Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 28
26 FRÁ VASK ÚTILEGUM. OG SKEGGJA í STÓRADAL
dal þann, er skerst fram frá Gloppukinnum í Öxna-
dal, og settust þar að. Byggði Vaskur þar bæ, er
hann nefndi Vaská; dregur dalurinn nafn af bæ
þessum og hefur síðan heitið Vaskárdalur. — Eftir
þetta hafði Vaskur jafnan hinn mesta ójöfnuð í
frammi, stal fé manna og fór ránsferðir í byggðir.
Þótti almenningi illt að búa við þann ójöfnuð, en
engir þorðu á hann að ráða, sakir hreysti hans og
karlmennsku.
Um þessar mundir bjó bóndi sá í Stóradal í Eyja-
firði, er Skeggi hét. Var hann ríkur maður og ein-
hver hinn mesti höfðingi þar í sveitum; átti hann
land mikið í Djúpadal og þar vestur um. Dalur sá,
er Vaskur settist að í, lá einnig undir Stóradal.
Frétti Skeggi bráðlega um athafnir Vasks og líkaði
stórilla. Sendi hann mann vestur á fund Vasks með
þeim boðum, að hann bannaði honum byggð í Vask-
árdal, en frjálst skyldi honum að flytja allt sitt á
burtu úr dalnum, hvernig sem til þess hefði verið
aflað. Vaskur tók sendimanni illa, hafði í heitingum
við Skeggja og kvaðst ekki virða orð hans að neinu.
Hélt hann áfram hinu sama athæfi og áður, og fór
jafnvel að gera óspektir austur um Eyjafjörð.
Kærðu menn jafnan óspektir hans fyrir Skeggja,
en hann gerði ekki að og leið svo fram um hríð. Þá
var það eitt sinn, að Skeggja varð tuttugu geldinga
vant, og þóttust menn vita, að Vaskur mundi hafa
stolið þeim. Tók þá Skeggi vopn sín og hest og reið
af stað vestur til Vaskárdals; eigi vildi hann hafa
fylgd húskarla sinna í ferð þessari. Létti hann eigi
ferð sinni fyr en hann kom að Vaská; var Vaskur
heima við. Átaldi Skeggi hann mjög fyrir þjófnað
hans og rán og kvaðst ekki ætla lengur að þola