Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 14

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 14
430 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N Svefnlyf og slævandi lyf Lítil breyting varð á fjölda ávísana og fjölda einstaklinga sem fengu ávísað svefnlyfjum á tímabilinu 2006­2016. Fjöldi DDD jókst hins vegar að meðaltali um 1,6% (p<0,001) frá ári til árs á tímabil­ inu en í aðdraganda hrunsins frá 2006­2008 var aukningin að með­ altali 13,6% (p<0,001), þar af 7,8% (p<0,001) hjá konum og 24,4% hjá körlum (p<0,001) (mynd 5). Umræða Ávísað magn þunglyndislyfja, róandi lyfja og svefnlyfja til einstak­ linga á aldrinum 18­35 ára jókst mjög mikið á árunum 2006­2016 hjá HH. Átján ára einstaklingum sem fengu ávísað þessum lyfj­ um fjölgaði um 223% á tímabilinu og hjá öllum árgöngum 18­22 ára fjölgaði einstaklingum um meira en 85%. Á árunum kring­ um hrun sáust áberandi breytingar á ávísunum róandi lyfja og svefnlyfja sem dró svo úr upp úr 2009. Hins vegar varð aukning í ávísunum þunglyndislyfja ekki veruleg fyrr en upp úr árinu 2011. Kynjahlutfall þeirra sem fengu ávísað þessum lyfjum er sam­ bærilegt við niðurstöður íslenskrar rannsóknar frá 2016 þar sem skoðuð voru tengsl fjölveikinda og algengis ávísana á þunglyndis­ lyf og svefnlyf hjá HH á tímabilinu 2009­2012. Þar reyndist hlut­ fallið vera 35,3% karlar og 64,7% konur.21 Nýleg úttekt Embættis landlæknis sýndi 21,7% fjölgun notenda þunglyndislyfja á árunum 2012­2016, mest hjá aldurshópnum 15­19 ára, eða um 62%.13 Þetta er í samræmi við okkar niðurstöður sem sýna að á sama tímabili fjölgaði einstaklingum á aldrinum 18­35 ára sem fengu ávísað þunglyndislyfjum hjá HH um 54%. Árin á undan, frá 2006­2011, virðist aukningin hins vegar hafa verið lítil sem engin. Önnur úttekt Embættis landlæknis sýnir að skammt­ ar þunglyndislyfja hafa aukist meira en fjöldi notenda.15 Er þetta einnig samhljóða okkar niðurstöðum þar sem fram kemur tæplega 185% aukning í ávísuðum skömmtum (DDD) en einstaklingum fjölgaði um 87% á tímabilinu. Þessar niðurstöður benda til þess að um leið og notendum fjölgar sé stærri skömmtum ávísað, einstak­ lingar séu lengur á lyfjunum eða hvort tveggja. Ef þróun í fjölda ávísana þunglyndislyfja er skoðuð má sjá áber­ andi fækkun ávísana árið 2009 miðað við árin á undan. Á sama tíma varð aukning í ávísuðu magni. Líkleg ástæða þess að ávís­ unum fækkar þó magn aukist er sú að 1. mars 2009 tók gildi ný reglugerð sem breytti greiðsluþátttöku sjúkratrygginga þannig að hætt var að miða afgreiðsluhámark þunglyndislyfja í flokki SSRI lyfja við 30 daga notkun og var miðað við 100 daga notkun. Athyglisvert er að bera saman þróun ávísana á þunglyndis­ lyf, róandi lyf og svefnlyf á tímabilinu rétt í kringum hrunið. Sú staðreynd að ekki sást samskonar aukning á ávísuðu magni þunglyndislyfja á tímabilinu eins og róandilyf og svefnlyfja bend­ ir til þess að skammvirkum, fljótvirkum lyfjum hafi verið ávísað í tengslum við erfiðar persónulegar aðstæður í kringum hrunið. Þetta verður að teljast nokkuð rökrétt miðað við virkni lyfjanna og gætu þau því verið lausn á vandamáli sjúklings sem leysa þarf hratt og var ef til vill talið tímabundið. Hins vegar sést á ný nokkuð áberandi aukning í skömmtum þunglyndis­, róandi og svefnlyfja á seinni hluta rannsóknar­ tímabilsins, frá árinu 2013. Hvað veldur þessari aukningu er óljóst, til dæmis hvort hana megi rekja til ytri aðstæðna í íslensku sam­ félagi. Samanburðarrannsóknir á notkun geðlyfja hafa oftar en ekki sýnt fram á meiri notkun hér á landi en í nágrannalöndunum. Árið 2016 var notkun þunglyndislyfja 143% meiri á Íslandi en í Noregi og 43% meiri en í Svíþjóð.9,11 Á sama ári var ávísað 68,4 DDD/1000 íbúa/dag hér á landi miðað við 49,7 í Svíþjóð sem kom næst og 14,3 í Danmörku þar sem notkunin var minnst.9,18 Þá er notkun þung­ lyndislyfja meiri hér á landi en í öllum öðrum OECD­ríkjum.12 Hefur því margoft verið velt upp hver skýring þessa gæti verið. Í grein frá 2016 nefndi þáverandi landlæknir skort á samvinnu heil­ brigðisstétta, skort á gæðavísum og árangursmati og meingallað fjármögnunarkerfi sem mögulegar skýringar.22 Þá hefur skortur á úrræðum oft verið nefndur sem möguleg skýring. Sálfræðiþjón­ usta, sem samkvæmt klínískum leiðbeiningum ætti að vera fyrsta val við meðferð við vægum til meðalmiklum kvíða og þunglyndi, er dýr og ekki niðurgreidd til jafns við lyfjameðferð.23 Helsti styrkleiki þessarar rannsóknar er stórt rannsóknarþýði en það voru tæplega 23.000 einstaklingar á aldrinum 18­35 ára sem fengu ávísað einu eða fleiri lyfjum úr ofangreindum flokkum á tímablinu 2006­2016. Fjöldi íbúa höfuðborgarsvæðisins á sama aldri á þessu tímabili var rúmlega 55.000. Gögnin sem notuð voru til úrvinnslu voru fengin úr Sögukerfi HH og tengd lyfja ávísunum lækna. Sambærilegar íslenskar rannsóknir hafa nýtt gögn úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis, sem á þeim árum sem hér voru skoðuð hafði verið gagnrýndur fyrir óáreiðanleika. Í rannsókninni voru aðeins skoðaðir þeir sem sóttu þjón­ ustu HH og því endurspeglar hún þá þróun sem hefur orðið í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Hins vegar nær rannsóknarþýðið til um 2/3 allra einstaklinga á Íslandi á þessum aldri á rannsóknartímanum. Ályktun Rannsóknin sýnir marktækar breytingar á ávísunum á róandi lyf og svefnlyf til ungra skjólstæðinga HH í kringum efnahagshrunið 2008. Á sama tíma sást ekki samskonar breyting á ávísunum á Mynd 4. Róandi og kvíðastillandi lyf, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. Mynd 5. Svefnlyf og slævandi lyf, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 2 4 6 8 10 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild Mynd 5. Svefnlyf og slævandi lyf, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2006-2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.