Fréttablaðið - 18.03.2020, Page 4

Fréttablaðið - 18.03.2020, Page 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Samkvæmt frumvarpi geta greiðslur til fólks í sóttkví hæstar orðið 21.100 krónur á dag. Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Allt fyrir afmælið! Æskilegt er að þeir sem eru í áhættuhópi hugi vel að andlegri og líkamlegri heilsu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN COVID-19 „Eldri borgarar á Íslandi er hópur sem er vanur alls konar áföllum og tekur hlutunum með æðruleysi. Þessi mikla skerðing á samskiptum er verst. Núna eru allir að reyna að finna lausnir á því,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Þeir sem eru 67 ára og eldri eiga fremur á hættu en aðrir að fá alvar- leg einkenni af COVID-19 veirunni. Í gær var greint frá andláti erlends ferðamanns á Húsavík. Er nú verið að rannsaka hvort hann hafi látist af völdum veirunnar, er það þó talið ólíklegt. Alls hafa greinst 240 smit hér á landi og eru um tvö þúsund manns í sóttkví. Minnst fimm eru læknaðir. Lokað hefur verið fyrir heim- sóknir á hjúkrunarheimili og hefur félagsmiðstöðvum fyrir fullorðna verið lokað. Hátt í þrjátíu slíkar eru starfræktar á höfuðborgarsvæðinu og eru þær fastur liður í lífi margra. Öll önnur þjónusta, þar á meðal heimaþjónusta, heimahjúkrun og stuðningsþjónusta er órofin. Eru margir eldri borgarar í sjálfskipaðri sóttkví. „Hér á landi eru tæplega 45 þúsund manns yfir 67 ára aldri. Þetta er gríðarlega stór hópur,“ segir Þórunn. Þá eru rúmlega tíu þúsund sem búa einir. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir að verið sé að gera hið besta til að draga úr erfiðleikum þeirra sem eru heima. „Þetta getur lent á eldri borgurum frekar en öðrum, sérstaklega þeim sem eru einangraðir,“ segir Ellert. Þingsályktunartillaga Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Sam- fylkingarinnar, um að láta rannsaka umfang þunglyndis meðal eldri borgara var samþykkt síðasta haust. Hann segir að staðan sem nú sé uppi auki hættuna sem nú þegar er til staðar þegar kemur að þung- lyndi og kvíða. „Þetta er hópur sem er í áhættuhópi. Það er óvissa, það er ótti. Þetta er kynslóð sem er ekki vön að kvarta. Ef einhvern tímann var ástæða til að hafa samband við eldri vini og ættingja þá er það núna,“ segir Ágúst Ólafur. „Ef maður er í þeirri stöðu að þurfa að halda sér einn heima þá tekur það ekkert langan tíma að leiða til þunglyndis.“ Þórunn segir mikla vinnu í gangi af hálfu fjölmargra aðila til að gera líf í einangrun bærilegra. „Fólk er áberandi duglegt við að fara út að ganga þó að færðin sé fúl. Það er unnin heilmikil vinna við að hjálpa þessum hópi,“ segir Þórunn. Landssambandið býður upp á leiðbeiningar á snjalltæki, og segir Þórunn að fyrirspurnum um slíkt hafi rignt yfir skrifstofuna í gær. „Á sama tíma þarf maður að hugsa um hvað maður á að gera við tímann þegar maður er ekki beint í sóttkví, en næstum því. Það eru mörg góð húsráð. Fara yfir myndaalbúmin til dæmis. Það er alltaf eitthvað sem fellur til ef maður lítur í kringum sig.“ arib@frettabladid.is Eldri borgarar vanir áföllum Stór hópur eldri borgara er í sjálfskipaðri einangrun vegna COVID-19 faraldursins. Formaður Landssam- bands eldri borgara segir að fyrirspurnum um leiðbeiningar vegna notkunar snjalltækja rigni inn. Hér á landi eru tæplega 45 þúsund manns yfir 67 ára aldri. Þetta er gríðarlega stór hópur. Þórunn Sveinbjörns- dóttir, formaður Landssambands eldri borgara Ef einhvern tímann var ástæða til að hafa samband við eldri vini og ættingja þá er það núna. Ágúst Ólafur Ágústs- son, þingmaður Samfylkingar- innar Guðjón Helgason, upplýsingafull- trúi Isavia. XXXXXXXXXX SA MGÖNGUR Af 33 áætluðum komum farþegaþota til Keflavíkur- flugvöll í gær var sextán aflýst sam- kvæmt upplýsingasíðu vallarins. Umsvifin í Leifsstöð eru þannig að dragast hratt saman og líkur á að þau verði enn minni f ljótlega. Tví- sýnt er því um störf margra þar á meðan ástandið vegna COVID-19 varir. „Það eina sem ég get sagt núna er að við erum að fara yfir stöðu mála. Það er gríðarleg óvissa og við erum að fylgjast með þeim ákvörðunum sem okkar stærstu viðskiptavinir, það er að segja flugfélögin er að taka og eru að fara að