Gríma - 15.03.1931, Page 5
Þáttur af Árna Jónssyni.
(Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði, eftir
munnmælum í Eyjafirði).
1. Viðurelzn Árna oz Rafns.
Árni hét maður og var Jónsson. Hann bjó á Æsu-
stöðum í Eyjafirði á fyrri hluta 19. aldar. Að afli
og atgervi var hann talinn einn af tólf jafningjum,
er þá áttu að vera uppi í Eyjafirði. Á yngri árum
var hann oft í suðurferðum, er þá voru tíðar af
Norðurlandi. Kom það sér þá oft vel, bæði honum
sjálfum og félögum hans, að hann hafði krafta í
kögglum, því að einatt sló í illdeilur á ferðum þess-
um. — ólafur hét maður og bjó á Möðruvöllum í
Eyjafirði. Átti hann sökótt við ýmsa Skagfirðinga
og þó mest við mann þann, er Rafn hét. Var Rafn
þessi burðamaður hinn mesti, svo að fáir þorðu við
hann að fást. Upp frá því þorði ólafur ekki annað
en að hafa Árna á Æsustöðum í för með sér, þegar
hann fór suður til skreiðarkaupa, því að jafnan
bjóst hann við því að hitta Rafn og hina aðra söku-