Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 33

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2019/105 449 Y F I R L I T mörk fyrir helstu loftmengunarefni sem eru mæld á Íslandi sam­ kvæmt framangreindum reglugerðum. Þróun loftgæða á Íslandi Þó mælingar á loftmengun hafi ekki hafist á Íslandi fyrr en 1968 má ráða af ýmsum heimildum að landsmenn hafi lengi búið við loft­ mengun sem hafi haft neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Gegnum ald­ irnar hefur það fyrst og fremst verið slæmt inniloft sem hafði áhrif og þá sérstaklega eldamennska yfir opnum eldi á hlóðum. Með aukinni þéttbýlismyndum fór loftmengunar að gæta utan dyra og framan af 20. öldinni voru flest hús í Reykjavík hituð upp með kol­ um. Sjá má á ljósmyndum frá þeim tíma að á góðviðrisdögum að vetri til lá iðulega svartur kolareykur yfir borginni (mynd 6). Upp úr 1970 var hitaveitan búin að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi við húshitun. Frá upphafi bílaaldar á Íslandi hefur loftmengun fylgt bílum. Fjöldi bíla er ráðandi þáttur um magn mengunar en aðr­ ir þættir hafa líka áhrif. Langt fram eftir 20. öldinni var staðan þannig í Reykjavík að malbikaðar götur voru að mestu bundnar við miðbæinn en götur úthverfa á hverjum tíma voru malargötur, oft áratugum saman. Það var ekki fyrr en á 6. og 7. áratugnum sem götur voru almennt malbikaðar. Áður en götur voru almennt mal­ bikaðar hefur nokkuð örugglega verið mjög mikið göturyk í lofti en hins vegar eru engar mælingar til frá þessum tíma. Reglur um mengunarvarnarbúnað í bílum og reglur um efna­ innihald eldsneytis hafa líka haft mikil áhrif til að draga úr loft­ mengun og áhrifum hennar á fólk. Fyrstu hvarfakútar komu í bíla um miðjan 8. áratug síðustu aldar og síðan hefur þróun þeirra haldið áfram í takt við strangari reglugerðir. Nýir bílar losa marg­ falt minna af mengunarefnum eins og kolmónoxíði og nituroxíði en eldri bílar. Þessi þróun hefur skilað sér í betri loftgæðum. Þannig er til dæmis mun minni kolmónoxíðmengun í Reykjavík í dag en var fyrir 25 árum, þrátt fyrir mikla fjölgun bíla. Reglur um efnainnihald eldsneytis hafa líka mikil áhrif á loftmengun. Áður fyrr var blýi bætt út í bensín til að fá fram ákveðna eiginleika þess. Notkun bensíns með íbættu blýi var bönnuð á Íslandi fyrir um 30 árum og áhrifin af því banni voru mjög greinileg. Styrkur blýs í andrúmslofti minnkaði mikið en hæstu mánaðarmeðaltöl 1991 voru um 1/10 af því sem þau voru árið 1987. Þetta skilaði sér beint í minni styrk blýs í blóði fólks í Reykjavík. Gerðar voru mæl­ ingar á blýinnihaldi í blóði fólks Reykjavík árin 1975­1976 og svo aftur á árunum 1991­1992. Niðurstaðan var að blý í blóði fólks í seinni rannsókninni var á bilinu 1/5 til 1/3 af því sem það var í fyrri rannsókninni en minnkunin var mismikil eftir því við hvað fólk starfaði.38 Nú er staðan þannig að ef loftmengun fer yfir heilsuverndar­ mörk í þéttbýli á Íslandi er það oftast vegna svifryksmengunar frá vegyfirborði.39 Sem dæmi má nefna að árið 2018 fór svifryksmeng­ un á mælistöðinni við Grensásveg 18 sinnum yfir heilsuverndar­ mörk, þar af voru 17 skipti vegna mengunar frá umferð þar sem ryk frá vegyfirborði er stærsti hlutinn.40 Það gerist oftast seinni hluta vetrar og að vori til og er orsökin að stórum hluta slit á mal­ biki vegna mikillar notkunar nagladekkja. En þrátt fyrir þessa háu svifrykstoppa eru loftgæði á Íslandi þau bestu í Evrópu. Ár­ lega tekur Umhverfisstofnun Evrópu saman skýrslu um loftgæði