Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 21

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2019/105 437 R A N N S Ó K N 0 til 6. Núll merkir að einstaklingurinn hefur dregið sig í hlé frá félagslegum samskiptum en hæsta gildið 6 gefur til kynna mikið frumkvæði og þátttöku í félagslegum athöfnum. Gildin 0­2 hafa verið tengd lítilli félagslegri virkni.16 Úrtak Gögnin fengust úr miðlægum gagnagrunni á vegum Embættis landlæknis yfir allar RAI­matsgerðir á íslenskum hjúkrunarheim­ ilum frá 1. janúar 2003 til og með 31. desember 2014 (N=8487). Ákveðið var að nota sambærilegan fjölda ára fyrir og eftir reglu­ gerðarbreytinguna 21. desember 2007 til samanburðar. Ekki voru notuð eldri gögn en frá árinu 2003 vegna þess að það ár jókst gerð RAI­mats á hjúkrunarheimilum vegna tengingar þess við greiðslur.3,11 Í þennan gagnabanka er dánardagur látinna íbúa einnig skráður, samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Til þess að íbúi uppfyllti skilyrði úrtaks varð fyrsta RAI­mat hans að vera gert innan 6 mánaða frá flutningi inn á hjúkrunarheimili á ofan­ nefndu tímabili (n=5229). Við lifunargreiningar var úrtakstímabil­ ið takmarkað annars vegar við innflutning fyrir árslok 2012 (fyrir tveggja ára lifun), n=4173 og hins vegar árslok 2013 (eins árs lifun), n=4727. Persónuvernd, vísindasiðanefnd og Embætti landlæknis veittu leyfi fyrir rannsókninni. Tölfræðileg úrvinnsla Notað var óparað Students t­próf og Mann­Whitney­U­próf til að reikna mun á milli hópa fyrir breytur á hlutfalls­ og raðkvarða, ásamt kí­kvaðratprófi fyrir tvíkosta breytur. Munur á lifun milli tímabilanna fyrir og eftir 1. janúar 2008 var fundinn með Kaplan­ Meier­greiningu ásamt Cox F­prófi. Forspárgildi mismunandi áhættuþátta var reiknað með fjölþátta áhættureiknilíkani (Cox Proportional Hazards Model), ásamt fjórum stýribreytum (aldri, kyni, líkamsþyngdarstuðli (LÞS) og hvaðan fólk kom), fyrst fyrir eina viðbótarbreytu í einu og síðan var gerð heildargreining allra þáttanna, innan hvors hóps fyrir sig, fyrir bæði eins árs og tveggja ára lifun. Marktektarmörk miðuðust við p<0,05. Gögnin voru greind með tölfræðiforritinu Statistica 12. Niðurstöður Á árunum 2003­2014 voru alls 5242 íbúar skráðir með komudag og fyrsta RAI­mat innan 6 mánaða frá komu, en 13 voru útilok­ aðir vegna skráningarvillu (dánardagur fyrir komudag). Samtals voru því 5229 matsgerðir greindar í þessari rannsókn, 1832 fyrir tímabilið 2003­2007 og 3397 fyrir tímabilið 2008­2014. Meðalald­ ur íbúa í úrtakinu var hærri á síðara tímabilinu og einnig voru sjúkdómsgreiningarnar Alzheimer­sjúkdómur, blóðþurrðarsjúk­ dómur í hjarta, hjartabilun, sykursýki og langvinn lungnateppa tíðari þá en á fyrra tímabilinu, á meðan sjúkdómsgreiningarnar „önnur elliglöp“ (ekki Alzheimer­sjúkdómur), kvíði, þunglyndi, astmi og helftarlömun voru jafntíðar á báðum tímabilunum, sjá töflu I. Hlutfall þeirra sem komu frá eigin heimili (með eða án heimaþjónustu) lækkaði úr 47,2% á fyrra tímabilinu, í 39,2% á hinu síðara (p<0,0001). Munur reyndist á útkomu allra heilsu­ og færnikvarða milli tímabilanna, sjá töflu II. Heilsufar íbúa mældist óstöðugra á tímabilinu 2008­2014 (lífskvarði), þunglyndi var meira (þung­ lyndiskvarði), vitræn geta var verri (vitrænn kvarði) og færni var verri (langur ADL­kvarði). Hins vegar voru verkir minni (verkja­ kvarði) og íbúarnir höfðu meira frumkvæði og gátu frekar tekið þátt í félagslegum athöfnum (virknikvarði). Eins árs lifun nýinnfluttra á árunum 2003­2007 (n=1832) var borin saman við tímabilið 2008­2013 (n=2895), sjá mynd 1. Alls voru 73,4% íbúa á lífi eftir eitt ár á fyrra tímabilinu, en 66,5% á hinu síðara (p<0,0001). Tveggja ára lifun fyrra tímabilsins var á sama hátt borin saman við tímabilið 2008­2012 (n=2341), sjá mynd 2. Alls voru 56,9% íbúa á lífi eftir tvö ár í fyrri hópnum, en 49,1% í hinum síðari (p<0,0001). Mynd 1. Hlutfallsleg lifun (Kaplan-Meier) fyrsta árið eftir komu á hjúkrunarheimili. Blátt: Hópur 2003-2007 (n=1,832), 73,4% lifun. Rautt: Hópur 2008-2013 (n=2895), 66,5% lifun (p<0,0001). Mynd 2. Hlutfallsleg lifun (Kaplan-Meier) fyrstu tvö árin eftir komu á hjúkrunarheim- ili. Blátt: Hópur 2003-2007 (n=1.832), 56,9% lifun. Rautt: Hópur 2008-2012 (n=2341), 49,1% lifun (p<0,0001). 1,0 0,9 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1 0,0 0 50 100 150 200 250 300 350 400 Dagar 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Dagar H lu tfa lls le g lif un H lu tfa lls le g lif un 1,0 0,9 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1 0,0 2003-2007 2008-2012 2003-2007 2008-2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.