Hugur og hönd - 01.06.1993, Side 42
borgarinnar og einnig hefur hann
náð sér í rekavið í fjörunum við
Grindavík, þar má stundum finna
gott efni.
Aðallega rennir Bjarni úr birki,
fyrst beinist verkið að því að ná
fullkomlega fram því formi sem
hann hefur hugsað sér og teikn-
að, síðan tekur slípunin við, og að
lokum vaxber hann munina og
slípar þar til hann er fullkomlega
ánægður með árangurinn. Vax-
meðferðin er vandasöm og sein-
leg, með því að reyna ýmsar
vaxgerðir og önnur efni sem
Bjarni blandar saman við vaxið
hefur hann nú loks fundið sam-
setningu eða uppskrift sem hann
er fullkomlega sáttur við, en eðli-
lega er uppskriftin enn atvinnu-
leyndarmál. Allt þetta tekur sinn
tíma, hvern verkþátt þarf að
vanda vel til þess að heildarár-
angurinn verði góður.
Munir þeir sem Bjarni rennir
bera með sér ákveðin sérkenni,
bæði hvað varðar form og áferð,
hann er stöðugt að reyna fyrir sér
með ný form og nýja hluti. Þegar
hann hefur rennt úr birki hefur
hann gjarnan látið börkinn vera
ósnertan á hluta munanna, þá
sést upprunalegt form og litur
viðarins sem gripurinn er smíð-
aður úr og þá koma líka vel fram
andstæður í áferð þar sem stærsti
hlutinn af yfirborði gripsins er
fullkomlega sléttur og silkimjúkur
en þar má líka finna hrjúft yfir-
borð barkarins. Skálar sem Bjarni
rennir úr rekaviði eru athyglis-
verð tilraun til að tefla saman
andstæðum í formi og áferð. Litur
rekaviðarins getur stundum verið
dálítið sérstæður og svo geta
göng trjámaðksins gefið munum
úr rekaviði sérkennilegt og ein-
stakt yfirbragð.
Framtak Bjarna ætti að vera
þeim hvatning sem skapa fagra
listmuni, það er hægt að hasla sér
völl og vinna markað ef munirnir
eru nægilega vandaðir, hönnunin
listræn og allur frágangur í besta
lagi.
Þórir Sigurðsson
Ljósmyndir: Bjarni Þórðarson.
42
HUGUROG HOND