Gríma - 15.03.1931, Síða 40
38 FRÁ BIRNINGI, GEIRM, HLAÐG. OG STÍGANDA
yrði eftir hjá sér til vorsins«. Hlógu þau við orðum
Birnings, en Hlaðgerður svaraði, án þess að roðna:
»Rétt er til getið«.
Nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað félagar,
Stígandi og Birningur; voru þeir ágætlega útbúnir
að nesti og skjólfötum. Höfðu þeir langa útivist og
erfiða, áður en þeir næðu byggðum, en komust loks
heilu og höldnu heim til karls og kerlingar, foreldra
Birnings. Var þeim vel fagnað og þóttu þeir hafa
mikla tíðindasögu að segja. Fóru þeir til sýslumanns
og tjáðu honum allt, sem farið hafði. Varð hann
uppi til handa og fóta, þegar hann heyrði sögu
þeirra, sérstaklega af því að það kom upp úr dúrn-
um, að Stígandi væri systursonur hans. En þeim
kom saman um, að allt yrði kyrrt að liggja til vors-
ins, er snjóa leysti. — Dvaldi Stígandi oftast með
Birningi það sem eftir var vetrar og urðu þeir alúð-
arvinir. Leið eigi á löngu, að hann og Þórleif bónda-
dóttir felldu hugi saman og meinaði það enginn.
Leið svo fram á vordaga.
Þegar snjóar voru leystir og fært yfir fjöll, lagði
sýslumaður af stað með marga menn til dalsins.
Voru þau Hlaðgerður og Geirmundur þar fyrir í
góðu gengi og fögnuðu byggðarmönnum hið bezta.
Lét sýslumaður menn sína síga niður í gjána til úti-
legumannanna; voru þeir í góðum holdum eftir vet-
urinn, því að ekki hafði Geirmundur dregið mat við
þá, en svo voru þeir dasaðir orðnir í prísundinni,
að þeir gátu litla mótstöðu veitt. Voru þeir dregnir
upp og bundnir ramlega. — Síðan var allt fémætt
bundið í klyfjar, sauðfé öllu hóað saman og öll bú-
slóð útilegumannanna, ásamt sjálfum þeim, flutt til
byggða. Voru útilegumennirnir þegar dæmdir í hér-