Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 29

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2019/105 445 Y F I R L I T Áhrif loftmengunar á heilsu manna Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á áhrifum loftmengunar á heilsu manna og stór hluti þeirra hafa sýnt að ákveðnir hópar einstaklinga eru sérstaklega viðkvæmir fyrir loftmengun. Þetta eru eldri einstaklingar, þungaðar konur, börn og þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum.11­14 Hér á eftir verður farið betur í áhrif mismunandi loftmengunarefna á heilsu. Svifryk Svifryk getur haft margvísleg áhrif á heilsu manna. Það hefur verið tengt við aukna tíðni lungnasjúkdóma, krabbameina, hjarta­ og æðasjúkdóma, sem og heildardánartíðni.11,15­21 Aldraðir, börn, og fólk með undirliggjandi öndunarfæra­ og hjarta­ og æðasjúk­ dóma eru viðkvæmastir fyrir svifryksmengun.11,13,14,22­24 Áhrifin eru einkum háð stærð agnanna og eru smærri agnir taldar hættu­ legri heilsu fólks en þær stærri. Stærri agnir en PM10 eru síaðar út í nefi og nefholi, en PM10 ná niður í lungnaberkjurnar og allra smæstu agnirnar (PM2.5) komast niður í lungnablöðrur og þaðan í blóðrásarkerfið. Áhrifanna gætir bæði vegna skammtíma útsetn­ ingar (klukkustundir, dagar) og langtíma mengunar (mánuðir, ár). Áhrifin koma fram sem versnandi einkenni sjúkdóma og þannig má sjá aukna tíðni á komum á bráðamóttökur, aukinn fjölda inn­ lagna á sjúkrahús og aukna dánartíðni.25 Svifryksmengun getur dregið úr lungnaþroska barna.26 Brennisteinsvetni (H2S) Í miklum styrk er brennisteinsvetni skaðlegt heilsu.3 Augu og öndunarfæri eru viðkvæm fyrir áhrifum brennisteinsvetnis. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er um það bil 15.000 míkrógrömm í rúmmetra en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur mælst hefur í Reykjavík. Rannsóknir á langtíma áhrifum brennisteinsvetnis eru misvísandi. Þannig hafa sumar rannsóknir sýnt fram á áhrif á lungnastarfsemi en aðrar hafa ekki sýnt fram á slíkt samband. Það sama gildir um tengsl við astma og aðra öndunarfærasjúkdóma.27­29 Niðurstöður íslenskra rannsókna eru raktar síðar í greininni. Brennisteinsdíoxíð (SO2) Innöndun á brennisteinsdíoxíði getur stuðlað að astma vegna áhrifa á loftvegi og gert einkenni þeirra sem eru með teppusjúk­ dóma í lungum, eins og astma og langvinna lungnateppu, verri. Svifryksmengun á sama tíma eykur þessi áhrif enn meira. Sjúk­ lingar finna fyrir meiri andþyngslum og mæði og geta þurft að leita læknishjálpar ef styrkleiki brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti er mikill.12.25 Að auki getur innöndun á SO2 leitt til versnandi ein­ kenna hjarta­ og æðasjúkdóma.11,13,14 Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) Köfnunarefnisdíoxíð er ertandi fyrir öndunarfæri og eykur áhættu á öndunarfærasýkingum. Langtíma útsetning getur stuðl­ að að astma.30 Einnig hafa rannsóknir á áhrifum NO2 sýnt að auk­ in útsetning efnisins geti leitt til versnandi einkenna hjarta­ og Mynd 2. Loftmynd af sandfoki frá Landeyjasandi tekin 28. apríl 2007. Sjá má ryk- mökkinn meðfram suðurströndinni allt að Ölfusárósum, þaðan yfir Reykjanesskagann, höfuðborgarsvæðið og áfram út á Faxaflóa. Greinilegt mistur var á höfuðborgarsvæðinu þennan dag og hæsta hálftímameðaltal svifryks var 353 µg/m3. Mynd: Modis, NASA. Mynd 3. Moldugar götur við framkvæmdasvæði í Reykjavík og dekkjaþvottavél sem kemur í veg fyrir að jarðvegur frá svæðinu berist út í gatnakerfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.