Læknablaðið - jun 2019, Qupperneq 43
LÆKNAblaðið 2019/105 299
Áhrif af
tréspíra-
drykkju
Fyrstu áhrif af drykkju tréspíra eru
sljóleiki, skert samhæfing hreyfinga,
uppköst og kviðverkir. Eituráhrif geta
komið fram eftir neyslu á litlu magni
af tréspíra og jafnvel leitt til dauða.
Langvinnar afleiðingar hjá þeim sem
lifa af eitrunina geta orðið blinda og
nýrnabilun.
Áfengi getur
bjargað
Rætt var á aðalfundi Félags áhugam
anna um sögu læknisfræðinnar að
drykkja alkóhóls gæti bjargað þeim
sem drekka tréspíra. Efnasamsetn
ingin sé lík þótt áhrifin á líkamann
séu ólík.
„Metanól (tréspíri) og etanól eru
lík efnafræðilega og sami hvatinn
í líkam anum (alcohol dehydroge
nasi) brýtur þessi efni niður. Við
niðurbrot etanóls myndast vatn og
koltvísýringur en við niðurbrot trés
píra myndast maurasýra, formalín og
format sem eru öll eitruð. Maurasýran
sýrir blóðið og leiðir til þess að
sýrubasajafnvægi líkamans raskast
og sýrustig lækkar hættulega mikið
sem veldur vefjaskemmdum.“
Meðferðin beinist að því að leið
rétta sýrustig líkamans og reyna að
draga úr styrk þeirra eiturefna sem
myndast við niðurbrot tréspírans. „Sé
etanól í blóði á sama tíma og tré
spíri brotnar etanólið niður en ekki
tréspírinn og kemur það í veg fyrir
að eitruð niðurbrotsefni mynd ist. Ef
þéttni tréspíra er há geta komið fram
bein eituráhrif af honum, til dæmis á
taugakerfi og nýru.“
9. ágúst og líklega lést hann aðfararnótt
mánudags.“
Ragnar lýsti ítarlega hvernig Hjörtur
dreifði tréspíranum og skildi eftir flöskur
hér og þar í hvítum tjöldum hátíðargesta.
Hann lýsti einnig hvernig Hjörtur vaknaði
með einkenni tréspíraeitrunar á sunnu
deginum. „Er hann vaknaði og frameftir
degi var hann ringlaður og utan við sig og
sjón hans óskýr,“ sagði hann. Hjörtur hafi
lifað en aðrir fóru að deyja:
Þorlákur Sverrisson kaupmaður,
drakk um 750 ml og lést 9. ágúst.
Árný Guðjónsdóttir á Sandfelli, talin
hafa drukkið 200300 ml og lést 9. ágúst.
Ingvi Sveinbjörnsson, 300400 ml,
lést 9. ágúst.
Þórarinn Bernódusson,
nokkur hundruð ml og lést 9. ágúst.
Daníel Loftsson, verulegt magn eða um
lítri og lést 9. ágúst.
Guðmundur Guðmundsson,
lést 10. ágúst.
Sveinjón Ingvarsson, lést 10. ágúst.
Jón Gestsson andast aðfararnótt
þriðjudags 10. ágúst.
Ólafur Davíðsson, skipstjórinn,
látinn 11. ágúst.
Bróðir Jóns Gestssonar, Andrés, var einn
þeirra sem veiktust hastarlega. „Er hann
vaknaði á mánudagsmorgni, var hann
með uppköstum og leið illa. Þá hafði hann
fulla sjón. Er á daginn leið, dapraðist
sjónin, og um kvöldið sá hann allt í þoku.
Á þriðjudagsmorgni var hann fluttur á
sjúkrahús. Hann fékk aldrei sjónina aftur
og var ætíð kallaður Andrés blindi í Eyj
um eftir þetta,“ sagði Ragnar og að saga
hafi komist á kreik um að Andrés hafi
verið úrskurðaður látinn og kominn út í
líkhús, en hafi þá hreyft fingur og verið
fluttur til baka. „Ég fann þó hvergi neitt
skrifað um þetta,“ sagði Ragnar en fékk
þá stuðning úr sal og sagðist einn fundar
gesta hafa heyrt þetta frá fyrstu hendi.
Ólafur Davíðsson, skipstjóri á Stakksár
fossi, sem hafði fundið og flutt tunnuna
í land, andaðist síðastur, en hann lést
miðvikudaginn 11. ágúst. „Sagan segir
að eftir að hann hafði gert sér grein fyrir
afleiðingum tunnufundarins og dreifingu
innihaldsins, hafi hann tekið þá ákvörðun
að taka forlögin í eigin hendur og nýtti
hann sér tréspírann til þess,“ sagði Ragn
ar.
Af lítrunum 150 virðist sem um fimm
tíu hafi verið neytt með þessum alvarlegu
afleiðingum. „Eftirleikur þessa máls var
að þrír voru kærðir. Einn sýknaður og
tveir dæmdir, annar í tólf mánaða fangelsi
og hinn í sex mánuði fyrir manndráp af
gáleysi.“