Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 54
470 LÆKNAblaðið 2019/105
L I P R I R P E N N A R
Læknablaðið hefur beðið nokkra lipra penna
í læknastétt að senda blaðinu hugleiðingar sínar
í dagsins önn.
Það sem ég vissi ekki þá
Ég var læknanemi á barnadeild Landspít
alans, líklega 1966. Þar var lögð inn lítil
stúlka, minnir hún hafi verið 45 ára göm
ul. Hún kastaði sér í gólfið og spyrnti með
taktföstum hætti og stundi, reyndist ekki
flogaveik en niðurstaðan var að hún væri
að fróa sér, litla stúlkan. Þótti sérstakt
og óvenjulegt, rætt á fundi deildarinnar.
Enginn spurði eða velti fyrir sér hvort hún
hefði verið misnotuð, einhver hefði leitt
hana til að fróa sér. Ekki hvarflaði það að
mér.
Í maí 1970 vorum við Helgi komin til
London í sérnám. Ég tók afleysingu á
fæðingar og kvensjúkdómadeild Charing
Cross spítala. Þangað kom kona sem hafði
fætt nokkrum dögum áður, mjög áhyggju
full og óvenju óróleg yfir ungbarninu sem
grét og vildi ekki drekka nógu vel. Ræddi
við hana og vísaði ljósmóður til hennar
að leiðbeina. Þegar ég gaf unglækninum
sem ég hafði leyst af skýrslu var hann
hneykslaður á mér að hafa ekki aðhafst
meira varðandi móðurina: ,, Gerirðu þér
ekki grein fyrir því að hún gæti barið
barnið.” Barið barnið? Ekki hafði hvarflað
að mér að nokkrum dytti í hug að berja
ungbarn, sitt nýfædda barn? Enginn hafði
orðað neitt slíkt í læknanáminu fremur
en misnotkun barna og ég blessunarlega
laus við ofbeldi mín uppvaxtarár og aldrei
hvarflað að mér að nokkur berði lítil börn
eða misnotaði kynferðislega. En unglækn
irinn hafði greinilega annaðhvort lesið um
eða verið á ráðstefnu nýlega þar sem þetta
var rætt, ofbeldi gegn börnum, jafnvel
ungbörnum, heyrt að ungbörn sem grétu
mikið gætu átt á hættu að vera barin af
vanmáttugum foreldrum sem gátu ekki
huggað eða stöðvað grátinn. Þetta var
snemma árs 1970, þá voru þessi mál að
komast til umræðu.
Aldarandinn og breytt viðbrögð
Fyrir 1970 var ekki talað mikið um kyn
ferðislega misnotkun eða ofbeldi gegn
börnum eða öðrum. Það var hjúpað
þögninni. Löngu seinna komu frásagn
ir af reynslu fólks og líðan, um erfiða
lífsreynslu af ofbeldi og hvernig fólki á
öllum aldri líður með kynhlutverk sitt
og hvað það kýs er nú að finna í rann
sóknarskýrslum og greinum og á sam
félagsmiðlum. Skemmst er að minnast
#MeToo, Druslugöngu, Brjóstabyltingar og
fleiri aðgerða. Samtökin 78 voru stofnuð
1978. Kvennaathvarfið og Stígamót 1982.
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar 1993,
Barnahús 1998 og síðar komu Blátt áfram,
Drekaslóð, Bjarkarhlíð og Aflið á Akureyri
og Sólstafir á Ísafirði. Einnig frumkvæði
og aðgerðir lögreglu gegn heimilisofbeldi
og átak Reykjavíkurborgar Saman gegn
ofbeldi. Öll sinna þau fólki af báðum kynj
um. Pottlokinu hefur verið lyft.
Helsta ógn sem steðjar
að börnum á Íslandi er ofbeldi
Þetta kemur skýrt fram í nýrri tölfræði um
ofbeldi gegn börnum sem unnin var fyrir
UNICEF á Íslandi af Rannsókn og grein
ingu og Stígamótum. Tölfræðin dregur
upp mynd af þróun ofbeldis gegn börnum
hér á landi og afleiðingum þess síðast
liðinn áratug. Tæplega eitt af hverjum 5
börnum hefur orðið fyrir ofbeldi fyrir 18
ára aldur en alls eru 80.383 börn búsett á
Íslandi og miðað við þann fjölda eru það
rúmlega 13.000 börn. Í tölunum eru einnig
börn sem verða vitni að heimilisofbeldi
því rannsóknir sýni að afleiðingar þess að
verða vitni að ofbeldi á heimilinu séu al
veg jafn slæmar og að verða beint fyrir of
beldinu. 16,4% barna verða fyrir líkamlegu
og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára
afmælisdaginn sinn, sum hver daglega.
Hér er ekki meðtalin vanræksla, and
legt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en
þá væri þessi tala mun hærri.
Kynferðisofbeldi gegn drengjum hefur
tvöfaldast á síðustu 6 árum, 9% stúlkna
í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðislegu
ofbeldi af hálfu jafnaldra og 6% drengja
verða fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili
sínu. Um 70% skjólstæðinga Stígamóta
urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi í barn
æsku en leita sér fyrst hjálpar þegar þeir
verða fullorðnir.
Hvernig getum við, heilbrigðisstéttirnar,
tekið á þessari skuggahlið mannlegs lífs?
Hvað er nú kennt í læknadeild og hjúkr-
unarfræðum um allt þetta sem áður lá í
þagnargildi og mátti ekki nefna en er nú
meira en brýnt að mæta með skilningi,
þekkingu og lausnum sem duga? Hvernig
svörum við, hvert og eitt okkar, þessum
mikla vanda? Þekkjum við einkennin,
kunnum við að spyrja og kunnum við
bestu viðbrögðin? Hvaða lausnir bjóðum
við? Hvernig er best að beita forvörnum?
Guðrún Agnarsdóttir
gudrunagnarsdottir@gmail.comVituð þér enn eða hvat?
Guðrún er læknir, – sérfræðingur
í veirufræði. Hún var yfirlæknir
Neyðarmóttökunnar í Fossvogi
1993-2004 og stýrði Krabba-
meinsfélaginu árin 1992-2010.
Guðrún var þingmaður Samtaka
um kvennalista 1983-91.