Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 48

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 48
peysa úr eingirni Það hefur verið mikið í tísku undan- farið að prjóna peysur á ská, þ. e. frá einu horni til annars þangað til kom- ið er ferkantað stykki. Þegar búið er að prjóna þannig framstykki og bak eru þau saumuð saman, lykkjur tekn- ar upp að neðan og prjónaður strengur. Að ofan eru líka teknar upp lykkjur og prj brugðning f hálsmál og axlarstykki, saumað saman á hliðum og skilið eftir op f ermum. Ekkert garn er eins fallegt í svona peysur og íslenskt eingirni. - Eitt svona skáprjónað stykki getur líka verið fallegt í sessuborð. A þeirri peysu sem hér er sýnd er byrjað á hvítum þríhyrningi þannig: Fitjið upp 3 L, prj næstu umf brugðið. Aukið út á endum næsta prjóns sem er prj sl, 1 L hvoru megin. Aukið þannig um 2 lykkjur á endum hvers slétts prjóns þangað til f5 lykkjur eru á prjóninum. Þá 4 umf sauðsvart garðaprjón og haldið áfram að auka út á réttunni um 2 L (og stöðugt annanhvern prjón þangað til Í40 L eru á prjóninum), nú hvítt og slétt 8 umferðir, 2 sl umf silfurvír, iO umf milligrátt með gataröð í miðju, (í 5. umf 7 L sl, brugðið uppá prjóninn, 2 L saman, allar lykkjur brugðnar til baka); f garður hvítt angora, Í2 umf dökkgrátt m perluprjóni, 4 umf sauð- svart garðaprjón, 16 umf hvítt með hnútaröð í miðju (5 L sl, þá hnútur: fitjið upp 5 L eins og heklaðar loftlykkjur í næstu lykkju en haldið henni á prjóninum, prj síðan lykkj- una og bregðið uppfitjuðu lykkjunum yfir) prj brugðið til baka. Þá silfur- rönd 2 umf og 20 umf Ijósast grátt. Þar eru götin hvert uppaf öðru, sjötta hver lykkja og tvær umferðir á milli og mynda þannig gatarendur. Haldið svona áfram eftir smekk og tilfinn- ingu, misjafnlega breiðar rendur með gata og hnútamunstri á víxl og rend- 48 urnar afmarkaðar ýmist með silfur- garni eða angóra og stundum með sauðsvörtum görðum. Efni: Hvítt, ljósgrátt, milligrátt, dökkgrátt og sauðsvart eingirni. Hnota af silfurgarni, svolítið hvítt an- gora- eða mohairgarn (má sleppa). Prjónar nr 3. Hringprjónn og erma- prjónn. Þensla: 20 L x 20 umf = 7x7 cm. Framstykki: Prjónið fram og aftur á hringprjóninn, slétt á réttu, brugðið á röngu. Aukið út á endum hvers slétts prjóns þangað til 140 L eru á prjón- inum. Prjónið þá 2 saman í byrjun og á enda annarshvers prjóns þar til 3 L eru eftir. Bak prjónað eins. Aður en stykkin eru saumuð saman eru teknar upp 88 L að neðan á hvoru stykki og prjónaður strengur 5 cm, 1 sl, 1 br. Fellt af, ekki of fast. Teknar upp 100 L á hvoru stykki fyr- ir sig að ofan og prjónaðar 6-8 umf, 1 sl, 1 br. Ermar: Prjónaðar í hring nema stúk- urnar. Fitjið upp 60 L og prj 1 sl 1 br 5 cm. Prjónið nú slétt á erma- hringprjón og aukið strax í fyrstu umf uppí 100 L. Þá er fyrsti munsturbekk- ur prjónaður sem er hvítur með hnút- aröð í miðju, síðan silfur, þá gata- rendur í ljósasta gráu, o. s. frv. End- að á breiðri hvítri hnútarönd. Fellt af þegar ermin er 42 cm. Hliðar á boln- um saumaðar saman og gert ráð fyrir jafnbreiðu opi og ermarnar eru. Saumað saman á öxlunum þannig að gott op sé fyrir hálsmáli; ermarnar saumaðar í og peysn pressuð léttilega á röngunni. A. S.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.