Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 38

Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 38
prjón, brugðna hliðin snýr út á réttu. Fellið laust af frá röngu. Frágangur: Brjótið kantinn að hálfu yfir á röngu og Ieggið niður við í höndum. Saumið saman ermar. Gangið vel frá öllum lausum endum. Þvoið treyjuna úr mildu volgu sápu- vatni, setjið svolítið edik í síðasta skolvatn ef loðbandið lætur lit. Leggið á slétta plötu, sléttið vel með hendinni og strekkið með ryðfríum títuprjónum til að fá fallegt lag á treyjuna og kanturinn verði jafn og beinn. Pils, lítið útsniðið: Þar sem pilsið er prjónað með garðaprjóni er þægi- legast að prjóna bak- og framstykki hvort fyrir sig. Prjónið garðaprjóns- jaðar - takið síðustu L af óprj, en prjónið alltaf fyrstu lykkju. Þá er auðvelt að jaðra saman brúnir, svo garðar stemmi í hliðum. Byrjað er að prjóna frá mitti og niður, með því er hægara að ákveða um sídd og vídd. Strengur: Fitjið upp 72 (80) 88 L á prjóna nr 4 með einföldum plötu- lopa, prjónið slétt prjón 8 umf. Prjónið 1 garð sem myndar brún strengsins. Prjónið 1 sl 1 br 8 umf og aukið í 8 L með jöfnu millibili í síð- ustu umf. Skiptið yfir á pr nr 5 og prj pilsið með garðaprjóni. Prjónið 4 garða. Útaukning: Aukið er út í báðum hlið- um fyrir innan tvær fyrstu og síðustu lykkjurnar, auk þess þrisvar sinnum á eftirfarandi hátl. Prj 2 L, aukið í 1 L, prj 24 L, aukið í 1 L, prj þar til 26 L eru eftir á prjóninum, aukið í 1 L, prj 24 L, aukið í 1 L, prj 2 L. Prj 12 garða endurtakið þá útaukningu sem fyrr, ath. að bil milli útaukninga stækkar um 1 L, verður næst 25 L. Endurtakið þrisvar sinnum. Aukið síðan út í hliðum eftir hverja 12 garða. Ef óskað er eftir meiri vídd má fjölga útaukningum á mjöðmum eða prjóna færri garða milli útaukn- inga. Prjónið kant neðst á pilsið á eftirfarandi hátt: 1. umf slétt prjón frá röngu loðband. 2. umf gatasnar prjónað með lopa. 3. umf slétt prjón loðband. 4. -5. umf 1 garður með lopa. Og að lokum kantur með sléttu prjóni 8 umf ranga út. Fellið laust af frá röngu. Þvoið pilsið úr mildu volgu sápuvatni, setjið svolítið edik í síð- asta skolvatn ef loðbandið lætur lit. Leggið dúkana á slétta plötu, sléttið vel og strekkið með ryðfríum títu- prjónum og fáið fallegt lag á pilsið. Fóðrið pilsið með þunnu silkifóðri, sníðið það eftir prjóninu. Saumið í vél. Gangið frá fóðri í höndum við streng. Setjið teygju í mittisstreng. K. J. 38 HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.