Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 55

Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 55
HELLIR BARÐAR SNÆFELLSASS 53 þegar fram liðu stundir, höfðu sumir hug á að vita, hvar hellir hans væri og girntust gull hans. Urðu nokkrir til þess að leita hellisins, en jafnan reiddi þeim illa af; urðu þeir fyrir slysum og ýmsum ó- höppum, og kenndu menn Bárði um. Tókst engum að komast í helli hans, og leið svo fram á 16. öld. í þann tíma var sá maður uppi á Snæfellsnesi, er Grímur hét; var hann fjölkunnugur mjög, einrænn í skapi og hafði litla umgengni við aðra menn. Kvæntur var hann þó og bjó á koti nokkru allfjarri alfaravegi. Það þóttust menn vita fyrir víst, að með fjölkynngi sinni mundi Grímur geta fundið helli Bárðar, en ekki vildi hann verða við bænum manna í því efni, þótt leitað væri liðsinnis hans. Um þessar mundir var það títt, að útlendingar kæmu hér við land skipum sínum, er þeir stunduðu fiskveiðar. Voru það einkum Englendingar og Hol- lendingar, er höfðu mök við landsmenn. Bar þá svo við eitt sinn, að skip kom við land á Snæfellsnesi; hét skipstjóri Jón og voru þeir tólf saman félagar, allir enskir. Komu þeir á land og spurði Jón margs af landinu; meðal annars var honum sagt frá helli Bárðar Snæfellsáss og gulli því hinu mikla, er þar væri fólgið, en mikið gerðu menn úr vandkvæðum þeim, er því fylgdu að leita hellisins og að öllum hefði farnast illa, er það hefðu reynt. Jón fýsti mjög að finna hellinn og ná gullinu, en taldi tröllskap Bárðar eigi annað en hjátrú og hindurvitni; hafði hann þegar við orð að leita hellisins með mönnum sínum. Menn löttu Jón fararinnar, en hann sat við sinn keip og lét ekki að neinum fortölum. Daginn eftir kom Jón á land við tíunda mann, en tveir skyldu gæta skips. Lögðu þeir síðan af stað upp í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.