Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Qupperneq 26

Hugur og hönd - 01.06.1997, Qupperneq 26
Sæfíflar, silfur, blágrýti. Næla, víkingaskip, silfur, gull. Næla, gull. Næla, kútter, silfur. Ætt og uppruni Sigurður er sonur Hólmfríðar Hemmert og Þórólfs Sigurðssonar, bónda og ritstjóra. Hann ólst upp í Skagafirði og Mývatnssveit en gekk í skóla á Sauðárkróki þar sem móðir hans kenndi í mörg ár. Hann stundar nú smíðar úr gulli og silfri á vetrum en dvelur á föðurleifð sinni, Þórólfshvoli í Mývatnssveit, á sumrin. Skipasmíðin Sigurður var um tvítugt þegar hann flutti til Reykjavíkur. Það var svo upp úr 1960 að hann byrjaði að smíða skipalíkön úr tré og var við þá iðju í tíu ár. Hann starfaði á þess- um árum sem skrifstofustjóri hjá Trésmiðjunni Víði og smíðastarfið var eingöngu tómstundaiðja. Hann segist stundum furða sig á þolin- mæði konu sinnar, því skipasmíðin var öll unnin í litlum eldhúskrók. En upp úr 1970 breyttist efniviður- inn og Sigurður sneri sér að gull- og silfursmíðinni undir leiðsögn Sig- mars í Módelskartgripum. Fyrst í stað voru það eingöngu skartgripir sem hann smíðaði. Árið 1976 fluttu þau í Arnartang- ann ásamt dætrunum Hólmfríði og Ragnhildi. Skömmu síðar eða um 1980 fór Sigurður aftur í gömlu 26 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.