Gríma - 15.03.1931, Síða 22
20 FRA SÉRA MAGNÚSI JÓNSSYNI í SAURBÆ
ef hann lægi ekki kyrr. Nóttina eftir lét strákur illa
í svefni, brauzt um á hæl og hnakka og korraði í
honum á milli. Loksins var hann vakinn og var þá
hálsinn á honum þrútinn og blár. Sagði strákur, að
prestur hefði komið, tekið um háls sér og hert að,
svo að sér hefði legið við köfnun. Eftir það lét hann
leiði prests afskiftalaust.
Þegar séra Einar Thorlacius var prestur í Saur-
bæ (1822—1866), var ólafur Guðmundsson frá
Hleiðargarði (f 1901) vinnumaður hjá honum.
Hafði ólafur fjárgeymslu á hendi. Hann hafði þann
sið, að leggjast til svefns á kvöldin, þegar hann hafði
lokið útiverkum. Eitt kvöld, er hann hafði byrgt
húsin og gengið frá þeim, lagðist hann til svefns,
eins og vant var. Skamma stund hafði hann sofið,
þegar séra Einar vakti hann og spurði, hvort nokk-
uð hefði vantað af fénu um kvöldið. ólafur neitaði
því, enda hafði ekkert vantað. »Þó eru nú kindur
komnar upp á baðstofuna«, svaraði prestur, »og get-
urðu heyrt sparkið í þeim eins og aðrir. — Eg er
hræddur um að þú hafir ekki talið rétt inn«. ólafur
var maður snögglyndur og fauk þegar í hann, en
það heyrði hann glöggt, að kindur voru að sparka
uppi á baðstofunni. Datt honum þá í hug, að það
fjárhúsið, sem næst var bænum, hefði einhverra or-
saka vegna hrokkið opið, og féð síðan hlaupið upp á
bæinn. Snaraðist hann fram úr rúminu hið skjót-
asta og gekk til fjárhúsanna, en þar var allt með
kyrrum kjörum; síðan leitaði hann uppi á bænum
og allt í kring um hann, en hvergi sá hann nokkra
kind. Þegar hann kom aftur að bæjardyrum, setti
að honum ónotalegan geig, svo að hann flýtti sér
inn. Sagði hann presti og heimafólki, að hann hefði