Gríma - 15.03.1931, Page 9
ÞÁTTUR AF ÁRNA JÓNSSYNI
7
úti á hlaði og horfði glottandi á leikinn; gaf hann
vinnumönnum sínum bendingu um að vera kyrrir,
hló dátt og kvaðst hafa gaman af að sjá, hve lengi
álfurinn entist til að elta Jcálfinn. Þau urðu leikslok,
að kálfurinn hljóp í Eyjafjarðará og drap sig, en
ekkert fékkzt Ámi um það, heldur stríddi konu sinni
óspart, þegar hún kom heim.
5- Arnl reynir að ná sasnaranda.
Sagt er að Árna hafi langað til að ná sér í sagn-
aranda. Fór hann og annar maður með honum, —
sumir segja að það hafi verið Torfi frá Klúkum, —
upp á fjallið fyrir ofan Æsustaði. Höfðu þeir með
sér konuskæni og aðrar tilfæringar, er með þurfti.
Lögðust þeir þar niður upp í loft, lögðu skænisblöðr-
ur í munn sér og tóku síðan að særa andana. Eigi
leið á löngu áður en brestir og brak fóru að heyrast
í loftinu. Brá Árna ónotalega við þetta, svo að hann
vildi standa upp og gá að, hvað um væri að vera.
Hinn maðurinn bað hann umfram allt að hrejrfa sig
ekki, því að nú væru andarnir að nálgast, en hann
mundi engum þeirra ná, ef hann stæði uppréttur.
Lá Árni kyrr nokkra stund, en þá þótti honum úr
hófi keyra, því að allt lék á reiðiskjálfi. Stóð hann
þá upp og kvaðst ekki liggjandi vilja bíða djöfuls
þessa. f sömu svipan náði hinn andanum í skænis-
blöðruna, og hættu þá jafnskjótt ólætin. Varð Árai
að gjalda vanstillingar sinnar og hverfa heim aftur
við svo búið. Þess er ekki getið, að hann hafi freist-
að þessa aftur, en margt vissi hann samt, sem eigi
lét að líkindum. Var það mál manna, að hann ætti
draumkonu, er fræddi hann um ýmislegt. Eru nokkr-
ar sagnir, er benda í þá átt.