Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 49

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 49
HNÍFAPÖRIN 47 þau gáfu það eftir, að dóttir þeirra færi til hennar ef hún sjálf fengist til þess. Hitti nú Sigríður á Bakka nöfnu sína og bað hana að fara til sín. Hún varð stygg við og kvaðst eigi kæra sig um að hún dræpi sig, eins og hinar stúlkurnar, sem hefðu verið hjá henni. »Von er til, að menn haldi, að eg hafi drepið þær«, sagði Sigríður á Bakka, »en það segi eg þér með sanni, nafna mín, að það hef eg ekki gert, enda skal þig ekki saka, þótt þú verðir hjá mér. Vænti eg þess, að fleiri hafi gott en illt af mér að segja«. Ekki hætti Sigríður á Bakka fyrr en nafna hennar fór heim með henni. Reyndist hún nöfnu sinni ágætlega, hafði hana einlægt inni hjá sér og var henni í öllu sem bezta móðir. Oft hugsaði Sigríður bóndadóttir um það, að undarlegt væri, ef svo góð kona, sem henni virtist nafna sín vera, hefði myrt ellefu stúlkur. Engjarnar á Bakka liggja allt í kringum túnið. Beitarhús stóðu þar skammt frá bænum; á þau hafði Sigríður bóndadóttir aldrei komið. Nú leið sumarið og veturinn fram að jólum, svo að ekkert bar til tíð- inda. Á aðfangadag bjóst allt vinnufólk á Bakka til kirkju. »Það er nú ráð fyrir þig, Sigga«, mælti önn- ur vinnukonan, »að koma nú með okkur«. Tók Sig- ríður bóndadóttir því vel og fór að búa sig. í þessu kemur Sigríður húsfreyja þar að og segir: »Ætlar þú ekki, nafna mín, að vera heima hjá mér í nótt?« »Nei«, svarar hin, »ég vil reyna að komast hjá því, að eins fari fyrir mér og hinum stúlkunum, sem horfið hafa héðan«. »Vertu ekki að brigzla mér, nafna mín«, segir húsfreyja, »vertu heima hjá mér, svo að mér leiðist ekki«. Loksins lét hin undan og varð eftir heima hjá nöfnu sinni. Þegar fólkið var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.