Gríma - 15.03.1931, Side 7

Gríma - 15.03.1931, Side 7
ÞÁTTUR AF ÁRNA JÓNSSYNI 5 ar burt, og varð fátt um kveðjur. — Það er haft eft- ir Rafni, að hann hefði aldrei tuskast við neinn, sem dugur væri í, nema einn rauðbirkinn karl úr Eyja- firði, og átti hann með þeim orðum við Árna á Æsu- stöðum og viðureign þeirra. 2. Frá Árna á Hálsi. Maður hét Árni og bjó á Hálsi í Eyjafirði. Var hann rammur að afli. Þeir nafnar voru hinir mestu mátar og voru oft í ferðum saman. Það er til marks um krafta Árna á Hálsi, að eitt sinn var hann stadd- ur í verzlunarbúð á Akureyri og skyldi búðarmaður mæla honum korn, því að þá var korn mælt, en ekki vegið, svo sem síðar varð. Þótti Árna búðarmaður mæla ódrjúglega, spyrnti fæti við mælinum, svo að komið þjappaðist saman og kom borð á mælinn. Þá reiddist búðarmaður og vildi berja hann, en Árni þreif annari hendi í bringu hans, hóf hann upp og hélt honum svo á lofti góða stund, þar til er hinn sefaðist og bað sér vægðar. Þótti þetta vel gert, en það vissu menn gerla, að ekki hafði Árni á Hálsi krafta á við nafna sinn á Æsustöðum. Svo bar við eitt sinn, að þeir nafnar fóru til fisk- kaupa eða sjóróðra út á Siglunes. Átti Árni á Hálsi þar kaup við konu nokkra; samdi þeim eigi og kom þar að lokum, að hún flaug á Árna. Hefur kona þessi verið bæði sterk og skapmikil, en Árni sjálf- sagt verið eitthvað illa fyrir kallaður, því að hún kom honum undir og lék hann hið háðulegasta. Þótti Árna frá Æsustöðum leikurinn ófagur og kvaðst í það sinn hafa átt bágt með að stilla sig um að koma nafna sínum til hjálpar, en það vildi hann ekki láta

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.