Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Síða 24

Hugur og hönd - 01.06.1997, Síða 24
Þj óðbúningager ð Magnea Þorkelsdóttir er fædd í Reykjavík 1911. Hún gekk í Mið- bæjarskólann og síðar Kvenna- skóla Reykjavíkur sem hún útskrif- aðist úr 1929. I báðum þessum skólum var mikil hannyrða- kennsla. I Kvennaskólanum lærði hún að baldýra og sauma íslensk- an búning. Námsmeyjar voru hvattar til að nota þennan búning og enn er haldinn peysufatadagur í Kvennaskólanum. Eftir að námi lauk réðst hún til starfa hjá frk. Sól- veigu í Dyngju en það var fyrir- Magnea Þorkelsdóttir. tæki sem starfaði í Reykjavík og saumaði íslenska þjóðbúninga eftir pöntun. Fyrir Alþingishátíðina 1930 var sérlega mikið að gera í Dyngju. Margir vildu koma sér upp búningi. Þarna voru saumað- ir a.m.k. 10 skautbúningar og einnig voru gamlir búningar lag- færðir, víkkaðir eða þrengdir. Margir af þessum skautbúningum sem hún vann við eru enn til. Annaðhvort baldýraði eða skatter- aði hún samfelluna. Þær unnu þetta oft saman þannig að sú sama saumaði ekki allan búninginn heldur hver sinn hluta. Ef mikið lá á gátu þær hún og Sólveig baldýrað hvor sinn upphlutsborð- ann án þess að nokkur hand- bragðsmunur sæist. Stundum þurfti að taka vinnuna með heim til að ljúka á tilsettum tíma og standa við gefin loforð. Eftir að Magnea hætti að vinna og giftist hefur hún saumað alla sína þjóð- búninga sjálf, bæði peysuföt, upp- hluti og eftir að hún varð biskups- frú saumaði hún sér skautbúning á aðeins þremur vikum og er það heilmikið afrek með stóru heimili. Hugmyndin að mynstrinu á sam- fellunni og treyjunni er í Þjóð- minjasafninu á litlum upphluts- borða sem er saumaður með mis- litu garni og silfurvír. Dætur, tengdadætur og barnabörn hafa líka notið góðs af kunnáttu hennar. Nokkrar úr þeim hópi hafa lært hjá henni að baldýra og fengið aðstoð við að sauma sér eða dætrum sín- um þjóðbúninga. Aðallega er það upphlutur sem unga kynslóðin vill eignast. Gíslrún Sigurbjörnsdóttir Ljósmynd afborðum: Þjóðminjasafn íslands Upphlutsborðar af þjóðminja- safni, fyrirmynd að skreytingu á búningi Magtieu. 24 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.