Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 53

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2019/105 469 Reykjavíkur. Hann leigði tröllslegan þúfnabana til að slétta Kleppstúnið og hóf búskapinn með miklum jarðabótum og skepnuhaldi. Í þessu felast nútímaleg viðhorf sem vöktu þó ekki aðdáun allra. Þórður var borgarfulltrúi í Reykjavík 1920­30. Þar myndaði hann svonefndan Doddaflokk með Gunnlaugi Claessen lækni og þóttu þeir félagar sérvitrir í skoðunum. Þeir börðust gegn hundahaldi, en með líkbrennslu. Í samtímaheimild var framgöngu hans í bæjarstjórninni lýst: „Hugsunin er eins og bráðvitlaus, ótaminn foli – tekur ótal hliðarstökk, brýst allt í einu fram í nýju og ólíku atriði því, sem áður var aðalatriðið. Setningarnar koma stundum sín úr hverri áttinni, hver á aðra þvera. En þær hitta allar, eru margar beittar og sumar minnisstæðar, og svo frumlegar, að það væri skemmtilegt safn að eiga þær í einu lagi.” Þórður Sveinsson lenti milli steins og sleggju í deilu Helga Tómassonar og Jónas­ ar frá Hriflu, Stóru bombunni. Hann stóð með Helga eins og flestir stéttarbræður hans og lýsti yfir stuðningi við hann, en gat ekki teflt í tvísýnu starfsöryggi sínu með stóran barnahóp til að sjá fyrir. Hann hélt sig því nokkuð til hlés þegar skarst í odda. Til greina kom að hann yrði settur yfirlæknir gamla og nýja spítalans, en af því varð ekki. Þess í stað var ráðinn Lárus Jónsson til að stjórna nýja spítalanum. Það val reyndist ekki sem best. Þórður var ekki síst þjóðþekktur fyrir áhuga sinn á spíritisma, en þar átti hann samleið með ýmsum ágætum samtímamönnum sínum. Um skeið mun Ellen hafa þótt nóg um ákafa Þórðar við sálarrannsóknirnar. Ein var ástæða öðr­ um fremur að frú Sveinsson hvekktist á handanfræðunum. Systir hennar, Petra, var gift dönskum símaverkfræðingi. Þau fluttust til Pétursborgar þegar símkerfi var lagt um borgina. Í októberbyltingunni 1917 hurfu þau hjón og spurðist ekkert til þeirra langa hríð. Var nú leitað til allra tiltækra miðla í Reykjavík um fregnir af þeim hjónum og var Ellen tjáð að systir hennar og mágur væru látin, en ættu góða vist fyrir handan. Nokkrum mánuðum síðar komu þau hjón fram og amaði ekkert að þeim, en þau höfðu lagt langa leið að baki um Rússland, Finnland og Svíþjóð. Skáldið Wystan Hugh Auden lýsir í bók sinni Letters from Iceland heimsókn að Kleppi rétt fyrir stríð. Hann ritaði meðal annars: „ ... Our host, the doctor in charge, is a charming old man and so are all his family. He has whitish­grey hair, gold­ rimmed spectacles, fiery blue eyes, a bad leg, and a black velvet smoking­jacket.“ Síðustu árin gat Þórður ekki gengið eftir berklaveiki í hrygg og síðar lærbrot. Hann lést úr hjartabilun í desember 1946. Frá öldungadeildinni Miðvikudaginn 16. október flytur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur erindi: Bráðnun jökla og loftslagsbreytingar. Miðvikudaginn 7. nóvember flytur Ólafur Örn Haraldsson fyrrv, alþm. og form. Ferðafélags Íslands erindi um Kóngsveginn. Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru alla jafna haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana. Þórður Sveinsson kominn um miðjan aldur. Stóllinn og skrifborðið er nú er í eigu Þórðar Harðarsonar einsog sést á myndinni af honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.