í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Mörg undanfarin ár hefur Ísland verið í besta sæti og hér eru færri ótímabær dauðsföll af völdum loftmengunar heldur en í nokkru öðru landi í Evrópu. Í nýjustu skýrslunni sem kom út árið 2018 eru töpuð æviár á hverja 100.000 íbúa borin saman milli landa. Á Íslandi voru 204 töpuð æviár á hverja 100.000 íbúa, Noregur kom næst á eftir með 250 töpuð æviár en Búlgaría rak lestina með 1972 töpuð æviár á hverja 100.000 íbúa.5 Á mynd 7 má sjá ársmeðaltalsstyrk H2S, NO2, PM10 og SO2 á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, frá 5 mælistöðvum. Heilsu­ verndarmörk fyrir PM10 (tafla II) er 50 μg/m3 frá árinu 2016 en fram að því voru mörkin 20 μg/m3. Styrkur efnisins fór hvergi yfir heilsu­ verndarmörkin fyrir árið 2016 en fram að því gerðist það bæði í Reykjavík og á Akureyri að styrkurinn fór yfir 20 μg/m3. Hæstu svifryksgildi eru almennt að mælast á Akureyri en það er einkum vegna þess að á því svæði er sandur mikið notaður til hálkuvarn­ ar og hátt hlutfall bíla keyrir um á nagladekkjum. En einnig má nefna að veðuraðstæður á borð við tíðar vindstillur og staðsetning bæjarins inni í þröngum firði ýta undir hærri styrk loftmengunar­ efna vegna lítillar blöndunar andrúmsloftsins. Svifryk er almennt lægra í úthverfum á borð við Dalsmára í Kópavogi og Hafnarfirði en þar hefur bílaumferð ekki eins mikil áhrif. Styrkur NO2 og SO2 er almennt lágur og undir heilsuverndarmörkum (tafla II) en árið 2014 var mikil losun SO2 frá eldgosinu í Holuhrauni sem leiddi til þess að það varð gríðarleg hækkun í ársmeðaltali efnisins. Heilsu­ verndarmörk fyrir árlegan styrk H2S er 5 μg/m3 (tafla II) og hefur styrkur efnisins verið undir þeim mörkum á þessum svæðum frá því að mælingar hófust. Íslenskar rannsóknir á áhrifum loftmengunar á heilsu Rannsóknir á loftmengun og heilsufari Reykvíkinga Tvær íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandinu milli loftmengunar og notkunar lyfja. Fyrri rannsóknin er frá árinu 2012 og fann samband milli loftmengunar í Reykjavík og úttekta lyfja við astma.41 Þegar þriggja daga meðaltal svifryks og H2S jókst í Reykjavík jukust astmalyfjaúttektir um 1% og 2% 3­5 dögum eftir að aukningin í loftmengun átti sér stað. Í seinni rannsókninni kom fram að úttektir lyfja við hjartaöng jukust í kjölfar hækkunar á NO2 og O3 í Reykjavík en sjá mátti 14% og 9% hækkun í hjartalyfjaút­ tektum sama dag og loftmengun jókst.42 Daginn eftir var hækk­ unin í hjartalyfjaúttektum 10% og 9% í kjölfar hækkunar á NO2 og O3. Að auki hefur sambandið milli H2S í Reykjavík og heilsufars verið rannsakað í tveimur öðrum rannsóknum frá árunum 2014 og 2016 en á höfuðborgarsvæðinu má rekja H2S til jarðvarmavirkjana í nágrenni borgarinnar.43,44 Fyrri rannsóknin leiddi í ljós samband milli H2S mengunar í Reykjavík og dauðsfalla meðal íbúa höfuð­ borgarsvæðisins. Þegar 24 klukkustunda styrkur H2S jókst á höf­ uðborgarsvæðinu mátti greina aukningu í dauðsföllum einum og tveimur dögum seinna upp að rúmum 5% yfir sumarmánuðina (maí til október). Einnig mátti sjá að sambandið var sterkara meðal karlmanna og eldri einstaklinga (80 ára og eldri). Ekki fannst sam­ band milli annarrar umferðartengdrar loftmengunar og dauðs­ falla í þessari rannsókn.44 Seinni rannsóknin sýndi fram á samband milli H2S í Reykja­ vík og koma og innlagna á Landspítala vegna hjarta­ og æða­ sjúkdóma. Rannsóknin sýndi að þegar 24 klukkustunda styrkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.