Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 37

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 37
FRÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STÍGANDA 35 meyjarinnar að sér og hvíslaði í eyra henni: »Kysstu mig ekki, Hlaðgerður, fyrr en þú veizt, hver eg er. Eg er ekki bróðir þinn, heldur er eg ann- ar maðurinn, sem kom hingað í dalinn í gærkvöldi, en eg er klæddur fötum bróður þíns og ætla að njósna um útilegumennina, ef vera mætti að eg gæti frelsað þig og bróður þinn«. Nokkuð brá Hlaðgerði við fregn þessa, en svo var hún stillt, að hún lét ekki á neinu bera. Hvísluðust þau á um hríð og báru sam- an ráð sín. Kvað Hlaðgerður það hið mesta óráð að vega að útilegumönnunum,þvíaðímyrkrinu væri ekki unnt að vita, hvað fyrir væri, og auk þess væru þeir hinir harðfengustu viðskiftis og varir um sig. »Vil eg miklu he!dur«, mælti hún, »reyna bragð nokkurt, sem eg hef verið að velta í huga mér síðustu mánuð- ina, en ekki treyst mér einni og bróður mínum að framkvæma. Svo er mál með vexti, að eitt sinn þeg- ar eg var ein heima í hellinum og var að laga til gærur og lyng í rúmfleti mínu, tók eg eftir því, að glufur nokkrar voru í fletbotninum; þegar eg gáði betur að og losaði um tvær hellur stórar, komst eg að raun um, að undir rúminu var stór og djúp gjá, mosavaxin í botninn. Hefur mér dottið í hug, að ginna mætti útilegumennina í gjá þessa og fanga þá þannig lifandi. Það er því ráð mitt, að við rífum allt úr rúmi mínu, losum upp hellurnar með var- kárni, svo að gjáin sé opin, en eg standi á þeim barminum, sem fjær er útilegumönnunum og kalli á hjálp. Þegar þeir svo koma æðandi, þá verður þú að vera viðbúinn að hrinda þeim niður, ef þeir detta ekki sjálfir í gjána«. Geirmundi gazt vel að þessari ráðagerð; lögðu þau nákvæmlega niður með sér, hvernig þau skyldu framkvæma þetta og tóku síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.