Gríma - 15.03.1931, Side 27

Gríma - 15.03.1931, Side 27
FRA VASK ÚTILEGUM. OG SKEGGJA I STÓRADAL 25 Um morguninn fór bóndi að vitja bróður síns. Komst hann yfir Geitabrú í eyna og fann þar bróður sinn örendan; voru hrafnar lagstir á náinn. Dysjaði bóndi hann í klettaskoru og hugði að bein hans mundu seint finnast. — Lauk þannig æfi útlagans. Þegar brú var byggð yfir Skjálfandafljót, fyrir nærfellt fimmtíu árum, var hún sett einmitt á þeim sama stað, þar sem Geitabrú lagði í vetrarfrostum. Þá fannst beinagrind af manni í grjóturð við fljót- ið. Eru það tilgátur manna, að það hafi verið bein Jóns hins útlæga. — Síðan brúin var byggð, er greiður gangur út í eyna, sem nú er kölluð Hrútey. 7. Frá Vask útileoumann! og Skeggja bönda í Stóradal. (Handrit Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Sögn Jóns Ás- mundssonar í Sandhólum o. fl.). Á 15. eða 16. öld var uppi maður sá í öxnadal í Eyjafirði, er Vaskur hét. Var hann hið mesta karl- menni, en þegar í æsku svo ófyrirleitinn og ódæll, að hann lét ekki hlut sinn fyrir neinum, og varð því óvinsæll af alþýðu. Svo er mælt, að hann legði hug á bóndadóttur nokkra þar í dalnum. Ekki vildu for- eldrar hennar leyfa að þau ráð tækjust og bönnuðu honum harðlega að hitta hana. Fór Vaskur sínu fram eftir sem áður og þar kom að lokum, að hann Ram bóndadóttur á burtu með sér. Fóru þau fram í

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.