taka,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, aðspurður hvernig þessi staða endurspeglist í starfsemi og starfs- mannahaldi fyrirtækisins. - gar Mikil óvissa hjá flugvallarfólki Sextán af 33 áætluðum komum á Keflavíkurflug- velli í gær var aflýst sam- kvæmt vefsíðu vallarins. COVID-19 Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hafa sett fram frumvörp til að mæta ef nahagsleg um skak kaföllum fyrirtækja og einstaklinga vegna COVID-19 faraldursins. Frumvarp fjármálaráðherra lýtur að ýmsum breytingum á lögum um tekjuskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjald, fjársýslu- skatt, virðisaukaskatt og f leiri. Er því ætlað að gefa fresti og auka sveigjanleika lögaðila og stofnana vegna ástandsins sem upp er komið. Einn er sá þáttur frumvarps- ins sem ætla má að tengist ekki faraldrinum en það er breyting sem lýtur að tvöfaldri refsimeð- ferð vegna skattalagabrota. Er þar lagt til að ekki verði beitt álagi á endurákvarðaða skattstofna eða skatta ef máli því hefur verið vísað til refsimeðferðar. Félagsmálaráð- herra leggur fram frumvarp um tímabundnar greiðslur til þeirra sem dvelja í sóttkví, án þess að sýna merki þess að vera sýktir af veirunni. En á þriðja þúsund manns dvelja nú í sóttkví og sú tala mun vafalaust hækka. Taka greiðslurnar mið af heildar- launum viðkomandi launamanns, en geta þó ekki verið hærri en nemur 633 þúsund króna mánað- arlaunum, eða 21.100 krónur fyrir hvern dag í sóttkví. Á þetta einnig við um einyrkja. Þá leggur félagsmálaráðherra einnig fram frumvarp um minnkað starfshlutfall eins og boðað var. Að fólk og fyrirtæki eigi möguleika á því að minnka hlutfallið í stað þess að starfsmanni sé sagt upp og greiði Ábyrgðarsjóður launa mismuninn. Skilyrðin eru að hlutfallið sé minnkað um að minnsta kosti 20 prósent og að starfsmaður verði áfram í að minnsta kosti hálfu starfi. Heildarsumma launa og bóta hvers einstaklings má ekki fara yfir 650 þúsund krónur á mánuði. – khg Margvíslegar tilslakanir í frumvörpum sem lögð hafa verið fram JAFNRÉTTISMÁL „Ég er sammála því sem fram kemur í svari forsætis- ráðherra að 25 brot frá gildistöku laganna árið 2008 eru 25 brotum of mikið. Það er jákvætt að nú sé í gangi vinna í tengslum við endurskoðun laganna sem vonir eru bundnar við að muni leiða til fækkunar brota gegn lögunum í framtíðinni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þing- maður Viðreisnar, um umfang brota hins opinbera á jafnréttislögum. Svar forsætisráðherra við skrif- legri fyrirspurn Hönnu Katrínar var lagt fram á Alþingi í gær. Þar kemur fram að opinberir aðilar hafi 20 sinnum brotið gegn banni við mis- munun við ráðningu í störf á grund- velli kyns. Í þrettán tilfellum var kærandi kona en karl í sjö tilfellum. Þá eru brot gegn banni við mismunun í launum eða öðrum kjörum á grund- velli kyns fimm talsins. Hanna Katrín segir það vekja athygli að brotin hafi ekki aðallega átt sér stað á fyrstu árunum eftir gildistöku laganna. Þannig hefur hið opinbera verið dæmt fyrir brot á banni við mismunun á ráðningu í störf á hverju ári frá 2009 til 2019. Forsætisráðherra svarar ekki þeim lið fyrirspurnarinnar sem snýr að fjárhæð bóta sem ríkissjóður hafi þurft að greiða vegna umræddra brota. Rétt sé að beina því til ein- staka ráðuneyta. „Það er sérkennilegt að forsætis- ráðherra, sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála, svari því ekki ein- faldlega hversu háar fjárhæðir ríkis- sjóður hefur greitt í bætur vegna þessara brota, heldur komi með stjórnsýslufyrirslátt,“ segir Hanna Katrín. „Mig minnti reyndar að einhver þessara brota tengdust forsætisráðu- neytinu, en það hlýtur að vera mis- minni hjá mér miðað við þetta svar,“ bætir hún við. Þess vegna hefur Hanna Katrín sent aðra fyrirspurn til forsætisráð- herra til að fá úr því skorið hvaða stofnanir og ráðuneyti hafi gerst brotleg við lögin. – sar Ríkið brotið jafnréttislög 25 sinnum Það er sérkennilegt að forsætisráð- herra, sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála, svari því ekki einfaldlega hversu háar fjárhæðir ríkissjóður hefur greitt í bætur vegna þessara brota. Hanna Katrín Friðriksson, þing- maður Viðreisnar 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.