Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Side 20

Hugur og hönd - 01.06.1993, Side 20
Engar sagnir eru til sem greina frá upphafi flókagerðar, en víst er að það hefur verið fyrir árþúsundum. í grárri forneskju hafa menn byrjað að nota skinn og húðir veiðidýra til fatnaðar og í skýli sín og ef til vill ull eða dýrahár í undirbreiðslur og til skjóls. Elstu skriflegar frásagnir um flókateppi er að finna í kínverskum ritum frá því um 230 f.Kr. Þar er sagt frá því að hermenn noti flókaklæði og jafnvel flókaskildi til varnar í orrustum. Til eru, frá þessum tíma, skrifaðar pantanir á stórum flókateppum. Þau voru þá þegar orðin mikilsverð verslunarvara og fjölbreytt flókagerð orðin alþekkt og almenn í Austur- og Mið-Asíu. Þessi verktækni barst snemma vestur á bóginn, til landanna við austanvert Miðjarðarhaf, síðan til Grikkja og Rómverja og þaðan til annarra Evrópuþjóða. Þó flókafatnaður væri aðallega notaður af almúgafólki má finna sagnir um notkun hans hjá keisurum, hershöfðingjum og 3. 20 Ullin bleytt og bald. 5. Teppið tilbúið. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.