Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jun. 2019, Side 37

Læknablaðið - jun. 2019, Side 37
LÆKNAblaðið 2019/105 293 unni. „Hreyfiveiki er ein af umkvörtunum í tilraunum með sjálfkeyrandi bíla,“ segir Hannes. Þeir þyki hvikari í hreyfingum. Þá muni fólk hvorki keyra sjálft nésnúa fram á við heldur njóta samskipta við aðra í bílnum. Því séu núna vangaveltur um hvort nota megi þessa sömu tækni, sýndarveruleikann, til að koma í veg fyrir hreyfiveiki. Búi til gervisjóndeildarhring „Er hægt að búa til gervisjóndeildar­ hring?“ spyr Hannes. „Má nýta skjái í gler­ augum til að leiðrétta fyrir hreyfiveiki?“ Flugvélaframleiðendur hafi sagt betra að sleppa gluggum í flugvélinni og hafa þar skjái og myndavélar utaná til að minnka flugveiki,“ segir hann. „Við vitum hvað framkallar hreyfiveiki og eigum að geta notfært okkur þekk­ inguna með því að þjálfa eða leiðrétta fyrir hreyfiveiki. Þessi gleraugu væru þá að leiðrétta myndina til að minnka hreyfi­ veikina í stað þess að valda henni eins og þau hafa gert við tölvuleikjaspilun.“ Ráðstefnan er sú fyrsta á alþjóða­ vísu sem tekur aðeins á hreyfiveiki, en fyrir ráðstefnuna verður 15. Ráðstefna Evrópsku jafnvægisvísindasamtakanna. Von er á virtum erlendum fyrirlesurum og um 100 gestum og enn hægt að skrá sig. Meðal ráðstefnugesta eru sérfræðingar frá Evrópsku geimvísindastofnuninni enda hrjáir hreyfiveiki margan geimfarann og geimför oft útæld eftir sigurfarir um himingeima. Áhugaverðir erlendir gestir John F. Golding, prófessor við Uni­ versity of Westminster Michael Gresty, prófessor við Imperial College, London Pierre Denise, prófessor við University of Caen Philippe Perrin, prófessor við Uni­ versity of Lorrain, Nancy Hreyfiveiki Hreyfiveiki er regnhlífarheiti yfir bíl­ veiki, sjóveiki, flugveiki, geimveiki og alla viðleitni okkar mannanna við að auka ferðagetu okkar í faratæki sem getur leitt til ferðaveiki. Sjóveiki er algengust enda ýktustu hreyfingarn­ ar. Þreyta, sundl, höfgi, ógleði, upp­ köst og að svitna eru helstu einkenni hreyfiveiki. Þann 2. maí síðastliðinn varð Ljósmæðra­ félag Íslands 100 ára. Það var fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á Íslandi. Á stofnfundi þess voru 20 ljósmæður saman komnar að Laugavegi 20 til að ræða nauðsyn þess að þær stofnuðu með sér fé­ lag til að vernda hagsmuni stéttarinnar. Þó að samtök ljósmæðra hafi fyrst ver­ ið stofnuð árið 1919 er saga stéttarinn­ ar mun lengri en ljósmæður eru fyrsta stétt kvenna í opinberu starfi hér á landi. Fyrstu íslensku ljósmæðurnar útskrifuðust á Bessastöðum haustið 1761 að loknu emb­ ættisprófi. Í erindisbréfi fyrsta landlækn­ isins Bjarna Pálssonar var meðal annars að hann skyldi uppfræða yfirsetukonur. Bjarni hafði væntanlega kynnst störfum faglærðra ljósmæðra í Danmörku og fékk þarlendar ljósmæður hingað til lands. Árið 1912 var Yfirsetukvennaskóli Ís­ lands stofnaður og fór nám til ljósmóður­ starfa þar fram. Árið 1932 var nafni skólans breytt í Ljósmæðraskóla Íslands. Skólinn starfaði til ársins 1994 en árið 1996 færðist nám í ljósmóðurfræðum yfir á háskólastig og útskrifuðust fyrstu ljósmæðurnar með próf frá Háskóla Íslands árið 1998. Heiðursfélagar Ljósmæðrafélags Íslands á aldarafmælinu. Myndir frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þessari minningarhellu er búið að koma fyrir í gangstétt framan við Laugaveg 20 þar sem félagið var stofnað 1919. Ljósmæðrafélag Íslands100 ára

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.