Gríma - 15.03.1931, Síða 22

Gríma - 15.03.1931, Síða 22
20 FRA SÉRA MAGNÚSI JÓNSSYNI í SAURBÆ ef hann lægi ekki kyrr. Nóttina eftir lét strákur illa í svefni, brauzt um á hæl og hnakka og korraði í honum á milli. Loksins var hann vakinn og var þá hálsinn á honum þrútinn og blár. Sagði strákur, að prestur hefði komið, tekið um háls sér og hert að, svo að sér hefði legið við köfnun. Eftir það lét hann leiði prests afskiftalaust. Þegar séra Einar Thorlacius var prestur í Saur- bæ (1822—1866), var ólafur Guðmundsson frá Hleiðargarði (f 1901) vinnumaður hjá honum. Hafði ólafur fjárgeymslu á hendi. Hann hafði þann sið, að leggjast til svefns á kvöldin, þegar hann hafði lokið útiverkum. Eitt kvöld, er hann hafði byrgt húsin og gengið frá þeim, lagðist hann til svefns, eins og vant var. Skamma stund hafði hann sofið, þegar séra Einar vakti hann og spurði, hvort nokk- uð hefði vantað af fénu um kvöldið. ólafur neitaði því, enda hafði ekkert vantað. »Þó eru nú kindur komnar upp á baðstofuna«, svaraði prestur, »og get- urðu heyrt sparkið í þeim eins og aðrir. — Eg er hræddur um að þú hafir ekki talið rétt inn«. ólafur var maður snögglyndur og fauk þegar í hann, en það heyrði hann glöggt, að kindur voru að sparka uppi á baðstofunni. Datt honum þá í hug, að það fjárhúsið, sem næst var bænum, hefði einhverra or- saka vegna hrokkið opið, og féð síðan hlaupið upp á bæinn. Snaraðist hann fram úr rúminu hið skjót- asta og gekk til fjárhúsanna, en þar var allt með kyrrum kjörum; síðan leitaði hann uppi á bænum og allt í kring um hann, en hvergi sá hann nokkra kind. Þegar hann kom aftur að bæjardyrum, setti að honum ónotalegan geig, svo að hann flýtti sér inn. Sagði hann presti og heimafólki, að hann hefði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.