Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jun. 2019, Side 7

Læknablaðið - jun. 2019, Side 7
LÆKNAblaðið 2019/105 263 Yngvi Ólafsson yfirlæknir bæklunarskurð- deildar Landspítala Yngviola@gmail.com doi.org/10.17992/lbl.2019.06.233 Orthopaedic surgery in Iceland on crossroads Yngvi Ólafsson MD PhD, head of Orthopaedic surgery department, Landspitali University Hospital Bæklunarskurðlækningar í úlfakreppu Undirritaður kom til starfa á bæklunarskurðdeild Landspítala 1995, eða fyrir nær aldarfjórðungi. Ýms­ ar breytingar hafa orðið á þeim tíma og þær kannski stærstar sem fólu í sér sameiningu sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík. Var sú sameining framkvæmd í nafni samlegðaráhrifa og sparnaðar. Ekki hefur það þó nægt og hefur krafan um sparnað, niðurskurð og jafnvel ráðningarstopp nær samfellt verið til staðar þennan aldarfjórðung. Fjármagni hefur ver­ ið veitt í eitt og eitt verkefni svona rétt til að halda höfði og umræðan og óendanlegur undirbúningur nýja þjóðarsjúkrahússins hefur gleypt tíma og fjár­ magn. Um eiginlega uppbyggingu hefur varla verið að ræða og þaðan af síður hefur verið unnið eftir nokkurri heildstæðri áætlun þótt þjóðhagslegir vís­ ar um mannfjöldaþróun, breytingar á samsetningu þjóðarinnar, komur ferðamanna og fleira liggi fyrir á hverju ári. Afleiðing þessa er nú öllum að verða ljós. Bæklunarskurðdeild Landspítala ber alls þessa merki. Um stóra og þunga sérgrein er að ræða og til að breyta þar einhverju svo heitið geti þarf mik­ ið til. Á grunni takmarkaðs húsnæðis, skertrar eig­ inlegrar starfsemi vegna skorts á legurými sem að miklu leyti hefur verið upptekið af öldruðum sem ekki komast heim eftir brotameðferð, hefur deildin lengi verið rekin á rauðu. Á meðan nýting á hvoru tveggja, legurými og úthlutuðu skurðstofurými, hefur verið yfir 100% hefur skurðaðgerðum fjölgað frá aldamótum úr tæplega 2500 í 3000 á ári. Legu­ tími legudeilda hefur haldist svipaður þótt aðgerðir sem krefjast stuttrar legu hafi að mestu verið fluttar yfir á dagdeild. Göngudeildarkomum hefur fjölgað um fjórðung. En þrátt fyrir þetta hefur biðlisti eftir aðgerðum eingöngu lengst óverulega. Á sama tíma hefur fjöldi lækna haldist að heita má óbreyttur. Er þetta að sjálfsögðu frábært. Í þessu felst þó raunveruleg og sannast sagna yfirvofandi hætta. Starfsfólk deildarinnar hefur áorkað þessu með því að leggja á sig á köflum ómanneskjulegt álag. Eru sprungur farnar að myndast í glansmyndina og má líklegt telja að ef engin breyting verður á næstu 1­2 árum þá hreinlega gefist læknar og annað starfsfólk upp með tilheyrandi afleiðingum og niðurfellingu á sjálfsagðri þjónustu við slasaða og þá sem til dæmis eiga við slitgigtarsjúkdóma að stríða og þurfa á lið­ skiptaaðgerðum að halda. Sem tímabundna lausn má hugsa sér að láta þessa þjónustu fara fram annars staðar, hættan með því er þó sú að með því sé sér­ greinin bæklunarskurðlækningar holuð að innan og ekki ólíklegt að með fylgi starfsfólk sem sér sig betur sett í vakta­ og streitulausu umhverfi einkastofunn­ ar. Er þá verr af stað farið en heima setið. Má þannig segja að bæklunarskurðlækningar á Landspítala séu á einhvern hátt í sjálfheldu eig­ in stærðar og endalausra sparnaðarkrafna þar sem erfitt er að breyta starfseminni án kostnaðar og með nokkrum tilfæringum. Á það til dæmis við ef flytja á og koma fyrir göngudeildarstarfsemi sérgreinar­ innar á viðunandi stað. Án breytinga annars verður þó að segja að fyrir liggi þegjandi samþykki fyrir 1000 manna biðlista og um leið helst þrýstingurinn á að bæklunaraðgerðir verði í auknum mæli fluttar af sjúkrahúsinu. Að þessu sögðu verður þó að ítreka að með litl­ um breytingum á legudeildum (til dæmis eyrna­ merkja gerviliðaaðgerðum 1­2 rúm til viðbótar), fullri nýtingu á skurðstofum sem þegar eru til og tilsvarandi fjölgun starfsmanna er hægt að vinna þennan biðlista tiltölulega vel niður. Er þá hægt að sinna til dæmis gerviliðaaðgerðum á mannsæmandi hátt og halda þeim þar sem þær eiga heima, það er á Landspítala eða öðru sérgreinasjúkrahúsi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.