Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 39

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2019/105 455 Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Reynir Arngrímsson formaður Björn Gunnarsson gjaldkeri FAL Guðrún Ása Björnsdóttir Ýmir Óskarsson FÍH Salóme Ásta Arnardóttir Jörundur Kristinsson varaformaður FSL María I. Gunnbjörnsdóttir Gunnar Mýrdal ritari LR Þórarinn Guðnason Guðmundur Örn Guðmundsson Stjórn Læknafélags Íslands Enn á ný horfum við læknar og annað heilbrigð­ isstarfsfólk upp á atburðarás sem virðist vera hrundið af stað á vanhugsaðan hátt. Á grundvelli útboða vilja Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) ganga til samninga um heilbrigðisþjónustu, enda telur SÍ að þeim beri skylda til þess skv. lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup. Útboðin virðast vera án skýrra markmiða og gætu þau í versta falli orðið skaðleg fyrir sjúklinga. Án aðdraganda eða kynningar til­ kynnti SÍ nýverið að ákveðið hefði verið að fela Rík­ iskaupum að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgar­ svæðinu. Fram hefur komið að SÍ vill fara þessa leið í kaupum á annarri heilbrigðisþjónustu. Þegar þessi leið er valin vakna margar spurn­ ingar. Má vera að löggjafinn hafi ekki hugsað málið til enda þegar ákveðið var að heilbrigðis­ þjónusta væri ekki lengur undanþegin opinberu innkaupaferli? Útboð ættu að virka þannig að verk væru unnin fyrir lægra verð en ella þar sem fólk eða fyrirtæki myndu berjast um að fá að vinna verkin. En réttar forsendur þurfa að vera til stað­ ar svo útboðin þjóni tilgangi sínum. Óhugsandi er að SÍ sé ekki meðvitað um að margar þessara forsendna eru ekki til staðar í íslenskri heilbrigðis­ þjónustu. Bæði almenningur og heilbrigðisstarfs­ fólk hlýtur að bíða eftir skýringum á því hvernig útboð eiga að bæta þjónustu og spara peninga. Hingað til hafa skýringar SÍ ekki verið á uppbyggi­ legum nótum, einfaldlega hefur verið sagt að stofn­ unin verði að fara að lögum og síðan hefur verið hnýtt aftan í að varla séu sjúkraþjálfarar hræddir við smá samkeppni. Útboð geta varla þjónað tilgangi sínum nema að raunveruleg samkeppni sé til staðar á því sviði sem boðið er út. Því hljóta menn að spyrja sig hvernig útboð komi heim og saman við læknisþjónustu í litlu landi. Í flestum sérgreinum er undirsérhæfing með þeim hætti að örfáir læknar sinna ákveðnum vandamálum. Bæklunarskurðlæknar sinna hver sínum líkamsparti, barnalæknar sinna mismun­ andi sjúkdómum barna, lyflæknar eru sérhæfðir á ákveðnum sviðum og þannig má lengi telja. Getur SÍ með einhverju móti greint töluleg gögn og greint eðli mismunandi þjónustu sem nú er í boði þannig að ljóst sé hvaða læknisverk séu til þess fallin að útboð skerði ekki gæði þjónustu? Hvernig ætlar SÍ að koma í veg fyrir að einhver bjóði í verk sem viðkomandi hefur ekki sömu þekkingu á og aðrir læknar innan sömu sérgreinar sem hafa sértæka þekkingu á því tiltekna vandamáli? Hvernig á að bjóða út verk sem tveir eða þrír læknar hafa þekk­ ingu til að sinna? Hvernig fer með sjúklingaöryggi ef einhver einn er látinn hreppa hnossið og 5 árum síðar, þegar sá sami leggur niður störf, er enginn eftir til að taka við keflinu? Hvað yrði um gæði þjónustunnar? Til að bjóða lægra í verkin yrði líklegt að læknar fórnuðu ýmsu áður en þeir myndu skerða laun sín. Eðlilegri endurnýjun á tækjum og búnaði yrði slegið á frest og eðlilegar nýjungar myndu ekki eiga sér stað. Mönnun yrði þannig að farið væri út fyrir hættu­ mörk. Menn myndu teygja sig lengra en eðlilegt væri með aðgerðir án aðkomu svæfingalækna. Sjúklingar fengju skemmri tíma með lækni sínum en áður hefði þekkst og eftirfylgni yrði úr sögunni. Með ítarlegri kröfulýsingu væri hægt að girða fyrir ýmislegt af þessu, en þá um leið birtist mótsögnin í útboðshugmyndinni. Ef kröfulýsingin er raunveru­ lega þannig úr garði gerð að gæði þjónustunnar eru höfð að leiðarljósi, það er að sjúklingar með sín margbreytilegu vandamál rati raunverulega til þeirra lækna sem bestu þekkingu hafa á vandamál­ inu, þá komum við aftur að framangreindu. Smæð okkar og fámenni gerir það að verkum að ekki er raunverulegur samkeppnismarkaður nema á mjög afmörkuðum sviðum. Útboð opnar einnig fyrir spurningu sem lengi hefur verið lykilspurning í samningum sérgreina­ lækna við SÍ. Eins og allir læknar þekkja hefur samningur sérgreinalækna við SÍ í gegnum tíðina verið einkaréttarsamningur, læknar hafa fórnað rétti sínum að sinna læknisstörfum nema innan samningsins. Á útboðsmarkaði er óhugsandi að einkaréttasamningur gildi. Hvað mun þá gerast þegar SÍ stendur frammi fyrir kröfu fjármálaráðu­ neytis um sparnað? Væntanlega myndi það hafa þær afleiðingar að minna magn þjónustu væri keypt en þörf væri fyrir. Hvað þá? Yrðu þrír síðustu mánuðir ársins með þeim hætti að almenningur væri ekki sjúkratryggður þegar kæmi að verkum sem færu í útboð? Vera má að ákveðin mjög vel skilgreind verk sem margir geta sinnt henti til útboðs. En stór svið læknisfræðinnar geta vart verið útboðshæf í fámennu landi þar sem það eitt að búa yfir nægri sérhæfingu og tryggja nýliðun svo almenningur fái viðunandi þjónustu er risavaxið verkefni. Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Útboð í heilbrigðisþjónustu Guðmundur Örn Guðmundsson bæklunarlæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.