Gríma - 15.03.1931, Page 17
FRÁ SÉRA ÞORLÁKI Á ÓSI 15
hætta«, mælti prófastur; »eg drukkna ekki í þessari
á; hún kærir sig ekkert um mig, — hún er innar sú,
sem vill ná til mín«. Kvaddi hann síðan húsfreyju
og reið yfir ána á svonefndum Grundarbrotum, er
lengi hafa þótt gott vað, og varð honum ekki að
meini.
Þann 9. júlí 1778 þurfti séra Þorlákur að fara
eitthvað inn yfir Hörgá; var unglingspiltur í för
með honum. Þegar þeir komu á árbakkann, einhver-
staðar á milli óss og Möðruvalla, steig prófastur af
baki, kraup á kné og gerði bæn sína; þegar hann
stóð upp, mælti hann fram vísu þessa:
Vort er líf í herrans hönd,
hvar sem endar dagatal;
að láni hafa allir önd,
»ungur má, en gamall skal«.
Hitt er ekki ljóst, hvort hann hefur þá gert vísu
þessa eða ekki. Bað hann þá piltinn að leggja ekki
út í ána, fyr en hann sæi að sér reiddi vel af yfir
hana; en ef eitthvað yrði að sér, skyldi hann ekki
ríða heim að ósi, heldur að Möðruvöllum og láta
djáknann þar vita, hvernig komið væri. Síðan steig
prófastur á bak hesti sínum og reið út í ána; hún
var þá í vexti, og þegar hann var tæplega kominn út
í hana miðja, hneig hann af hestinum og drukknaði
þegar. Pilturinn gerði þá eins og fyrir hann hafði
verið lagt, reið heim til Möðruvalla og hitti djákn-
ann; hann hét Þorsteinn og var vinur prófasts,
Lét djákninn óðara fara að leita að líki prófasts,
jafnframt því sem fólkið á ósi var látið vita, hvernig
farið hefði. Þorsteinn djákni sá og um útförina.
Guðrún Þórðardóttir, ekkja séra Þorláks, lifði ekki