Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 29
steinasöfnunina og leit að hug-
myndum um hvernig nota mætti
þá í listaverk.
Víða má finna fallega steina.
Ágúst segist alltaf hafa gætt þess
að fá leyfi hjá viðkomandi land-
eigendum ef hann leitaði að
steinum í byggð. Hann nefnir
nokkra staði, en líklega hafi
hann fundið sérkennilegustu
steinana í grjótinu sem var
sprengt úr Múlagöngunum.
Ágúst hafði auðvitað oft séð
hve fagrir steinar geta verið þeg-
ar þeir eru brotnir, jafnvel steinar
sem allajafna vekja enga athygli
geta verið heill heimur fagurra
lita og forma sem koma í ljós ef
steinninn er klofinn.
Hann kom sér upp tækjum til
að saga steina í sundur og til að
slípa þá. Ágúst náði fljótt mikilli
tækni við að saga steina niður í
örþunnar flögur, allt frá 1/2 mm
- 2 mm á þykkt, þær voru svo
þunnar að það mátti lýsa í gegn-
um þær og skoða í venjulegri
litskyggnuvél. Þannig gat hann
lyft huliðshjálmi þessarar ótrú-
legu fegurðar og leyft okkur að
sjá inn í veröld sem okkur flest-
um, ef ekki öllum, var áður hul-
in. Ágúst hófst nú handa við að
mynda steinþynnurnar á lit-
skyggnur. Ýmsir sáu myndirnar,
Ágúst var beðinn að sýna þær á
fundum og ýmsum samkomum.
Eitt sinn sýndi hann þær á
kvöldvöku í Hveragerði. Þar var
LitbrigSi íslenskra steina eru ótrúleg.
Sú hugmynd vaknaði hjá
Ágústi að þessar undramyndir
gætu verið kjörinn sköpunarvaki
fyrir ljóðskáld og tónskáld. Hann
þekkti ljóð Kristjáns frá Djúpalæk
og mörg þeirra höfðuðu sterkt til
hans. Ekki þekkti hann skáldið
persónulega og kom sér ekki að
því að tala um þennan áhuga
sinn við það. Sonur Ágústs, Jón
Geir, vissi um þessa hugmynd
föður síns. Hann fór dag einn
með nokkrar litskyggnur á fund
skáldsins, sýndi honum þær og
sagði frá hugmynd föður síns.
Þegar Kristján frá Djúpalæk
fékk að sjá inn í þá undraveröld
Jón Kaldal ljósmyndari. Hann tilurð þeirra. Fékk hann eina
hreifst mjög af myndunum og skyggnu lánaða og lét stækka
fékk upplýsingar hjá Ágústi um hana á pappír. Hann hvatti Ágúst
mjög til að taka fleiri myndir og
yfirfæra þær á pappír.
HUGUR OG HOND
29