Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 56
54
HELLIR BÁRÐAR SNÆFELLSÁSS
jökulinn og gekk þeim ferðin greiðlega í fyrstu; en
er þeir höfðu gengið nokkra hríð, tók að skyggja í
lofti, og er minnst varði, skall yfir él svo dimmt, að
eigi sá handaskil. Jón bað menn sína duga vel, svo að
þeir þyrftu eigi frá að hverfa og verða um leið
landsmönnum til athiægis. Héldu þeir enn áfram
um stund; en þá harðnaði veðrið, svo að ekki kom-
ust þeir lengra. Voru þeir þá villtir orðnir og vissu
ekki, hvert halda skyldi; þóttust þeir og sjá og
heyra ýmis undur í hríðarkófinu. Námu þeir loksins
staðar og fóru að ráðgast um, hvað til bragðs skyldi
taka. Töldu flestir þeirra líklegt, að þar mundu þeir
verða til og bárust illa af. I þeirri svipan sáu þeir
mann, mikinn vexti, skammt frá sér í hríðinni. Var
hann í kufli gráum, gyrtur svarðreipi og með síðan
hött á höfði ; hann gekk við klofasúlu mikla. Maður
þessi benti þeim félögum að fylgja sér og sáu þeir
sinn kost vænstan að gera það. Lögðu þeir nú aftur
á stað og fór hinn mikli maður fyrir; sóttist þeim
leiðin greiðlega. Allt í einu hvarf hinn gráklæddi
karl og birti um leið hríðina. Voru þeir félagar þá
komnir til sjávar og sáu þeir skip sitt skammt frá
landi; hafði þar engin hríð komið. Undi Jón förinni
hið versta, en þess þóttist hann vísari orðinn, að
nokkuð væri hæft í frásögnum landsmanna um
Bárð; það taldi hann vafalaust, að karlinn grá-
klæddi mundi enginn annar hafa verið en Bárður
og mundi honum hafa þótt nóg hefnd í vosi því og
hrakningum, er þeir félagar hrepptu í förinni.
Sögðu landsmenn við Jón, að hann hefði fengið mak-
leg erindislok, þar eð hann lét ekki að viðvörunum
kunnugra manna; en Jón tók þau ummæli óstinnt
upp og kvaðst koma aftur sumarið eftir þannig út-