Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 38

Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 38
prjón, brugðna hliðin snýr út á réttu. Fellið laust af frá röngu. Frágangur: Brjótið kantinn að hálfu yfir á röngu og Ieggið niður við í höndum. Saumið saman ermar. Gangið vel frá öllum lausum endum. Þvoið treyjuna úr mildu volgu sápu- vatni, setjið svolítið edik í síðasta skolvatn ef loðbandið lætur lit. Leggið á slétta plötu, sléttið vel með hendinni og strekkið með ryðfríum títuprjónum til að fá fallegt lag á treyjuna og kanturinn verði jafn og beinn. Pils, lítið útsniðið: Þar sem pilsið er prjónað með garðaprjóni er þægi- legast að prjóna bak- og framstykki hvort fyrir sig. Prjónið garðaprjóns- jaðar - takið síðustu L af óprj, en prjónið alltaf fyrstu lykkju. Þá er auðvelt að jaðra saman brúnir, svo garðar stemmi í hliðum. Byrjað er að prjóna frá mitti og niður, með því er hægara að ákveða um sídd og vídd. Strengur: Fitjið upp 72 (80) 88 L á prjóna nr 4 með einföldum plötu- lopa, prjónið slétt prjón 8 umf. Prjónið 1 garð sem myndar brún strengsins. Prjónið 1 sl 1 br 8 umf og aukið í 8 L með jöfnu millibili í síð- ustu umf. Skiptið yfir á pr nr 5 og prj pilsið með garðaprjóni. Prjónið 4 garða. Útaukning: Aukið er út í báðum hlið- um fyrir innan tvær fyrstu og síðustu lykkjurnar, auk þess þrisvar sinnum á eftirfarandi hátl. Prj 2 L, aukið í 1 L, prj 24 L, aukið í 1 L, prj þar til 26 L eru eftir á prjóninum, aukið í 1 L, prj 24 L, aukið í 1 L, prj 2 L. Prj 12 garða endurtakið þá útaukningu sem fyrr, ath. að bil milli útaukninga stækkar um 1 L, verður næst 25 L. Endurtakið þrisvar sinnum. Aukið síðan út í hliðum eftir hverja 12 garða. Ef óskað er eftir meiri vídd má fjölga útaukningum á mjöðmum eða prjóna færri garða milli útaukn- inga. Prjónið kant neðst á pilsið á eftirfarandi hátt: 1. umf slétt prjón frá röngu loðband. 2. umf gatasnar prjónað með lopa. 3. umf slétt prjón loðband. 4. -5. umf 1 garður með lopa. Og að lokum kantur með sléttu prjóni 8 umf ranga út. Fellið laust af frá röngu. Þvoið pilsið úr mildu volgu sápuvatni, setjið svolítið edik í síð- asta skolvatn ef loðbandið lætur lit. Leggið dúkana á slétta plötu, sléttið vel og strekkið með ryðfríum títu- prjónum og fáið fallegt lag á pilsið. Fóðrið pilsið með þunnu silkifóðri, sníðið það eftir prjóninu. Saumið í vél. Gangið frá fóðri í höndum við streng. Setjið teygju í mittisstreng. K. J. 38 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.