur, gróðureldar, selta, uppblástur/ sandfok og eldgos (öskufall/öskufok) Lykt Fjölbreyttar uppsprettur, til dæmis iðnaður, jarðhiti og jarðvarmavirkjanir, fiskþurrkun, húsdýraáburður á tún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.