Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2019/105 443
Y F I R L I T
Inngangur
Mengun er skilgreind í íslenskum lögum um hollustuhætti og
mengunarvarnir frá 1998 sem „það þegar örverur, efni og efna
sambönd og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðleg
um áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun
lofts, láðs eða lagar“.1 Loftmengun verður þar sem styrkur efna
eða efnasambanda í andrúmslofti er orðinn það hár að hann veld
ur óæskilegum eða skaðlegum áhrifum á heilsu almennings eða
óæskilegum áhrifum á náttúru, lífríki eða mannvirki. Hún get
ur verið af völdum manna eða náttúruleg eins og í eldgosum, á
jarðhitasvæðum og í foki jarðvegsefna.2 Áhrifum loftmengunar á
heilsu manna má skipta í bein áhrif þar sem loftmengunin veld
ur sjúkdómum og óbein áhrif þar sem loftmengunin eykur ein
kenni undirliggjandi sjúkdóma. Loftmengun er hættuleg heilsu
manna, einkum þeirra sem þjást af sjúkdómum í öndunarfærum
og hjarta og æðakerfi. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslík
um manna. Börn eru sérstaklega viðkvæm, því loftmengun getur
valdið öndunarfærasjúkdómum hjá þeim og haft varanleg áhrif á
lungnaþroska barna. Það getur skipt máli síðar á ævinni.
Heilsuverndarmörk eru skilgreind fyrir ákveðin loftmengun
arefni í andrúmslofti og eru hugsuð fyrir almenning, bæði börn
og fullorðna, sjúka sem heilbrigða. Þeim er ætlað að vera viðmiðun
fyrir hvað telst skaðlaust fyrir einstaklinginn og eru sett til að
tryggja heilsu manna til lengri tíma.
Loftgæði eru talin mikil á Íslandi og er styrkur mengunarefna
í andrúmslofti að jafnaði innan skilgreindra viðmiða ef frá er talið
svifryk. Þetta skýrist af stærð landsins, legu þess, fáum íbúum og
veðurfari. Náttúruhamfarir geta aftur á móti ógnað loftgæðum
landsins. Eldgos eru hér tíð og reynslan hefur sýnt að loftmeng
un af völdum þeirra getur verið mikil og haft áhrif á heilsufar
manna.3 Loftgæði bötnuðu til muna í þéttbýli á Íslandi þegar hætt
Loftmengun á Íslandi og áhrif
hennar á heilsu manna
Yfirlitsgrein
Gunnar Guðmundsson1,2 læknir
Ragnhildur Guðrún
Finnbjörnsdóttir3,4 lýðheilsufræðingur
Þorsteinn Jóhannsson3 umhverfisfræðingur
Vilhjálmur Rafnsson4 prófessor emeritus
1Lungnadeild Landspítala, 2rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild
Háskóla Íslands, 3Umhverfisstofnun, teymi loftslags og loftgæða, 4lýðheilsustöð
læknadeildar Háskóla Íslands
Fyrirspurnum svarar Gunnar Guðmundsson, ggudmund@landspitali.is
Á G R I P
Í þessari grein er fjallað um loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á
heilsu manna. Loftmengun má lýsa sem ástandi þar sem styrkur
efna eða efnasambanda í andrúmslofti er orðinn það hár að hann
veldur óæskilegum eða skaðlegum áhrifum á heilsu almennings eða
óæskilegum áhrifum á náttúru eða mannvirki. Loftmengun getur
verið af manna völdum, svo sem vegna bruna jarðefnaeldsneytis, eða
náttúruleg, til dæmis vegna eldgosa, frá jarðhitasvæðum og í foki
jarðvegsefna. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum manna.
Áhrifum loftmengunar á heilsu manna má skipta annars vegar í bein
heilsufarsleg áhrif þar sem loftmengunin veldur sjúkdómum og hins
vegar óbein áhrif þar sem loftmengunin eykur einkenni undirliggjandi
sjúkdóma. Heilsuverndarmörk eru skilgreind fyrir ákveðin loftmeng-
unarefni í andrúmslofti. Þeim er ætlað að vera viðmið fyrir hvað telst
skaðlaust fyrir einstaklinginn og eru sett til að tryggja heilsu manna til
lengri tíma.
Loftgæði utandyra hafa verið mæld reglubundið í Reykjavík síðan
1986. Fyrstu árin var eingöngu mælt svifryk á einni mælistöð sem þá
var staðsett við Miklatorg. Með árunum hefur fjölgað þeim efnum sem
mæld eru og bæst hafa við fleiri mælistöðvar.
Loftgæði eru almennt talin mikil á Íslandi og er styrkur mengunar-
efna í andrúmslofti að jafnaði innan skilgreindra viðmiða. Þetta skýrist
af margvíslegum þáttum eins og stærð landsins, legu þess og veður-
fari. Náttúruhamfarir geta valdið loftmengun eins og sýndi sig í eldgos-
um síðustu ára. Rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum loftmengunar
við heilsufar Íslendinga og æskilegt er að fleiri rannsóknir verði fram-
kvæmdar til að bæta þekkinguna á loftmengun á Íslandi enn frekar.
var að nota kol og olíu til húshitunar og götur voru malbikaðar.
Almennt eru bein tengsl milli fjölda bíla og loftmengunar. Hins
vegar hafa ýmsir umhverfisþættir, samsetning bílaflotans og mót
vægisaðgerðir mikið að segja. Verulega hefur dregið úr loftmeng
un við Grensásveg þrátt fyrir stóraukna umferð frá því að mæl
ingar hófust þar árið 1994. Meginorsök minni svifryksmengunar
er talin vera breytt veðurlag, einkum aukin úrkoma, en einnig dró
úr mengun vegna NO2 og CO með tilkomu hvarfakúta í bílum.4
Sterkara malbik á helstu stofnbrautum og aukin gatnaþrif hafa
einnig stuðlað að því að draga úr svifryksmengun. Einnig koma
auknar kröfur um mengunarvarnir og nýja tækni, sem draga úr
þessu álagi. Þá hefur vinnuumhverfi og meðhöndlun hættulegra
efna sem geta borist í andrúmsloft gjörbreyst með hertri vinnu
verndarlöggjöf og ákvæðum í umhverfislöggjöf. Almenningur
er betur að sér en áður um mikilvægi heilnæms andrúmslofts og
stjórnvöldum er ljós nauðsyn þess að hafa eftirlit með mengandi
starfsemi, vakta loftgæði og tryggja þau með viðeigandi aðgerðum
og að upplýsa almenning um þessi málefni.4
Loftgæði utandyra hafa verið mæld í Reykjavík síðan 1986.
Fyrstu árin var eingöngu mælt svifryk á einni mælistöð sem þá