Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Síða 21

Læknablaðið - okt. 2019, Síða 21
LÆKNAblaðið 2019/105 437 R A N N S Ó K N 0 til 6. Núll merkir að einstaklingurinn hefur dregið sig í hlé frá félagslegum samskiptum en hæsta gildið 6 gefur til kynna mikið frumkvæði og þátttöku í félagslegum athöfnum. Gildin 0­2 hafa verið tengd lítilli félagslegri virkni.16 Úrtak Gögnin fengust úr miðlægum gagnagrunni á vegum Embættis landlæknis yfir allar RAI­matsgerðir á íslenskum hjúkrunarheim­ ilum frá 1. janúar 2003 til og með 31. desember 2014 (N=8487). Ákveðið var að nota sambærilegan fjölda ára fyrir og eftir reglu­ gerðarbreytinguna 21. desember 2007 til samanburðar. Ekki voru notuð eldri gögn en frá árinu 2003 vegna þess að það ár jókst gerð RAI­mats á hjúkrunarheimilum vegna tengingar þess við greiðslur.3,11 Í þennan gagnabanka er dánardagur látinna íbúa einnig skráður, samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Til þess að íbúi uppfyllti skilyrði úrtaks varð fyrsta RAI­mat hans að vera gert innan 6 mánaða frá flutningi inn á hjúkrunarheimili á ofan­ nefndu tímabili (n=5229). Við lifunargreiningar var úrtakstímabil­ ið takmarkað annars vegar við innflutning fyrir árslok 2012 (fyrir tveggja ára lifun), n=4173 og hins vegar árslok 2013 (eins árs lifun), n=4727. Persónuvernd, vísindasiðanefnd og Embætti landlæknis veittu leyfi fyrir rannsókninni. Tölfræðileg úrvinnsla Notað var óparað Students t­próf og Mann­Whitney­U­próf til að reikna mun á milli hópa fyrir breytur á hlutfalls­ og raðkvarða, ásamt kí­kvaðratprófi fyrir tvíkosta breytur. Munur á lifun milli tímabilanna fyrir og eftir 1. janúar 2008 var fundinn með Kaplan­ Meier­greiningu ásamt Cox F­prófi. Forspárgildi mismunandi áhættuþátta var reiknað með fjölþátta áhættureiknilíkani (Cox Proportional Hazards Model), ásamt fjórum stýribreytum (aldri, kyni, líkamsþyngdarstuðli (LÞS) og hvaðan fólk kom), fyrst fyrir eina viðbótarbreytu í einu og síðan var gerð heildargreining allra þáttanna, innan hvors hóps fyrir sig, fyrir bæði eins árs og tveggja ára lifun. Marktektarmörk miðuðust við p<0,05. Gögnin voru greind með tölfræðiforritinu Statistica 12. Niðurstöður Á árunum 2003­2014 voru alls 5242 íbúar skráðir með komudag og fyrsta RAI­mat innan 6 mánaða frá komu, en 13 voru útilok­ aðir vegna skráningarvillu (dánardagur fyrir komudag). Samtals voru því 5229 matsgerðir greindar í þessari rannsókn, 1832 fyrir tímabilið 2003­2007 og 3397 fyrir tímabilið 2008­2014. Meðalald­ ur íbúa í úrtakinu var hærri á síðara tímabilinu og einnig voru sjúkdómsgreiningarnar Alzheimer­sjúkdómur, blóðþurrðarsjúk­ dómur í hjarta, hjartabilun, sykursýki og langvinn lungnateppa tíðari þá en á fyrra tímabilinu, á meðan sjúkdómsgreiningarnar „önnur elliglöp“ (ekki Alzheimer­sjúkdómur), kvíði, þunglyndi, astmi og helftarlömun voru jafntíðar á báðum tímabilunum, sjá töflu I. Hlutfall þeirra sem komu frá eigin heimili (með eða án heimaþjónustu) lækkaði úr 47,2% á fyrra tímabilinu, í 39,2% á hinu síðara (p<0,0001). Munur reyndist á útkomu allra heilsu­ og færnikvarða milli tímabilanna, sjá töflu II. Heilsufar íbúa mældist óstöðugra á tímabilinu 2008­2014 (lífskvarði), þunglyndi var meira (þung­ lyndiskvarði), vitræn geta var verri (vitrænn kvarði) og færni var verri (langur ADL­kvarði). Hins vegar voru verkir minni (verkja­ kvarði) og íbúarnir höfðu meira frumkvæði og gátu frekar tekið þátt í félagslegum athöfnum (virknikvarði). Eins árs lifun nýinnfluttra á árunum 2003­2007 (n=1832) var borin saman við tímabilið 2008­2013 (n=2895), sjá mynd 1. Alls voru 73,4% íbúa á lífi eftir eitt ár á fyrra tímabilinu, en 66,5% á hinu síðara (p<0,0001). Tveggja ára lifun fyrra tímabilsins var á sama hátt borin saman við tímabilið 2008­2012 (n=2341), sjá mynd 2. Alls voru 56,9% íbúa á lífi eftir tvö ár í fyrri hópnum, en 49,1% í hinum síðari (p<0,0001). Mynd 1. Hlutfallsleg lifun (Kaplan-Meier) fyrsta árið eftir komu á hjúkrunarheimili. Blátt: Hópur 2003-2007 (n=1,832), 73,4% lifun. Rautt: Hópur 2008-2013 (n=2895), 66,5% lifun (p<0,0001). Mynd 2. Hlutfallsleg lifun (Kaplan-Meier) fyrstu tvö árin eftir komu á hjúkrunarheim- ili. Blátt: Hópur 2003-2007 (n=1.832), 56,9% lifun. Rautt: Hópur 2008-2012 (n=2341), 49,1% lifun (p<0,0001). 1,0 0,9 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1 0,0 0 50 100 150 200 250 300 350 400 Dagar 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Dagar H lu tfa lls le g lif un H lu tfa lls le g lif un 1,0 0,9 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1 0,0 2003-2007 2008-2012 2003-2007 2008-2013

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.