Fréttablaðið - 18.03.2020, Page 34

Fréttablaðið - 18.03.2020, Page 34
Tilkostnaðurinn af því að gera aðeins of mikið verður alltaf minni en tjónið af því að gera of lítið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. 17.03.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 18. mars 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN PwC | Bókhald & laun | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar Með nýjum rafrænum lausnum sjáum við um bókhald þitt á einfaldan og öruggan hátt meðan þú sinnir rekstrinum og hefur góða yfirsýn yfir stöðuna. Taktu skrefið inn í framtíðina með okkur, útvistaðu bókhaldinu og njóttu þess að hafa meiri tíma fyrir þig. Sjá nánar á www.pwc.is/bokhald Enginn tími fyrir bókhaldið? Bókhald & laun Kórónaveiran mun veita fyrirtækjum þungt högg. Allmörg verða gjaldþrota. Það er óhjákvæmilegt þegar þau verða nánast tekjulaus í ein- hvern tíma. Hve mörg munu falla mun ráðast af björgunaraðgerðum stjórnvalda og hve löng kreppan verður. Hópur fyrirtækja í ferða- þjónustu mátti ekki við frekari áföllum enda sum hver enn að sleikja sárin eftir að ferðamönn- um fór að fækka eftir gjaldþrot WOW air. Við fordæmalausar aðstæður er mikilvægt að skilja eðli efna- hagsvandans. Hafa ber í huga að hann er mun nær því að minna á efnahagsáfallið sem skapaðist í kjölfar hryðjuverka al-Kaída hinn 11. september árið 2001 á hendur Bandaríkjunum en bankahrunið 2008. Eftir að hryðjuverkamenn rændu fjórum f lugvélum og tvær skullu á Tvíburaturnunum í New York óttuðust margir að Osama Bin Laden myndi leika sama leik innan tíðar. Það myndi því stefna lífi fólks í voða að ferðast og því sat það heima hjá sér. Tekjur fyrirtækja í ferða- þjónustu hrundu samstundis. Vandinn árið 2008 var kerfislægur skuldavandi á Vesturlöndum. Ekkert slíkt er til umræðu nú. Bankar, bæði hér og víða erlendis, eru vel fjármagnaðir, ólíkt því sem var fyrir tólf árum. Fyrir hrun voru íslensku bankarnir allt of stórir miðað við hagkerfið og skuldum hlaðnir í ofanálag.  Skuldsetning hér á landi er sömuleiðis nú mun minni en í aðdraganda bankahrunsins. Auk þess búum við að digrum gjaldeyrisvaraforða en hann var rýr við bankahrunið. Staðan er því allt önnur og betri til að mæta áföllum. Þegar sést til sólar eftir ein- hverja mánuði í ferðaþjónustu munu há laun í alþjóðlegum samanburði verða þeim fjötur um fót. Það er erfitt að ímynda sér að bróðurpartur þeirra geti staðið undir þeim hækkunum sem samið var um í lífskjara- samningum. Aðstæður eru enda allt aðrar nú en reiknað var með þegar samið var. Það er nauðsynlegt að bíða með þær launahækkanir sem eru handan við hornið til að verja störf og atvinnulífið. Áskoranir sem þessar minna á að hagsmunir landsmanna og atvinnulífsins er f léttað saman. Fyrirtæki veita fólki atvinnu og þau greiða skatta til að standa undir velferðarkerfinu. Það á því ekki að líta atvinnulífið sem andstæðing heldur samherja sem þarf gefa svigrúm til að fóta sig, oft við erfiðar aðstæður. 11. september en ekki 2008 Flugfélagið Cabo Verde Airlines á Græn-höfðaeyjum, sem er að hluta til í eigu Icelandair Group, hefur ákveðið að fella niður allar ferðir í að minnsta kosti 30 daga frá og með deginum í dag. Ákvörðunin var tekin vegna ferðabanna sem ríkisstjórnir víða heim heim hafa sett á síðustu dögum vegna kórónafaraldursins, þar meðal ríkisstjórn Grænhöfðaeyja. Loftleiðir Cabo Verde, sem er í eigu Loftleiða Icelandic, Björgólfs Jóhannssonar, fyrrverandi forstjóra Icelandair Group, og Kjálka- ness, systurfélags útgerðarinnar Gjögurs, keyptu í febrúar í fyrra 51 prósents hlut í Cabo Verde Airlines. Ríkisstjórn eyjaklasans hélt eftir 49 prósenta eignarhlut. Cabo Verde Airlines tapaði liðlega 21 milljón dala í fyrra en flugfélagið leitar nú langtímafjármögnunar. Erlendur Svavarsson var ráðinn for- stjóri í byrjun febrúar. -þfh Fella niður öll flug frá eyjaklasanum Erlendur Svavarsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.