Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jun. 2019, Síða 34

Læknablaðið - jun. 2019, Síða 34
290 LÆKNAblaðið 2019/105 Ólafsfirðingurinn og erfðalæknirinn Reyn­ ir Arngrímsson tók við forystu Læknafé­ lagi Íslands haustið 2017. Þá var verið að umbylta skipulagi félagsins og sú breyting hefur óneitanlega sett svip sinn á störf stjórnar þessi tvö ár. – Já, þessi tvö ár hafa verið nokkuð sérstök út af þessum miklu breytingum á félaginu. Það hefur farið mikill tími í þær breytingar og að halda öllu í jafnvægi við þær, segir hann og bætir því við að tvö ár séu í það stysta til þessa að ná tökum á starfinu við þessar aðstæður. Samhliða breytingunum átti Lækna­ félagið aldarafmæli í fyrra og það jók enn á annríkið. Fljótlega eftir að nýja stjórnin tók við var hafist handa um endurbætur á húsnæði félagsins í Hlíðasmára. Félagsað­ staðan var tekin í gegn, veggir fjarlægðir og allt endurnýjað, þar á meðal sett upp ný hljóð­ og myndkerfi. – Nú býr félagið að gífurlega góðri aðstöðu til fundarhalda og félagsstarfs. Reynir segist líta á þessa niðurstöðu sem traustsyfirlýsingu. – Auðvitað er ekki hægt að gera allt svo öllum líki en ég er þakklátur fyrir þau jákvæðu viðbrögð sem ég fékk frá félagsmönnum í kringum fram­ boðið núna. Meiri nánd En hver er reynslan af þessu nýja skipulagi fé- lagsins? – Það jákvæða er að það endurspegl­ ar betur en fyrra kerfi hvar hagsmunir félagsmanna liggja. Það eykur nándina milli félaganna og félagsmannanna, enda gefa nýju aðildarfélögin skýrari mynd af því hverjir hagsmunirnir eru og hvernig verkaskiptingin milli aðildarfélaganna og móðurfélagsins á að vera. Nú sitja formenn aðildarfélaganna í stjórn og það eykur upp­ lýsingaflæðið milli þeirra. Ég hef haft þá stefnu að ýta verkefnum sem áður voru hjá LÍ út til félaganna. Ekkert kerfi fæðist fullkomið og ým­ islegt á eftir að laga í nýja skipulaginu. Mesta gagnrýnin hefur verið á stöðu eldri félagsmanna í félaginu. Við eigum eftir að ræða betur hvernig við tökum á því. Einnig þarf að efla LÍ sem fagfélag sem ég tel að gerist með nánara samstarfi við stærstu sérgreinafélögin, lyflækna, skurðlækna, barnalækna, rannsóknalækna og fleiri fé­ lög. Þar held ég að Fræðslustofnun lækna hafi miklu hlutverki að gegna. Hún gegnir einnig stóru hlutverki í einu stærsta verkefni sem bíður okkar í stjórn­ inni sem er símenntunin. Við gerðum könnun á stöðu símenntunar lækna í lok síðasta árs og komumst að því að læknar nýta ekki námsréttindi sín að fullu. Þegar læknar sjá sér ekki fært að nýta nema rétt um helming námsréttinda sinna er það alvarleg staða. Það hefur áhrif á starfsþró­ un lækna og þróun heilbrigðiskerfisins. Nú eru því miður ýmsar innbyggðar brems­ ur sem verka letjandi á lækna í að taka út námsleyfin sín. Þetta þurfum við að laga með stjórnvöldum, segir Reynir. Jafnlaunavottun á villigötum Nú blasa við þér tvö ný ár við stjórnvölinn, hvað er brýnast? – Það sem nú er efst á dagskránni eru nýir kjarasamningar. Samningar eru laus­ Annasöm breytingatíð að baki Reynir Arngrímsson fékk ekki mótframboð og verður því formaður LÍ næstu tvö árin Reynir Arngrímsson: Kjarasamningar og jafnlaunavottun eru brýn úrlausnarefni núna en símenntun lækna og lækna- leysi á landsbyggðinni eru langtímaverkefni sem taka verður á. ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.