Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 28
Batikverk
/
Katrínar H. Agústsdóttur
Stefán Halldórsson.
Katrín H. Ágústsdóttir.
Líklega mun óhætt að fullyrða að
Katrín H. Agústsdóttir sé sú list-
iðnaðarkona hér á landi sem einna
mest hefur látið að sér kveða við
gerð mynda og muna með batik-
tækni. Verk hennar eru vel þekkt
og prýða mörg heimili víða um
land.
Fregnritari Hugar og handar brá
sér í heimsókn til Katrínar og Stef-
áns Halldórssonar manns hennar
til að fræðast um listiðnaðar- og
myndlistarferil hennar. Katrín og
Stefán búa í fallegu einbýlishúsi í
Arbænum í Reykjavík og þar
ræddum við saman.
Katrín er barnfæddur Reykvík-
ingur. Snemma vaknaði áhugi
hennar á teikningu og varð hún
góð í þeirri námsgrein þegar á
barnaskólaárunum. Hún fór í
Gagnfræðaskóla verknáms, en þar
var verknámi og bóknámi gert
nokkuð jafnt undir höfði. Sú
námstilhögun átti vel við Katrínu
og áhugi hennar á mynd- og hand-
menntum óx.
Eftir lokapróf frá Gagnfræða-
skóla verknáms ákvað Katrín, í
samráði við foreldra sína, að fara í
Handavinnukennaradeild Kenn-
araskólans. Hún fann að áhuginn
var mestur á sviði hand- og mynd-
lista. En hún vildi líka vera með á-
kveðin starfsréttindi til að geta
sjálf séð fyrir sér. Á þessum tíma
var það skipulag á Handavinnu-
kennaradeildinni að nýir nemend-
ur voru aðeins teknir í deildina á
tveggja ára fresti. Og þannig stóð á
að Katrín varð að bíða í eitt ár til að
geta hafið þar nám. Þá vildi svo
vel til að hún heyrði í útvarpinu
auglýsingu um dagnám í Mynd-
lista- og Handíðaskólanum. Hún
fór og kynnti sér hvað þarna væri í
boði. Kom þá í ljós að meðal ann-
ars var þar nám í deild sem nefnd-
ist „Hagnýt myndlist". Þegar
Handavinnu -og smíðakennara-
deildirnar, sem stofnaðar höfðu
verið og reknar af myndarskap í
nokkur ár við Handíðaskólann,
voru fluttar að Kennaraskólanum,
vildi skólastjórinn Lúðvíg Guð-
mundsson áfram bjóða nemend-
um myndmenntarnám tengt skap-
andi handverki og stofnaði því
þessa nýju deild innan skólans.
Þótt ung væri, aðeins 16 ára,
28 Hugur og hönd 1997