Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Page 37

Hugur og hönd - 01.06.1997, Page 37
RV. )TH U/'A WjniiM ■ /'vm m/ik Helgi Jónsson, nemandi t Skurðlistarskóla Hannesar Flosasottar, við tréskurð. Nemendur Hanttesar, Attna Lilja Jónsdóttir og Bjartti Egilsson, önntitn kafin við útskurð. Sjálfur hefur Hannes einnig ver- ið afkastamikill og prýða verk hans fjölmörg heimili um allt land. Hannes segist leggja áherslu á að öll skurðverk séu merkt með nafni eða stöfum höfundar eða hönnuðar og þess sem skar hlut- inn út. „Ég reyni að leggja áherslu á að höfundarréttur sé virtur og hlutir ekki fjölfaldaðir án leyfis. Því miður eru nokkur brögð að því að fólk stæli hluti sem aðrir hafa hannað og merki eigin nafni, sem er brot á höfundarlögum", segir Hannes. Hann minnir á að sett voru lög árið 1993 um höfundar- rétt á hönnun og auðvitað einnig á mynstrum, þessi lög þurfi allir sem vinna að hönnun og hvers konar framleiðslu, til dæmis gerð og framleiðslu minjagripa, að kynna sér. Hann álítur að framtíð tréskurð- arlistar sé góð, möguleikar góðrar hönnunar ásamt glæsilegri skurð- tækni eigi eftir að standa sig við hlið annarra verka í listflóru kom- andi tíma. Möguleikarnir séu margir ef vel er að verki staðið. A þessum 25 árum sem Skurð- listarskóli Hannesar hefur starfað hafa margir nemendur hlotið markvissa þjálfun í tréskurði, skól- inn hefur bætt úr brýnni þörf á þessu sviði handlistar. Hugur og hönd óskar Hannesi og skólanum til hamingju með tímamótin og bjartrar framtíðar. Þórir Sigurðsson Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfs- son/ímynd Hugur og hönd 1997 37

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.