Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jun. 2019, Side 8

Læknablaðið - jun. 2019, Side 8
doi.org/10.17992/lbl.2019.06.234 Nýverið birtist í Lancet grein eftir alþjóðlegan vís­ indahóp sem kallast EAT1. Hópurinn samanstendur af 37 vísindamönnum sem hafa á síðustu þremur árum unnið að því að setja fram vísindaleg gögn og útreikninga sem sýna hvernig þjóðir heims geta tek­ ist á við aðkallandi vandamál tengd fæðuframboði og mataræði. Hópurinn hefur sett fram viðmið um mataræði sem styður að: • til sé nægur matur fyrir jarðarbúa árið 2050 • matvælaframleiðsla skilji eftir sig minna kolefn­ isfótspor • færri glími við lífstílssjúkdóma sem tengjast mataræði • fækkun ótímabærra dauðsfalla Í greininni er farið yfir núverandi stöðu í aðal­ atriðum varðandi þessi mál. Meðal þess sem kem­ ur fram er að 30% af losun gróðurhúsalofttegunda og 70% af notkun fersks vatns kemur til vegna matvælaframleiðslu. Ræktun kjöts krefst mestrar nýtingar auðlinda (land og vatn) og losar mest af gróðurhúsalofttegundum borið saman við ræktun annarra matvæla. Einnig kemur fram að annars vegar glíma 820 milljónir manna við vannæringu og hins vegar eru yfir tveir milljarðar manna í ofþyngd eða offitu (lík­ ams­þyngdarstuðull­≥­25­kg/m2). Á heimsvísu hef ur tíðni­offitu­ (líkamsþyngdarstuðull­≥­30­kg/m2) þre­ faldast síðan árið 1975. Á Íslandi hefur tíðni offitu vaxið frá því að vera 8% árið 1990 í 27% árið 2017. Samhliða þessari þróun hefur tíðni sykursýki af gerð tvö tvöfaldast á síðustu 30 árum. Samkvæmt Global Panel on Agriculture and Food Sys tems for Nutrition vegur óhollt mataræði þyngra sem orsök lífstílsstengdra sjúkdóma en áfengisneysla, reyk­ ingar, vímuefnaneysla og óvarið kynlíf samanlagt². Krabbamein er nú á dögum algengasta orsök dauðsfallaó Íslendinga yngri en 75 ára. Vitað er að hægt er að koma í veg fyrir 40% krabbameina með lífsstíl, svo sem reglulegri hreyfingu, minni tóbaksnotkun, hæfilegri líkamsþyngd og hollu og fjölbreyttu mataræði. Árið 1980 voru kransæðasjúk­ dómar langalgengasta dánarorsök hjá yngri en 75 ára. Það breyttist með minni reykingum, breyttu mataræði og betri meðferðum, þannig að lækkun í dánartíðni var 80% á 25 árum. Ýmsir áhættuþætt­ ir útskýra meira af dánartíðni kransæðasjúkdóma en krabbameina. Lækkun á dánartíðni kransæða­ sjúkdóma mátti að ¾ hlutum rekja til hagstæðra breytinga á áhættuþáttum en hefði ef til vill orðið meiri ef aukning í ofþyngd og sykursýki hefði ekki vegið á móti³. Þarna náðist stórkostlegur árangur í forvörnum. Það er því til mikils að vinna að bæta og viðhalda góðu mataræði fyrir góða heilsu. Höfundar EAT huga að fleiru en heilsu okkar því þeir reyna að setja fram markmið um mataræði sem gæti hjálpað við að viðhalda heilsu jarðarinnar, það er að gera neyslu okkar sjálfbæra þannig að við göngum ekki um of á gæði jarðar. EAT­hópurinn setur fram viðmið um fæðu­ mynstur sem kallast „flexitarian“ þar sem reiknað er út magn fæðutegunda sem styðja við sjálfbærni í matvælaframleiðslu, minni losun gróðurhúsaloft­ tegunda, betri heilsu og fækkun ótímabærra dauðs­ falla. Meginhluti fæðunnar ætti að koma úr jurtarík­ inu en þó er líka ákveðið svigrúm fyrir dýraafurðir fyrir þá sem það kjósa. Vísindamenn EAT­hópsins sýna fram á að hægt væri að fækka ótímabærum dauðsföllum og minnka kolefnisspor með breyttu mataræði­(flexitarian)⁴.­ Í flexitarian­mataræði eru viðmiðin fyrir helstu próteingjafana eftirfarandi miðað við vikuskammt: 100 g af rauðu kjöti, 200g af alifuglakjöti, 200 g af fiski,­ 350­ g­ hnetur,­ 90­ g­ egg­ og­ 525­ g­ baunir/belg­ jurtir. Hér sést að aðaláhersla er lögð á að draga úr neyslu á dýraafurðum en ekki er langt síðan þau viðmið voru sett um allan heim (þar með talið á Ís­ landi) að ekki væri borðað meira en 500 g vikulega af rauðu kjöti til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi. Samkvæmt EAT­skýrslunni minnkar þetta magn fimmfalt en eins og áður sagði þá er kolefnisspor tengt kjötframleiðslu það allra hæsta borið saman við aðrar fæðutegundir. Íslensku ráðleggingarnar um mataræði sem koma frá Embætti landlæknis (EL) miða við að neytt sé að­meðaltali­ 3,5­ l­ af­mjólk­ og/eða­mjólkurafurðum­ á viku sem er nokkuð meira en í EAT­skýrslunni sem leggur til 1,8 l á viku. Varðandi ráðleggingar um fitugjafa er lögð rík áhersla á ómettaða fitugjafa úr jurtaríkinu eða 280 ml á viku. Þegar hugað er að kolvetnagjöfum ganga ráðleggingar frá EL út á að heilkornavörur séu borðaðar tvisvar á dag (til dæm­ is hafrar, rúgur, hýðishrísgrjón, heilhveitipasta) auk 500 gramma af ávöxtum og grænmeti daglega og er það í samræmi við flexitarian­mataræðið. Í þess­ um samanburði má að lokum nefna að mælt er með minni fiskneyslu hjá EAT­hópnum (samsvarar einni máltíð á viku) en í íslensku ráðleggingunum. Í því tilviki mætti mögulega rökstyðja það að halda áfram að mæla með fiskneyslu 2­3 sinnum í viku sem að­ almáltíð, helst vegna þeirra næringarefna sem finna Sjálfbært mataræði til bjargar Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsu- fræðingur, PhD. Sér- fræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabba- meinsfélagi Íslands og rannsóknarsérfræðingur við Læknadeild HÍ. jet@hi.is Flexitarian diet to the rescue Jóhanna: Specialist, Education & Prevention department, Icelandic Cancer Society Thor: Research specialist, Centre for Public Health Sci- ences, University of Iceland Thor Aspelund tölfræðingur PhD. Prófess- or við Miðstöð í lýðheilsu- vísindum í Læknadeild Háskóla Íslands og töl- fræðingur hjá Hjartavernd. thor@hi.is R I T S T J Ó R N A R G R E I N 264 LÆKNAblaðið 2019/105

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.