Gríma - 15.03.1931, Page 55

Gríma - 15.03.1931, Page 55
HELLIR BARÐAR SNÆFELLSASS 53 þegar fram liðu stundir, höfðu sumir hug á að vita, hvar hellir hans væri og girntust gull hans. Urðu nokkrir til þess að leita hellisins, en jafnan reiddi þeim illa af; urðu þeir fyrir slysum og ýmsum ó- höppum, og kenndu menn Bárði um. Tókst engum að komast í helli hans, og leið svo fram á 16. öld. í þann tíma var sá maður uppi á Snæfellsnesi, er Grímur hét; var hann fjölkunnugur mjög, einrænn í skapi og hafði litla umgengni við aðra menn. Kvæntur var hann þó og bjó á koti nokkru allfjarri alfaravegi. Það þóttust menn vita fyrir víst, að með fjölkynngi sinni mundi Grímur geta fundið helli Bárðar, en ekki vildi hann verða við bænum manna í því efni, þótt leitað væri liðsinnis hans. Um þessar mundir var það títt, að útlendingar kæmu hér við land skipum sínum, er þeir stunduðu fiskveiðar. Voru það einkum Englendingar og Hol- lendingar, er höfðu mök við landsmenn. Bar þá svo við eitt sinn, að skip kom við land á Snæfellsnesi; hét skipstjóri Jón og voru þeir tólf saman félagar, allir enskir. Komu þeir á land og spurði Jón margs af landinu; meðal annars var honum sagt frá helli Bárðar Snæfellsáss og gulli því hinu mikla, er þar væri fólgið, en mikið gerðu menn úr vandkvæðum þeim, er því fylgdu að leita hellisins og að öllum hefði farnast illa, er það hefðu reynt. Jón fýsti mjög að finna hellinn og ná gullinu, en taldi tröllskap Bárðar eigi annað en hjátrú og hindurvitni; hafði hann þegar við orð að leita hellisins með mönnum sínum. Menn löttu Jón fararinnar, en hann sat við sinn keip og lét ekki að neinum fortölum. Daginn eftir kom Jón á land við tíunda mann, en tveir skyldu gæta skips. Lögðu þeir síðan af stað upp í

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.