Fréttablaðið - 18.03.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 18.03.2020, Síða 12
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Daginn sem Trump lokaði landamærum Bandaríkjanna tók ég á móti 129 afbókunum, þær komu alls staðar að úr heiminum. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóakims Tryggva Andréssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossheima fyrir kærleiksríka umönnun. Sigríður A. Jónsdóttir Andrés Yngvi Jóakimsson Kristbjörg S. Richter Auðunn Ingi Jóakimsson Hekla Sørensen Birkir Hrafn Jóakimsson Jóhanna V. Ingvarsdóttir Víðir Örn Jóakimsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Ingimundarson Þorsteinsgötu 17, Borgarnesi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 6. mars. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Brákarhlíð. Margrét Guðmundardóttir Jóhannes Ellertsson Pálmi Guðmundsson Elín Magnúsdóttir afa- og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Emilía Viggósdóttir tannsmiður, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð laugardaginn 14. mars. Í ljósi hinna óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir mun útför fara fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar og verður auglýst þegar þar að kemur. Gunnar Valdimarsson Viggó Valdimarsson Hörður Valdimarsson Þórunn Gunnarsdóttir Haukur Valdimarsson Linda Björk Elíasdóttir Margrét Valdimarsdóttir Niels Kalhave Lene A. Valdimarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Leó Kristjánsson vísindamaður emeritus, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi föstudaginn 13. mars. Í ljósi hinna óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir mun útför fara fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar og verður auglýst þegar þar að kemur. Elín Ólafsdóttir Kristján Leósson Margrét Leósdóttir Hildigunnur Sverrisdóttir Kristján Bragason Nanna Kristjánsdóttir Elín Kristjánsdóttir Tómas Leó Kristjánsson María Ósk Kristjánsdóttir Kristján Nói Kristjánsson Okkar ástkæri Birgir Bjarnason Aðalstræti 20, Bolungarvík, áður bóndi á Miðdal, lést á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík 12. mars. Jarðsungið verður frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 21. mars klukkan 14.00. Vegna sérstakra aðstæðna þarf að takmarka fjölda í kirkju. Útförinni verður útvarpað í bíla fyrir utan kirkju sem og yfir Bolungarvík. Jónína Birgisdóttir Lárus Guðmundur Birgisson Hugrún Alda Kristmundsdóttir Guðný Eva Birgisdóttir Elías Þór Elíasson barnabörn, makar og barnabarnabörn. Elsku faðir minn, stjúpfaðir og frændi okkar, Magnús Guðmundsson blómaskreytir og nuddari, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 6. mars 2020. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 20. mars kl. 13.00. Guðmundur Ás Magnússon Eva Kristín Arndal Stefanía M. Arndal Guðbjörg Arndal Jóhann Róbert Arnarsson Elva Dögg Gunnarsdóttir og Sigríður Helga Þorsteinsdóttir Elsku pabbi minn, bróðir okkar og mágur, Guðmundur S. Ingimarsson Tunguheiði 6, Kópavogi, andaðist á líknardeildinni í Kópavogi, þriðjudaginn 10. mars. Sökum aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey en minningarathöfn verður auglýst síðar. Alexander Már Guðmundsson Guðrún Kristinsdóttir Helgi Stefánsson Alexander Ingimarsson Edda Ástvaldsdóttir Birna Rúna Ingimarsdóttir Friðþjófur Th. Ruiz Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Pálsson málari, veiðimaður, fluguhnýtari og náttúruvinur, lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn mánudaginn 16. mars sl. Útförin verður auglýst síðar. Hallur Ægir Páll Daníel og Linda Edda Huld Eggert og Ásta Björk barnabörn og barnabarnabörn. Hér hefur næturgestum fækkað mjög mikið á síðustu sólarhringum og af bókanir streyma inn fyrir mars, apríl og maí,“ segir Þorbjörg Arnórsdóttir á Hala í Suðursveit. „Allt hefur þetta gerst mjög hratt og staðan er orðin gerbreytt bara frá því fyrir viku síðan. Daginn sem Trump lokaði landa- mærum Bandaríkjanna tók ég á móti 129 af bókunum, þær komu alls staðar að úr heiminum.“ Þorbjörg rekur gistingu á  Hala með  fjölskyldu sinni,  auk Þórbergs- seturs, þar sem föst sögusýning er og veitingasala. Fram að þessu segir hún hópa hafa komið reglubundið í mat á Þórbergssetri í hádeginu en býst við að hlé verði á því nú í einhverja mánuði. Líklega verði þó setrið opið áfram yfir daginn, þannig að hægt sé að skoða sýninguna þar og þá verði kaffið á könn- unni. Þrettán starfsmenn vinna við ferða- þjónustuna á Hala, auk heimafólks, að sögn Þorbjargar. Meirihluta starfs- liðsins segir hún  fastráðinn, eða átta manns, en fimm starfsmenn lausráðna. Sumir þeirra hafi ætlað að hætta í vor og kannski fari þeir eitthvað fyrr en áætlað hafi verið, fyrst ástandið sé eins og raun ber vitni. „Við viljum í sjálfu sér ekki senda neinn í burtu enda er þetta fólk sunnan úr Evrópu og á ekk- ert auðvelt með að komast heim til sín á þessum tímum, bæði er Covid-19 gras- serandi þar og landamærum hefur víða verið lokað. Fólkinu finnst það eiginlega öruggast hér, eins og staðan er núna og ég skil það vel.“ Þorbjörg hugsar í lausnum og í stað þess að setjast niður og leggja kapal ætlar hún að nota rólega tímann til upp- byggingar fyrir f leiri. „Ég hef ákveðið að setja upp íslenskunám fyrir útlending- ana sem starfa á Hala. Mig hefur lengi dreymt um það en hef bara ekki gefið mér tíma til þess fyrr. Nú er lag,“ segir Þorbjörg, sem er kennaramenntuð og var skólastjóri árum saman í Suðursveit, áður en skólahald þar var lagt niður. „Ég er búin að setja mig í samband við Mála- skólann Mími, og á von á kennsluefni frá honum sem hentar okkur.“ gun@frettabladid.is Ætlar að kenna erlendu starfsfólki íslensku á Hala Ferðamenn hafa farið óhindrað um landið síðustu vikurnar, að vanda, en nú fækkar þeim ört sem sækja Ísland heim. Þorbjörg Arnórsdóttir á Hala í Suðursveit horfir fram á rólegheit í ferðaþjónustu næstu mánuði. Þá kemur kennarinn upp í henni. „Fólkinu finnst það eiginlega öruggast hér eins og staðan er núna,“ segir Þorbjörg. 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.