Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 48

Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 48
peysa úr eingirni Það hefur verið mikið í tísku undan- farið að prjóna peysur á ská, þ. e. frá einu horni til annars þangað til kom- ið er ferkantað stykki. Þegar búið er að prjóna þannig framstykki og bak eru þau saumuð saman, lykkjur tekn- ar upp að neðan og prjónaður strengur. Að ofan eru líka teknar upp lykkjur og prj brugðning f hálsmál og axlarstykki, saumað saman á hliðum og skilið eftir op f ermum. Ekkert garn er eins fallegt í svona peysur og íslenskt eingirni. - Eitt svona skáprjónað stykki getur líka verið fallegt í sessuborð. A þeirri peysu sem hér er sýnd er byrjað á hvítum þríhyrningi þannig: Fitjið upp 3 L, prj næstu umf brugðið. Aukið út á endum næsta prjóns sem er prj sl, 1 L hvoru megin. Aukið þannig um 2 lykkjur á endum hvers slétts prjóns þangað til f5 lykkjur eru á prjóninum. Þá 4 umf sauðsvart garðaprjón og haldið áfram að auka út á réttunni um 2 L (og stöðugt annanhvern prjón þangað til Í40 L eru á prjóninum), nú hvítt og slétt 8 umferðir, 2 sl umf silfurvír, iO umf milligrátt með gataröð í miðju, (í 5. umf 7 L sl, brugðið uppá prjóninn, 2 L saman, allar lykkjur brugðnar til baka); f garður hvítt angora, Í2 umf dökkgrátt m perluprjóni, 4 umf sauð- svart garðaprjón, 16 umf hvítt með hnútaröð í miðju (5 L sl, þá hnútur: fitjið upp 5 L eins og heklaðar loftlykkjur í næstu lykkju en haldið henni á prjóninum, prj síðan lykkj- una og bregðið uppfitjuðu lykkjunum yfir) prj brugðið til baka. Þá silfur- rönd 2 umf og 20 umf Ijósast grátt. Þar eru götin hvert uppaf öðru, sjötta hver lykkja og tvær umferðir á milli og mynda þannig gatarendur. Haldið svona áfram eftir smekk og tilfinn- ingu, misjafnlega breiðar rendur með gata og hnútamunstri á víxl og rend- 48 urnar afmarkaðar ýmist með silfur- garni eða angóra og stundum með sauðsvörtum görðum. Efni: Hvítt, ljósgrátt, milligrátt, dökkgrátt og sauðsvart eingirni. Hnota af silfurgarni, svolítið hvítt an- gora- eða mohairgarn (má sleppa). Prjónar nr 3. Hringprjónn og erma- prjónn. Þensla: 20 L x 20 umf = 7x7 cm. Framstykki: Prjónið fram og aftur á hringprjóninn, slétt á réttu, brugðið á röngu. Aukið út á endum hvers slétts prjóns þangað til 140 L eru á prjón- inum. Prjónið þá 2 saman í byrjun og á enda annarshvers prjóns þar til 3 L eru eftir. Bak prjónað eins. Aður en stykkin eru saumuð saman eru teknar upp 88 L að neðan á hvoru stykki og prjónaður strengur 5 cm, 1 sl, 1 br. Fellt af, ekki of fast. Teknar upp 100 L á hvoru stykki fyr- ir sig að ofan og prjónaðar 6-8 umf, 1 sl, 1 br. Ermar: Prjónaðar í hring nema stúk- urnar. Fitjið upp 60 L og prj 1 sl 1 br 5 cm. Prjónið nú slétt á erma- hringprjón og aukið strax í fyrstu umf uppí 100 L. Þá er fyrsti munsturbekk- ur prjónaður sem er hvítur með hnút- aröð í miðju, síðan silfur, þá gata- rendur í ljósasta gráu, o. s. frv. End- að á breiðri hvítri hnútarönd. Fellt af þegar ermin er 42 cm. Hliðar á boln- um saumaðar saman og gert ráð fyrir jafnbreiðu opi og ermarnar eru. Saumað saman á öxlunum þannig að gott op sé fyrir hálsmáli; ermarnar saumaðar í og peysn pressuð léttilega á röngunni. A. S.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.