Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jun 2019, Page 27

Læknablaðið - Jun 2019, Page 27
LÆKNAblaðið 2019/105 283 https://doi.org/10.17992/lbl.2019.06.237 T I L F E L L I M Á N A Ð A R I N S Skyndilegur brjóstverkur og raddbreyting eftir notkun rafsígarettu Úlfur Thoroddsen1 læknir Tómas Guðbjartsson1,2 læknir 1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslands Fyrirspurnum svarar Úlfur Thoroddsen, ulfurtho@landspitali.is Tæplega tvítugur, áður hraustur, fyrrverandi reyk­ ingamaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna skyndilegra brjóstverkja. Tveimur klukku­ stundum áður hafði hann notað rafsígarettu sem olli kröftugu hóstakasti. Verkurinn versnaði við djúpa innöndun en hann fann einnig fyrir verkj­ um við hreyfingu og kyngingu, auk þess sem rödd varð rámari. Við skoðun var hann ekki bráðveik­ ur né meðtekinn af verkjum að sjá og með eðlileg lífsmörk. Brak fannst við þreifingu efst á bringu og við háls. Lungna­ og hjartahlustun var eðlileg. Tekin var röntgenmynd af lungum sem sýnd er á mynd 1. Hver er greiningin? Þarf frekari rannsóknir og í hverju er meðferð fólgin? Mynd 1. Röntgenmynd af lungum tekin við komu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.