Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jun 2019, Page 39

Læknablaðið - Jun 2019, Page 39
LÆKNAblaðið 2019/105 295 veður myndi batna í bráð var ákveðið að halda af stað áleiðis í Múlaskála. Einn helsti óvissuþáttur á ferðalagi okkar snerist um það hvernig best væri að komast niður í skálann frá Goðahnjúk­ um. Samkvæmt kunnugum var besta eða jafnvel eina leiðin sú að fara niður af jökli á háhrygg Norðurlambatungna og ganga eftir honum allt niður að ármótum Lambatungnaár og Jökulsár í Lóni. Þetta þýddi að við yrðum að vaða Lambatungaá niður við ármótin til þess að komast að göngubrúnni yfir Jökulsá í Lóni og þaðan í skálann. Ekki var að fullu ljóst af kortum eða öðru tiltæku hvort mögulegt væri að fara niður Axarfellsjökul og ganga síðan fram með Jökulsá. Þegar komið var niður úr 1200 m hæð rofaði til og var skyggni sæmilegt. Hópurinn áði á jöklinum í um 1050 metra hæð í kvosinni austan við Grendil og þar náðum við NMT­sambandi við Bjarna Skarphéðin og létum vita af ferð­ um okkar. Því næst var gengið fram á brúnina við Axarfellsjökul þar sem hann skríður fram úr kvosinni. Kom þá í ljós að sú leið var með öllu ófær niður og því nauðsynlegt að finna Norðurlambatungur og ármót Lambatungnaár og Jökulsár til þess að komast á áfangastað. Þar sem við vorum komin niður í um 800 metra hæð urðum við að fikra okkur uppávið í þessu landslagi þar sem skiptust á skaflar og móbergshjallar. Var þetta bæði tafsamt og erfitt á móti austan hríðinni. Ferðin sóttist hægt og um kl. 23 að kvöldi voru allir orðnir þreyttir þegar við heyrðum allt í einu árnið. Drógum við þá ályktun að þetta hlyti að vera Jökulsá í Lóni og ármótin væru skammt undan. Var því ákveðið að fara niður mikinn skafl sem var framundan. Gekk það greiðlega, en þegar niður kom áttuðum við okkur á því að við vorum innarlega í gljúfri Lamba­ tungnaár og 3 km frá ármótunum. Gljúfrið reyndist auk þess ófært með öllu. Nú var klukkan hálfeitt um nótt, veður að vísu þokkalegt og tunglskin en ferðalangar þreyttir. Eftir nokkra umræðu var ákveðið að halda ferðinni áfram og koma okkur í skálann. Þurftum við nú að hækka okkur um 500­600 m uppá háhrygg Norður­ lambatungna áður en við gátum tekið stefnuna aftur á ármótin. Þessi næturganga í tunglskininu er ógleymanleg. Þegar við vorum komin langleiðina upp á háhrygginn áttaði Ingvar sig á því að hann hafði gleymt gleraugunum sínum á síðasta áningarstað. Hann tók af sér byrðar og meðan við hin biðum stökk hann niður að minnsta kosti 200 metra og fann gleraugun með því að þræða sporin. Við komum að breiðri fönn með um 30° halla sem stirndi á í tunglskininu. Ef einhverjum hefði skrikað fótur var ekkert til að stoppa fallið. Sigurður var fremstur með púlku í eftirdragi og stappaði spor í snjóinn og allt gekk að óskum og við komumst yfir. Við komum að Lamba­ tungnaá rétt ofan við ármótin um klukkan hálffjögur um nóttina og óðum hana án teljandi vandræða en þá var stutt eftir í skálann þar sem okkar beið kærkomin hvíld og vistir sem félagar úr Ferðafélagi Austur­Skaftfellinga höfðu flutt fyrir okkur um veturinn. Allt erfiðið var þess virði þegar búið var að elda saltkjötssúpu og hópurinn naut hvíldar í þessum ágæta skála. Við dvöldum þarna næsta dag og hvíldum okkur en héldum morguninn eftir fram með Jökulsá upp Illakamb á Kjarrdalsheiði eins og áætlun gerði ráð fyrir. Fyrirfram var búist við því að við gætum þrætt veginn en þegar við komum uppí 500 metra hæð hvarf hann að mestu í snjóskafla. Nú var komið suðvestan rok og rigning og lítið skyggni. Brátt fór okkur að Ferðaklúbburinn í dag, 20 árum eftir afrekið. Á myndinni er einnig hundur Sigurðar. Tveir lyflæknar á leið upp Lambatungnajökul. Sigurður með púlkuna í eftirdragi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.