Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jun. 2019, Síða 24

Læknablaðið - jun. 2019, Síða 24
280 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N lífsgæði“ einstaklingsins muni batna, versna eða standa í stað í næstu mælingu. Myndræn framsetning á þessu er sýnd í pólar­ grafi (mynd 4) sem er heildræn lífsgæðaspá fyrir einstaklinginn. Þessi framsetning gerir sérfræðingnum kleift í einni sviphendingu að sjá framvindu einstaklingsins frá síðustu mælingu fyrir alla undirflokka mælitækisins. Höfundar telja að þessar upplýsingar geti nýst sérfræðingum til þess að grípa til aðgerða áður en hugs­ anleg lækkun á ákveðnum undirflokkum gæti orðið og undirstriki mikilvægi notkunar gervigreindar umfram mannshugann. Innleiðing Sérfræðingar fengu enga vitneskju um frammistöðu Völvunnar fyrr en eftir prófanir og gátu því ekki vitað hvort spárnar væru marktækar. Voru þeir því beðnir um að taka öllum spám með fyr­ irvara og hvattir til að vinna gegn þeim ef þær gæfu til kynna að skjólstæðingur væri ekki líklegur til að ná árangri. Sérfræðingar voru hvattir til að nota Völvuna þegar þeim hentaði til þess að öðlast hlutlausa sýn á stöðu einstaklings. Þeim var leiðbeint að skoða áhrifaþættina með tilliti til aðstæðna skjólstæðings og leita leiða til að aðlaga þjónustuna betur að þörfum hans. Þar sem Jan­ us endurhæfing býður upp á einstaklingsmiðaða þjónustu hefur Völvan verið notuð á fjölbreyttan hátt í innleiðingarferlinu. Sem dæmi hefur Völvan nýst í viðtölum við skjólstæðinga, aðstoðað við ákvarðanatöku og hjálpað til við markmiðssetningu. Ennþá er verið að innleiða notkun Völvunnar í starfsemi Janusar endurhæf­ ingar í samvinnu við sérfræðinga. Eftirfarandi eru þrjú raunveru­ leg og nýleg dæmi um mismunandi notkun Völvunnar í starfi. Dæmi 1: Völvan beinir athygli að skjólstæðingi sem þarf meira aðhald. Sérfræðingur hafði yfirumsjón með hópi skjólstæðinga og glímdi við tímaskort í starfi sökum erfiðra málefna sem voru í forgangi. Einum skjólstæðingi var farið að vegna verr án þess að sérfræðingur tæki sérstaklega eftir því þar sem lítið fór fyrir honum. Sérfræðingur tók eftir þessari breytingu í Völvunni og ræddi þetta í framhaldinu við skjólstæðinginn. Í kjölfarið fylgdist sérfræðingurinn nánar með andlegri líðan skjólstæðingsins og breytti nálgun í endurhæfingu hjá viðkomandi. Breytingarnar fólu í sér endurskoðun á áherslum í viðtölum, inngripi geðlæknis og sálfræðings. Árangur kom í ljós á nokkrum vikum Skjólstæðingi fór að líða og vegna betur í endur­ hæfingunni, sem endurspeglaðist líka í Völvuspá hans. Dæmi 2: Völvan varpar ljósi á áhrifaþætti sem hindra árangursríka meðferð. Völvan spáði afgerandi líkum á því að skjólstæðingur næði ekki árangri. Sterkustu áhrifaþættirnir voru andlegir. Kvíði og þung­ lyndi voru mögulega að versna. Sérfræðingurinn ráðfærði sig við þverfaglegt teymi Janusar endurhæfingar. Í framhaldinu ræddi sérfræðingur og sálfræðingur við skjólstæðinginn þar sem farið var yfir Völvuspána, andlega líðan og hvort Janus endurhæfing væri viðeigandi úrræði. Skjólstæðingur lýsti vilja til að halda áfram í Janusi endurhæfingu og í sameiningu var ákveðið að leita til geðlæknis sem í kjölfarið gerði breytingar á lyfjagjöf. Áhrif inn­ gripsins komu síðan í ljós í viðtölum við sérfræðinga og í niður­ stöðum mælitækja. Breytingarnar endurspegluðust einnig í Völvu­ spá skjólstæðingsins og hækkuðu árangurslíkurnar umtalsvert nokkrum vikum eftir inngrip. Dæmi 3: Völvan nemur óvæntan áhrifaþátt hjá skjólstæðingi. Völvan spáði lækkandi líkum á árangri í meðferð. Við nánari skoðun sérfræðings á áhrifaþáttum spárinnar kom í ljós umtals­ verð lækkun í líkamlegri heilsu og stöðnun í félagslegum þáttum mælitækisins „Heilsutengdra lífsgæða“ hvað varðar samskipti. Sérfræðing hafði grunaði að líkamleg heilsa væri vandamál hjá skjólstæðingi en umrædd stöðnun í félagslegri færni kom honum á óvart. Í viðtali var farið yfir niðurstöður matstækja og Völvuspá með skjólstæðingi. Sérfræðingurinn lýsti aukinni séðri færni skjól­ stæðingsins í samskiptum á gólfi og ósamræmi við Völvuspána. Í viðtalinu kom í ljós að sú færni sem sérfræðingur sá var ekki sú sama og ósk skjólstæðings sem snérist um dagleg samskipti utan endurhæfingarinnar. Völvuspáin var þannig staðfest. Sérfræðingur og skjólstæðingur gerðu í framhaldinu saman meðferðaráætlun til þess að bæta félagslega þáttinn utan endur­ hæfingarstöðvarinnar og vinnu með líkamlega heilsu undir hand­ leiðslu sjúkraþjálfara. Mynd 2. Sjónræn framsetning á nákvæmni og hittni á 10 mánaða tímabili.5

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.